Reikna verður með erlendum tekjum við útreikning fæðingarorlofs Árni Sæberg skrifar 29. júlí 2022 15:46 Páll Hreinsson, annar frá hægri, er forseti EFTA-dómstólsins. EFTA EFTA-dómstóllinn segir í nýbirtu ráðgefandi áliti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að óheimilt sé að binda útreikning fæðingarorlofsgreiðslna alfarið við tekjur sem aflað er hér á landi. Héraðsdómur óskaði eftir áliti EFTA-dómstólsins vegna máls íslenskrar konu sem nú er í meðferð dómsins. Konan hafði verið í framhaldsnámi í læknisfræði í Danmörku og starfaði þar í fullu starfi frá árinu 2015. Síðan flutti hún hingað til lands á meðan hún var barnshafandi um miðjan september 2019. Þá hóf hún störf hjá Landspítalanum í lok september 2019. Hinn 22. janúar 2020 lagði hún inn umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Umsókninni fylgdu launaseðlar frá Landspítalanum fyrir nóvember og desember 2019 auk staðfestingar frá Danmörku um búsetu hennar þar frá árinu 2015 og yfirlit þarlendra launagreiðslna. Hún fæddi barn 26. mars 2020. Fæðingarorlofssjóður samþykkti umsókn konunnar en greiðsluáætlun gerði aðeins ráð fyrir greiðslu 184 þúsund króna á mánuði. Fæðingarorlofssjóður hafði því ekki tekið tillit til tekna hennar í Danmörku við útreikning greiðslna. Það þýddi því að hún fengi aðeins lágmarksgreiðslu á fæðingarorlofstímanum, að því er segir í áliti EFTA-dómstólsins. Konan kærði miðurstöðu sjóðsins til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðuna og því höfðaði konan mál fyrir héraðsdómi til að hnekkja úrskurðinum. Brjóti í bága við regluna um frjálsa för Í áliti EFTA-dómstólsins segir að reglugerð Evrópuráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa áskilji ekki að reikna beri fæðingarorlofsgreiðslur á grundvelli tekna sem aflað var í öðru EES-ríki. Hins vegar skuli þó miða fjárhæð bóta, líkt og þeirra sem um ræðir í málinu sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, sem veittar eru farandlaunþega sem aðeins aflaði tekna í öðru EES-ríki á því tímabili sem miðað er við samkvæmt landslögum, við tekjur launþega með sambærilega starfsreynslu og hæfi og sem gegnir svipuðu starfi í því EES-ríki þar sem sótt er um bætur. Þannig megi launþegi ekki missa rétt sinn til almannatryggingabóta eða að fjárhæð slíkra bóta skerðist vegna þess að hann hafi nýtt rétt sinn til frjálsrar farar. Fæðingarorlof EFTA Tryggingar Félagsmál Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Héraðsdómur óskaði eftir áliti EFTA-dómstólsins vegna máls íslenskrar konu sem nú er í meðferð dómsins. Konan hafði verið í framhaldsnámi í læknisfræði í Danmörku og starfaði þar í fullu starfi frá árinu 2015. Síðan flutti hún hingað til lands á meðan hún var barnshafandi um miðjan september 2019. Þá hóf hún störf hjá Landspítalanum í lok september 2019. Hinn 22. janúar 2020 lagði hún inn umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Umsókninni fylgdu launaseðlar frá Landspítalanum fyrir nóvember og desember 2019 auk staðfestingar frá Danmörku um búsetu hennar þar frá árinu 2015 og yfirlit þarlendra launagreiðslna. Hún fæddi barn 26. mars 2020. Fæðingarorlofssjóður samþykkti umsókn konunnar en greiðsluáætlun gerði aðeins ráð fyrir greiðslu 184 þúsund króna á mánuði. Fæðingarorlofssjóður hafði því ekki tekið tillit til tekna hennar í Danmörku við útreikning greiðslna. Það þýddi því að hún fengi aðeins lágmarksgreiðslu á fæðingarorlofstímanum, að því er segir í áliti EFTA-dómstólsins. Konan kærði miðurstöðu sjóðsins til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðuna og því höfðaði konan mál fyrir héraðsdómi til að hnekkja úrskurðinum. Brjóti í bága við regluna um frjálsa för Í áliti EFTA-dómstólsins segir að reglugerð Evrópuráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa áskilji ekki að reikna beri fæðingarorlofsgreiðslur á grundvelli tekna sem aflað var í öðru EES-ríki. Hins vegar skuli þó miða fjárhæð bóta, líkt og þeirra sem um ræðir í málinu sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, sem veittar eru farandlaunþega sem aðeins aflaði tekna í öðru EES-ríki á því tímabili sem miðað er við samkvæmt landslögum, við tekjur launþega með sambærilega starfsreynslu og hæfi og sem gegnir svipuðu starfi í því EES-ríki þar sem sótt er um bætur. Þannig megi launþegi ekki missa rétt sinn til almannatryggingabóta eða að fjárhæð slíkra bóta skerðist vegna þess að hann hafi nýtt rétt sinn til frjálsrar farar.
Fæðingarorlof EFTA Tryggingar Félagsmál Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira