Stærsta verkefnið: Verðbólga Lilja Alfreðsdóttir skrifar 25. júlí 2022 13:01 Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Verð á nauðsynlegum hrávörum, orku og matvöru hefur hækkað verulega og eru afleiðingarnar afar neikvæðar fyrir heimsbúskapinn. Á sama tíma eru mjög ríki enn að fást við farsóttina og hefur það lamandi áhrif framleiðslukeðju heimsins. Ofan á þetta bætist að skortur á vinnuafli í mörgum helstu hagkerfum heimsins. Þetta er staðan sem við glímum við. Seðlabankar víða um heiminn hafa hækkað stýrivexti sína með það fyrir augum að draga úr verðbólguvæntingum. Verðbólga í Bandaríkjunum í maí mældist 9,1% á ársgrundvelli og er sú mesta í yfir 40 ár. Verð á hveiti á heimsvísu hefur hækkað um 56% og mjólkurafurðir um 17%. Þá hefur verð á helíum hækkað um 135% á síðustu tveimur árum vegna erfiðleika í verksmiðjum í Rússlandi og Bandaríkjunum. Frumefnið er til að mynda mikilvægur þáttur í framleiðslu ljósleiðaraglers og skortur á því ógnar framþróun stafræna hagkerfisins. Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 8,6% í júní. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti um 0,5% í gær í fyrsta sinn frá árinu 2011. Eftir hækkunina eru stýrivextir bankans komnir í 0%. Vísbendingar er þó um það á evrusvæðinu að snarpur samdráttur sé í vændum þar sem framleiðsla og nýjar pantanir drógust saman í fyrsta sinn eftir Covid-19. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Verðbólgan mælist 9,9% en án húsnæðisliðarins er hún 7,5%. Verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 4,9% árið 2023 og 3,3% árið 2024. Skortur hefur verið á vinnumarkaði og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hefur haft mest áhrif á þróun verðlags undanfarin misseri. Meginverkefni allra hagkerfa verður að ná utan um verðbólguvæntingar og ráðleggur Alþjóðagreiðslubankinn seðlabönkum að vera ófeimnir að bregðast hratt við til skamms tíma með það að leiðarljósi að til lengri tíma verði búið að ná verðbólgunni niður. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti í nokkrum skrefum frá maí 2021 eða úr 0,75% í 4,75%. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ráðist í mótvægisaðgerðir sem felast í því að bætur almannatrygginga hafa verið hækkaðar, ráðist var í sérstakan barnabótaauka og húsnæðisbætur voru hækkaðar. Farið verður í 27 milljarða aðhaldsaðgerðir hjá ríkissjóði til að draga úr verðbólguþrýstingi. Samkeppniseftirlitið hóf upplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum í apríl til að meta hvort verðlagshækkanir kunni að stafa af ónægu samkeppnislegu aðhaldi eða óeðlilegum hvötum. Sérstök áhersla er lögð á dagvörumarkað, eldsneytismarkað og byggingarvörumarkað. Það gerir Samkeppniseftirlitinu auðveldara um vik að greina óhagstæð ytri áhrif á verðþróun eða greina hvort verðhækkanir kunni að stafa af mögulegum samkeppnisbresti á viðkomandi mörkuðum. Að auki hefur verið skipaður vinnuhópur til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Stór hluti af útgjöldum heimilanna rennur til bankanna, í formi afborgana af húsnæðis-, bíla- og neyslulánum auk vaxta- og þjónustugjalda. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum. Það er verk að vinna til að ná tökum á verðbólgu. Stærsta verkefni hagstjórnarinnar verður að koma böndum á verðbólguna til heilla fyrir allt samfélagið. Brýnt er að sjá hvernig þessar aðgerðir stjórnvalda koma til með að hafa áhrif. Ljóst er þó að lækki verðbólgan ekki nokkuð á næstu mánuðum, þá er aðkallandi að fara í frekari aðgerðir til að kveða verðbólgudrauginn í kútinn. Ávallt verða stjórnvöld að huga mest að þeim sem eru í viðkvæmri efnahagslegri stöðu. