Býst við að umferðin verði þyngst í átt að góða veðrinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2022 11:43 Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Hatíðarhöld fara fram víða um land um helgina með tilheyrandi umferðarþunga. Lögregla á von á að umferðin fari að þyngjast eftir hádegi og verði hvað þyngst um Suðurlandsveg á leið austur. Landsmenn munu eins og þekkt er um verslunarmannahelgina sletta úr klaufunum um allt land. Hátíðir virðast á hverju strái en þeim fylgja ferðalög og umferðarþungi. Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enn sem komið er sé umferðin frekar greið úr bænum. „Oft hefur umferðin dreifst yfir á vikudagana, alveg jafnvel frá þriðjudegi en nú höfum við ekki verið áberandi varir við mikla umferð út úr bænum og ekki í morgun, hún var ekki sérlega mikil.“ Hann eigi þó von á að hún fari að þyngjast eftir hádegi. „Og undir seinni partinn. Miðað við veðurspá þá ætla ég að það verði meiri umferð um Suðurlandsveg, austur fyrir fjall.“ Hann segir að umferðarmenning á Íslandi hafi farið batnandi og segir varfærni og tillitssemi ökumanna hafa aukist. Hann ítrekar að áfengi og akstur fari ekki saman. „Það sem fylgir oft svona helgum er mikil gleði og þá er áfengi stundum haft um hönd. Fólk þarf að passa að hafa fengið nægilega góðan svefn eftir slíka neyslu og passa að fara ekki of snemma af stað að aka ökutæki. Eins að nota öryggisbelti og öryggisbúnað barna, gæta vel að því. Framúrakstur er hættulegur og mikilvægt að fólk haldi sig á hámarkshraða. Við komumst ekkert fyrr heim eða fyrr á leiðarenda ef við tökum fram úr tveimur, þremur bílum og lendum þar í bílalest.“ „Þeir sem eru með ferðavagna þurfa að gæta að því að vera með búnað í lagi, framlengda hliðarspegla þar sem þess er þörf. Þá tala ég ekki um út frá veðurspá, þar sem er spáð miklu hvassviðri þarf fólk að gæta þess að vera ekki á ferðinni með eftirvagna nema það sé talið óhætt út frá vindi og veðri.“ Umferð Umferðaröryggi Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Landsmenn munu eins og þekkt er um verslunarmannahelgina sletta úr klaufunum um allt land. Hátíðir virðast á hverju strái en þeim fylgja ferðalög og umferðarþungi. Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að enn sem komið er sé umferðin frekar greið úr bænum. „Oft hefur umferðin dreifst yfir á vikudagana, alveg jafnvel frá þriðjudegi en nú höfum við ekki verið áberandi varir við mikla umferð út úr bænum og ekki í morgun, hún var ekki sérlega mikil.“ Hann eigi þó von á að hún fari að þyngjast eftir hádegi. „Og undir seinni partinn. Miðað við veðurspá þá ætla ég að það verði meiri umferð um Suðurlandsveg, austur fyrir fjall.“ Hann segir að umferðarmenning á Íslandi hafi farið batnandi og segir varfærni og tillitssemi ökumanna hafa aukist. Hann ítrekar að áfengi og akstur fari ekki saman. „Það sem fylgir oft svona helgum er mikil gleði og þá er áfengi stundum haft um hönd. Fólk þarf að passa að hafa fengið nægilega góðan svefn eftir slíka neyslu og passa að fara ekki of snemma af stað að aka ökutæki. Eins að nota öryggisbelti og öryggisbúnað barna, gæta vel að því. Framúrakstur er hættulegur og mikilvægt að fólk haldi sig á hámarkshraða. Við komumst ekkert fyrr heim eða fyrr á leiðarenda ef við tökum fram úr tveimur, þremur bílum og lendum þar í bílalest.“ „Þeir sem eru með ferðavagna þurfa að gæta að því að vera með búnað í lagi, framlengda hliðarspegla þar sem þess er þörf. Þá tala ég ekki um út frá veðurspá, þar sem er spáð miklu hvassviðri þarf fólk að gæta þess að vera ekki á ferðinni með eftirvagna nema það sé talið óhætt út frá vindi og veðri.“
Umferð Umferðaröryggi Ferðalög Lögreglumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira