Búist við áframhaldandi landrisi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2022 12:00 Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2. Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. Miðja landrissins er skammt vestan við Öskjuvatn og stafar af þrýstiaukningu í rótum eldstöðvarinnar. „Það er kvikusöfnun þarna undir á um tveggja kílómetra dýpi sem veldur því að þarna verður landris og það er núna búið að rísa um 35 sentimetra frá júlí 2021,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hún segir að búist sé við áframhaldandi landrisi næstu daga. „En svo getur þetta stoppað og verið þannig í mörg ár.“ Landrisinu fylgir ekki aukin skjálftavirkni en búist er við því að hún muni aukast ef til eldgoss kemur. Veðurstofan fundaði með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ og almannavörnum á mánudaginn vegna landrissins þar sem farið var yfir þróun mála. „Þar var rætt um þessar nýjustu bylgjuvíxlmyndir sem sýna hvar landrisið er sem er vestan við Öskuvatnið. Hversu mikið hún er búin að rísa upp og hvað geti gerst í kjölfarið, hvort þetta sé eðlilegt og svoleiðis.“ Nokkrar sviðsmyndir Landið seig mikið eftir síðasta eldgos í Öskju og segir Lovísa að landris geti verið lengi viðvarandi án eldgoss en það geti einnig leitt til eldgos, og þá séu nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það fer eftir því hvar kvikan kemur upp. Ef hún kemur upp í miðju öskjuvatni þá getur komið sprengigos því þar verður samspil vatns og kviku en ef hún kemur upp í öskjujaðrinum þá getur þetta verið hraungos þannig það fer eftir því hvar hún leitar upp.“ Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Tengdar fréttir Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27. júlí 2022 07:43 Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Miðja landrissins er skammt vestan við Öskjuvatn og stafar af þrýstiaukningu í rótum eldstöðvarinnar. „Það er kvikusöfnun þarna undir á um tveggja kílómetra dýpi sem veldur því að þarna verður landris og það er núna búið að rísa um 35 sentimetra frá júlí 2021,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hún segir að búist sé við áframhaldandi landrisi næstu daga. „En svo getur þetta stoppað og verið þannig í mörg ár.“ Landrisinu fylgir ekki aukin skjálftavirkni en búist er við því að hún muni aukast ef til eldgoss kemur. Veðurstofan fundaði með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ og almannavörnum á mánudaginn vegna landrissins þar sem farið var yfir þróun mála. „Þar var rætt um þessar nýjustu bylgjuvíxlmyndir sem sýna hvar landrisið er sem er vestan við Öskuvatnið. Hversu mikið hún er búin að rísa upp og hvað geti gerst í kjölfarið, hvort þetta sé eðlilegt og svoleiðis.“ Nokkrar sviðsmyndir Landið seig mikið eftir síðasta eldgos í Öskju og segir Lovísa að landris geti verið lengi viðvarandi án eldgoss en það geti einnig leitt til eldgos, og þá séu nokkrar sviðsmyndir í stöðunni. „Það fer eftir því hvar kvikan kemur upp. Ef hún kemur upp í miðju öskjuvatni þá getur komið sprengigos því þar verður samspil vatns og kviku en ef hún kemur upp í öskjujaðrinum þá getur þetta verið hraungos þannig það fer eftir því hvar hún leitar upp.“
Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Tengdar fréttir Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27. júlí 2022 07:43 Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 17. júní 2022 08:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Óvenjumikill rishraði við Öskju Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum. 27. júlí 2022 07:43
Land rís enn við Öskju Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 17. júní 2022 08:02