Eldfjöll, sundlaugar, ís og nammi í uppáhaldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2022 08:31 Meðal þess sem börnin gera á námskeiðinu er að tjá sig með myndlist. Hér má sjá hjarta sem samsett er úr þjóðfánum Úkraínu og Íslands. Vísir/Einar Skapandi sumarnámskeið ætlað úkraínskum börnum sem flúið hafa hingað til lands hefur vakið mikla lukku, en þar fá þau útrás fyrir sköpunargleðina. Þau segjast hrifin af Íslandi, en eldfjöll, sundlaugar og rjómaís eru á meðal þess sem þeim finnst best við landið. Námskeiðið er haldið af samtökunum Flottafólki og snýst um að kenna krökkunum sköpun og að beisla ímyndunaraflið. Kennarinn Markús Már Efraím er á meðal þeirra sem koma að námskeiðinu. “Þetta er svona skapandi námskeið og byggir aðallega á skapandi skrifum. Krakkarnir fá tækifæri til þess að skrifa sögur, segja sögur, meðal annars sínar eigin, í bland við alls konar aðrar listir. Þau teikna og fara svolítið út að taka ljósmyndir. Þeim finnst það mjög spennandi.“ Markús segir námskeið eins og þetta skipta börnin miklu máli. „Að hafa eitthvað skemmtilegt að gera og brjóta upp daginn. Fyrir þessa krakka skiptir líka máli að fá tækifæri og vettvang til að tjá sig. Að læra það, að fá að tala. Þau hafa alveg ótrúlegt ímyndunarafl þessir krakkar, sem hefur komið í ljós þegar við erum að vinna verkefni og skrifa sögur. Það er svo brjálæðislega mikið að gerast í kollinum á þeim.“ Markús Már segir mikilvægt að brjóta upp daginn hjá börnunum og veita þeim tækifæri til að miðla sköpunargáfu sinni.Vísir/Einar Ís og nammi besti íslenski maturinn Börnin á námskeiðinu koma frá ýmsum svæðum Úkraínu og eru á öllum aldri. Þau segja námskeiðið afar skemmtilegt en þau hafa brallað ýmislegt. „Við erum búin að vera að skrifa sögur um mismunandi umfjöllunarefni og fara út og taka myndir,“ segir hin tólf ára Marina. „Mér finnst gaman að mála, teikna og skrifa sögur,“ segir Anfisa, tíu ára. Þá hafa krakkarnir margir góða sögu að segja af Íslandi. Hin tíu ára Mira segist best kunna að meta eldfjöllin hér á landi, sem og aðra náttúru. Það er þó fleira sem heillar. „Ég elska sundlaugarnar, mér finnst mjög gaman að fara í sund,“ segir Zlata, sex ára. Þegar talið barst að íslenskum mat voru skiptar skoðanir. Sumum þótti hann ekki nógu góður, meðan aðrir töldu hann lostæti. Þegar nánar var farið ofan í málið kom í ljós að sá íslenski matur sem fellur best í kramið hjá börnunum er einkum tvenns konar: íslenskur ís og íslenskt nammi. Börn og uppeldi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Námskeiðið er haldið af samtökunum Flottafólki og snýst um að kenna krökkunum sköpun og að beisla ímyndunaraflið. Kennarinn Markús Már Efraím er á meðal þeirra sem koma að námskeiðinu. “Þetta er svona skapandi námskeið og byggir aðallega á skapandi skrifum. Krakkarnir fá tækifæri til þess að skrifa sögur, segja sögur, meðal annars sínar eigin, í bland við alls konar aðrar listir. Þau teikna og fara svolítið út að taka ljósmyndir. Þeim finnst það mjög spennandi.“ Markús segir námskeið eins og þetta skipta börnin miklu máli. „Að hafa eitthvað skemmtilegt að gera og brjóta upp daginn. Fyrir þessa krakka skiptir líka máli að fá tækifæri og vettvang til að tjá sig. Að læra það, að fá að tala. Þau hafa alveg ótrúlegt ímyndunarafl þessir krakkar, sem hefur komið í ljós þegar við erum að vinna verkefni og skrifa sögur. Það er svo brjálæðislega mikið að gerast í kollinum á þeim.“ Markús Már segir mikilvægt að brjóta upp daginn hjá börnunum og veita þeim tækifæri til að miðla sköpunargáfu sinni.Vísir/Einar Ís og nammi besti íslenski maturinn Börnin á námskeiðinu koma frá ýmsum svæðum Úkraínu og eru á öllum aldri. Þau segja námskeiðið afar skemmtilegt en þau hafa brallað ýmislegt. „Við erum búin að vera að skrifa sögur um mismunandi umfjöllunarefni og fara út og taka myndir,“ segir hin tólf ára Marina. „Mér finnst gaman að mála, teikna og skrifa sögur,“ segir Anfisa, tíu ára. Þá hafa krakkarnir margir góða sögu að segja af Íslandi. Hin tíu ára Mira segist best kunna að meta eldfjöllin hér á landi, sem og aðra náttúru. Það er þó fleira sem heillar. „Ég elska sundlaugarnar, mér finnst mjög gaman að fara í sund,“ segir Zlata, sex ára. Þegar talið barst að íslenskum mat voru skiptar skoðanir. Sumum þótti hann ekki nógu góður, meðan aðrir töldu hann lostæti. Þegar nánar var farið ofan í málið kom í ljós að sá íslenski matur sem fellur best í kramið hjá börnunum er einkum tvenns konar: íslenskur ís og íslenskt nammi.
Börn og uppeldi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira