Reikna verður með erlendum tekjum við útreikning fæðingarorlofs Árni Sæberg skrifar 29. júlí 2022 15:46 Páll Hreinsson, annar frá hægri, er forseti EFTA-dómstólsins. EFTA EFTA-dómstóllinn segir í nýbirtu ráðgefandi áliti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að óheimilt sé að binda útreikning fæðingarorlofsgreiðslna alfarið við tekjur sem aflað er hér á landi. Héraðsdómur óskaði eftir áliti EFTA-dómstólsins vegna máls íslenskrar konu sem nú er í meðferð dómsins. Konan hafði verið í framhaldsnámi í læknisfræði í Danmörku og starfaði þar í fullu starfi frá árinu 2015. Síðan flutti hún hingað til lands á meðan hún var barnshafandi um miðjan september 2019. Þá hóf hún störf hjá Landspítalanum í lok september 2019. Hinn 22. janúar 2020 lagði hún inn umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Umsókninni fylgdu launaseðlar frá Landspítalanum fyrir nóvember og desember 2019 auk staðfestingar frá Danmörku um búsetu hennar þar frá árinu 2015 og yfirlit þarlendra launagreiðslna. Hún fæddi barn 26. mars 2020. Fæðingarorlofssjóður samþykkti umsókn konunnar en greiðsluáætlun gerði aðeins ráð fyrir greiðslu 184 þúsund króna á mánuði. Fæðingarorlofssjóður hafði því ekki tekið tillit til tekna hennar í Danmörku við útreikning greiðslna. Það þýddi því að hún fengi aðeins lágmarksgreiðslu á fæðingarorlofstímanum, að því er segir í áliti EFTA-dómstólsins. Konan kærði miðurstöðu sjóðsins til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðuna og því höfðaði konan mál fyrir héraðsdómi til að hnekkja úrskurðinum. Brjóti í bága við regluna um frjálsa för Í áliti EFTA-dómstólsins segir að reglugerð Evrópuráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa áskilji ekki að reikna beri fæðingarorlofsgreiðslur á grundvelli tekna sem aflað var í öðru EES-ríki. Hins vegar skuli þó miða fjárhæð bóta, líkt og þeirra sem um ræðir í málinu sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, sem veittar eru farandlaunþega sem aðeins aflaði tekna í öðru EES-ríki á því tímabili sem miðað er við samkvæmt landslögum, við tekjur launþega með sambærilega starfsreynslu og hæfi og sem gegnir svipuðu starfi í því EES-ríki þar sem sótt er um bætur. Þannig megi launþegi ekki missa rétt sinn til almannatryggingabóta eða að fjárhæð slíkra bóta skerðist vegna þess að hann hafi nýtt rétt sinn til frjálsrar farar. Fæðingarorlof EFTA Tryggingar Félagsmál Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Héraðsdómur óskaði eftir áliti EFTA-dómstólsins vegna máls íslenskrar konu sem nú er í meðferð dómsins. Konan hafði verið í framhaldsnámi í læknisfræði í Danmörku og starfaði þar í fullu starfi frá árinu 2015. Síðan flutti hún hingað til lands á meðan hún var barnshafandi um miðjan september 2019. Þá hóf hún störf hjá Landspítalanum í lok september 2019. Hinn 22. janúar 2020 lagði hún inn umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Umsókninni fylgdu launaseðlar frá Landspítalanum fyrir nóvember og desember 2019 auk staðfestingar frá Danmörku um búsetu hennar þar frá árinu 2015 og yfirlit þarlendra launagreiðslna. Hún fæddi barn 26. mars 2020. Fæðingarorlofssjóður samþykkti umsókn konunnar en greiðsluáætlun gerði aðeins ráð fyrir greiðslu 184 þúsund króna á mánuði. Fæðingarorlofssjóður hafði því ekki tekið tillit til tekna hennar í Danmörku við útreikning greiðslna. Það þýddi því að hún fengi aðeins lágmarksgreiðslu á fæðingarorlofstímanum, að því er segir í áliti EFTA-dómstólsins. Konan kærði miðurstöðu sjóðsins til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðuna og því höfðaði konan mál fyrir héraðsdómi til að hnekkja úrskurðinum. Brjóti í bága við regluna um frjálsa för Í áliti EFTA-dómstólsins segir að reglugerð Evrópuráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa áskilji ekki að reikna beri fæðingarorlofsgreiðslur á grundvelli tekna sem aflað var í öðru EES-ríki. Hins vegar skuli þó miða fjárhæð bóta, líkt og þeirra sem um ræðir í málinu sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, sem veittar eru farandlaunþega sem aðeins aflaði tekna í öðru EES-ríki á því tímabili sem miðað er við samkvæmt landslögum, við tekjur launþega með sambærilega starfsreynslu og hæfi og sem gegnir svipuðu starfi í því EES-ríki þar sem sótt er um bætur. Þannig megi launþegi ekki missa rétt sinn til almannatryggingabóta eða að fjárhæð slíkra bóta skerðist vegna þess að hann hafi nýtt rétt sinn til frjálsrar farar.
Fæðingarorlof EFTA Tryggingar Félagsmál Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira