Í umfjöllun CBS News um málið kemur fram að grænu flöskurnar verði glærar til þess að betur sé hægt að endurvinna þær og gera úr þeim nýjar flöskur.
Merki Sprite og pakkningar verði endurhannaðar en framleiðandinn muni halda í græna miðann sem einkenni drykkinn. Coca-cola muni þó ekki aðeins breyta grænu flöskum Sprite heldur einnig Fresca, ásamt fleiri drykkjum.
Muni þessi breyting hjálpa til við að koma plasti í hringrásahagkerfið.
Coca-cola hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna plastmengunar í gegnum tíðina en fyrirtækið hefur verið sakað um grænþvott. Í umfjöllun Guardian um grænþvott stórfyrirtækja frá því í júní kemur fram að Coca-cola standi fremst í plastmengun á heimsvísu.