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Lilja Alfreðsdóttir Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Verð á nauðsynlegum hrávörum, orku og matvöru hefur hækkað verulega og eru afleiðingarnar afar neikvæðar fyrir heimsbúskapinn. Á sama tíma eru mjög ríki enn að fást við farsóttina og hefur það lamandi áhrif framleiðslukeðju heimsins. Ofan á þetta bætist að skortur á vinnuafli í mörgum helstu hagkerfum heimsins. Þetta er staðan sem við glímum við. Seðlabankar víða um heiminn hafa hækkað stýrivexti sína með það fyrir augum að draga úr verðbólguvæntingum. Verðbólga í Bandaríkjunum í maí mældist 9,1% á ársgrundvelli og er sú mesta í yfir 40 ár. Verð á hveiti á heimsvísu hefur hækkað um 56% og mjólkurafurðir um 17%. Þá hefur verð á helíum hækkað um 135% á síðustu tveimur árum vegna erfiðleika í verksmiðjum í Rússlandi og Bandaríkjunum. Frumefnið er til að mynda mikilvægur þáttur í framleiðslu ljósleiðaraglers og skortur á því ógnar framþróun stafræna hagkerfisins. Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 8,6% í júní. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti um 0,5% í gær í fyrsta sinn frá árinu 2011. Eftir hækkunina eru stýrivextir bankans komnir í 0%. Vísbendingar er þó um það á evrusvæðinu að snarpur samdráttur sé í vændum þar sem framleiðsla og nýjar pantanir drógust saman í fyrsta sinn eftir Covid-19. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Verðbólgan mælist 9,9% en án húsnæðisliðarins er hún 7,5%. Verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 4,9% árið 2023 og 3,3% árið 2024. Skortur hefur verið á vinnumarkaði og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs hefur haft mest áhrif á þróun verðlags undanfarin misseri. Meginverkefni allra hagkerfa verður að ná utan um verðbólguvæntingar og ráðleggur Alþjóðagreiðslubankinn seðlabönkum að vera ófeimnir að bregðast hratt við til skamms tíma með það að leiðarljósi að til lengri tíma verði búið að ná verðbólgunni niður. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti í nokkrum skrefum frá maí 2021 eða úr 0,75% í 4,75%. Íslensk stjórnvöld hafa þegar ráðist í mótvægisaðgerðir sem felast í því að bætur almannatrygginga hafa verið hækkaðar, ráðist var í sérstakan barnabótaauka og húsnæðisbætur voru hækkaðar. Farið verður í 27 milljarða aðhaldsaðgerðir hjá ríkissjóði til að draga úr verðbólguþrýstingi. Samkeppniseftirlitið hóf upplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum í apríl til að meta hvort verðlagshækkanir kunni að stafa af ónægu samkeppnislegu aðhaldi eða óeðlilegum hvötum. Sérstök áhersla er lögð á dagvörumarkað, eldsneytismarkað og byggingarvörumarkað. Það gerir Samkeppniseftirlitinu auðveldara um vik að greina óhagstæð ytri áhrif á verðþróun eða greina hvort verðhækkanir kunni að stafa af mögulegum samkeppnisbresti á viðkomandi mörkuðum. Að auki hefur verið skipaður vinnuhópur til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Stór hluti af útgjöldum heimilanna rennur til bankanna, í formi afborgana af húsnæðis-, bíla- og neyslulánum auk vaxta- og þjónustugjalda. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum. Það er verk að vinna til að ná tökum á verðbólgu. Stærsta verkefni hagstjórnarinnar verður að koma böndum á verðbólguna til heilla fyrir allt samfélagið. Brýnt er að sjá hvernig þessar aðgerðir stjórnvalda koma til með að hafa áhrif. Ljóst er þó að lækki verðbólgan ekki nokkuð á næstu mánuðum, þá er aðkallandi að fara í frekari aðgerðir til að kveða verðbólgudrauginn í kútinn. Ávallt verða stjórnvöld að huga mest að þeim sem eru í viðkvæmri efnahagslegri stöðu. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun