Ágætt skyggni á Íslandsmiðum Lilja Alfreðsdóttir skrifar 29. júlí 2022 17:00 Það eru blikur á lofti í alþjóðahagkerfinu vegna verðbólguþrýstings og stríðsátaka. Ísland fer ekki varhluta af þessari stöðu og helsta viðfangsefni hagstjórnarinnar er að vinna bug á verðbólgunni og verja kaupmáttinn. Þrátt fyrir að óveðursský séu handan sjóndeildarhringsins, þá er engu að síður ágætt skyggni á Íslandsmiðum, þar sem nokkrar hagstærðir vinna með okkur. En lítum fyrst á stöðu og horfur alþjóðahagkerfisins: Seðlabankar hækka vexti og hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lækkar Seðlabankar heimsins hafa hækkað sína stýrivexti, líkt og sá íslenski en hér hafa vextir farið úr 0,75% í 4,75% í nokkrum skrefum frá maí 2021. Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti nýverið um 0,75% og standa þeir í um 2,5%. Á sama tíma hefur landsframleiðsla Bandaríkjanna dregist saman um 0,9% á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta annar ársfjórðungurinn þar sem mælist samdráttur. Þrátt fyrir það mælist atvinnuleysi í landinu aðeins 3,6% og því telur seðlabankastjórinn hagkerfið ekki komið í kreppu. Tiltrú þýska viðskiptalífsins á hagkerfinu þeirra hefur versnað talsvert vegna vaxandi ótta við verðbólgu og orkuskort. Þar sem framboð af orku og afhendingar hennar frá Rússlandi er ófyrirséð, skapar það mikla óvissu og dregur úr fjárfestingum og minnkar hagvöxt. Þetta getur leitt til alvarlegrar kreppu í Evrópu á næstu misserum. Ný hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom út í vikunni en þar var hagvaxtarspáin lækkuð. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að hagvöxturinn í ár verði 3,2 prósent og 2,9 prósent á næsta ári. Meginorsakirnar eru vaxandi verðbólga á heimsvísu og hægagangur í efnahagslífinu í Kína og Bandaríkjunum. Þó er vert að benda á að verð á hveiti hefur lækkað um nærri 40% frá hámarki sínu í maí. Olíuverð hefur einnig lækkað að undanförnu ásamt því að aðfangakeðjur eru að jafna sig. Þróttur í íslenska hagkerfinu Efnahagskerfið á Íslandi hefur tekið vel við sér eftir farsóttina. Drifkraftur hagkerfisins er góður og spár gera ráð fyrir miklum hagvexti í ár eða 5,1% og tæpum 3% árið 2023. Lausafjárstaða þjóðarbúsins er sterk og verulega hefur dregið úr atvinnuleysi. Ferðaþjónustan er mikilvægur þáttur í að drífa hagvöxtinn áfram en gert er ráð fyrir um 1,6 milljón ferðamanna heimsæki Ísland á þessu ári. Aðrar útflutningsgreinar hafa einnig dafnað vel eins og sjávarútvegur og stóriðja vegna mikilla verðhækkana á afurðum þessara atvinnugreina. Að sama skapi er einnig ánægjulegt að sjá að útflutningstekjur af hugverkaiðnaðnum hafa aukist eða farið úr því að nema tæpum 8% af gjaldeyristekjum í rúm 16% á síðustu árum. Þessi þróun er mikilvæg og fjölgar stoðunum undir utanríkisviðskiptum landsins. Kaupmáttur launa allra á Íslandi hækkaði á árinu 2021 og þær skattalegu aðgerðir sem hefur verið hrint í framkvæmd miða allar að því að draga úr skattbyrði hjá þeim sem lægstar tekjur hafa. Á Covid-tímanum jókst kaupmáttur um 4,4% að raunvirði og var það í samræmi við fyrirætlanir stjórnvalda að verja efnahag heimila og fyrirtækja við upphaf farsóttarinnar. Í stuttu máli má segja að vel hafi tekist til. Atvinnuleysi mælist nú um 3,8% og skuldir heimilanna hafa lækkað. Að auki er gert ráð fyrir að aðhaldssamri peningastefna og ríkisfjármál muni leiða til þess að á næsta ári lækki verðbólgan. Þættir sem vinna með Íslandi Í nágrannalöndunum er mikill ótti við að fram undan sé tímabil samspils stöðnunar og verðbólgu (e. stagflation). Sem stendur eru engin merki eru uppi um slíka stöðnun í okkar hagkerfi. Nokkrir veigamiklir þættir ættu einnig að vinna með efnahagskerfinu. Í fyrsta lagi eru heildarskuldir ríkissjóðs rúmlega 40% af landsframleiðslu, en til samanburðar eru skuldir Þýskalands um 60% og Ítalíu um 140%. Áætlað er að skuldahlutfall ríkissjóðs verði komið í 33,4% í árslok 2023. Erlendar skuldir ríkissjóðs eru mjög lágar og auk þess er hrein erlend staða þjóðarbúsins með allra besta móti í ljósi mikilla eigna hagkerfisins erlendis. Í öðru lagi er Ísland með sjálfstæða peningastefnu sem þýðir að við getum hreyft stýrivexti hraðar en mörg önnur ríki og sér í lagi í samanburði við þau sem eru aðilar að myntbandalagi Evrópu. Þess má geta að verðbólga innan einstakra ríkja bandalagsins nemur allt að 20%. Ítalía greiðir 1,9 prósentustigum meira en Þýskaland í vöxtum af láni til tíu ára, nærri tvöfalt meira en sem nemur álaginu í ársbyrjun 2021. Ljóst er að sama vaxtastefnan á ekki við öll ríki Evrópusambandsins og munu þau skuldsettustu geta lent í verulegum erfiðleikum. Í þriðja lagi, vegna góðs gengis útflutningsgreinanna, hefur gjaldmiðillinn okkar staðist ágjöfina sem felst í óvissunni og hefur verið stöðugur. Í fjórða lagi er Ísland stórframleiðandi á þeim vörum sem vöntun er á; annars vegar matvælum og hins vegar orku. Sökum þessa er verðbólgan minni en ella væri. Að lokum, þá hefur hagstjórnin verið sveigjanleg undanfarið og verið í aðstöðu til að nýta ríkisfjármálin til að styðja við hagkerfið á farsóttartímum. Nú þarf að draga úr þátttöku þess í útgjöldum og fjárfestingum til að halda aftur af verðbólgunni. Þannig að segja má að staðan sé nokkuð ásættanleg. Næstu aðgerðir í efnahagsstjórninni munu allar miða að því að ná utan um verðbólguna og ef allir leggjast á árarnar í þeirri vegferð, þá mun okkur farnast vel. Hins vegar er það alveg ljóst í mínum huga að byrðarnar þurfa að dreifast jafnt í samfélaginu. Heimili landsins eru hornsteinn samfélagsins og því verður að vera í forgangi að verja þau. Höfundur er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í alþjóðahagkerfinu vegna verðbólguþrýstings og stríðsátaka. Ísland fer ekki varhluta af þessari stöðu og helsta viðfangsefni hagstjórnarinnar er að vinna bug á verðbólgunni og verja kaupmáttinn. Þrátt fyrir að óveðursský séu handan sjóndeildarhringsins, þá er engu að síður ágætt skyggni á Íslandsmiðum, þar sem nokkrar hagstærðir vinna með okkur. En lítum fyrst á stöðu og horfur alþjóðahagkerfisins: Seðlabankar hækka vexti og hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lækkar Seðlabankar heimsins hafa hækkað sína stýrivexti, líkt og sá íslenski en hér hafa vextir farið úr 0,75% í 4,75% í nokkrum skrefum frá maí 2021. Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti nýverið um 0,75% og standa þeir í um 2,5%. Á sama tíma hefur landsframleiðsla Bandaríkjanna dregist saman um 0,9% á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta annar ársfjórðungurinn þar sem mælist samdráttur. Þrátt fyrir það mælist atvinnuleysi í landinu aðeins 3,6% og því telur seðlabankastjórinn hagkerfið ekki komið í kreppu. Tiltrú þýska viðskiptalífsins á hagkerfinu þeirra hefur versnað talsvert vegna vaxandi ótta við verðbólgu og orkuskort. Þar sem framboð af orku og afhendingar hennar frá Rússlandi er ófyrirséð, skapar það mikla óvissu og dregur úr fjárfestingum og minnkar hagvöxt. Þetta getur leitt til alvarlegrar kreppu í Evrópu á næstu misserum. Ný hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom út í vikunni en þar var hagvaxtarspáin lækkuð. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að hagvöxturinn í ár verði 3,2 prósent og 2,9 prósent á næsta ári. Meginorsakirnar eru vaxandi verðbólga á heimsvísu og hægagangur í efnahagslífinu í Kína og Bandaríkjunum. Þó er vert að benda á að verð á hveiti hefur lækkað um nærri 40% frá hámarki sínu í maí. Olíuverð hefur einnig lækkað að undanförnu ásamt því að aðfangakeðjur eru að jafna sig. Þróttur í íslenska hagkerfinu Efnahagskerfið á Íslandi hefur tekið vel við sér eftir farsóttina. Drifkraftur hagkerfisins er góður og spár gera ráð fyrir miklum hagvexti í ár eða 5,1% og tæpum 3% árið 2023. Lausafjárstaða þjóðarbúsins er sterk og verulega hefur dregið úr atvinnuleysi. Ferðaþjónustan er mikilvægur þáttur í að drífa hagvöxtinn áfram en gert er ráð fyrir um 1,6 milljón ferðamanna heimsæki Ísland á þessu ári. Aðrar útflutningsgreinar hafa einnig dafnað vel eins og sjávarútvegur og stóriðja vegna mikilla verðhækkana á afurðum þessara atvinnugreina. Að sama skapi er einnig ánægjulegt að sjá að útflutningstekjur af hugverkaiðnaðnum hafa aukist eða farið úr því að nema tæpum 8% af gjaldeyristekjum í rúm 16% á síðustu árum. Þessi þróun er mikilvæg og fjölgar stoðunum undir utanríkisviðskiptum landsins. Kaupmáttur launa allra á Íslandi hækkaði á árinu 2021 og þær skattalegu aðgerðir sem hefur verið hrint í framkvæmd miða allar að því að draga úr skattbyrði hjá þeim sem lægstar tekjur hafa. Á Covid-tímanum jókst kaupmáttur um 4,4% að raunvirði og var það í samræmi við fyrirætlanir stjórnvalda að verja efnahag heimila og fyrirtækja við upphaf farsóttarinnar. Í stuttu máli má segja að vel hafi tekist til. Atvinnuleysi mælist nú um 3,8% og skuldir heimilanna hafa lækkað. Að auki er gert ráð fyrir að aðhaldssamri peningastefna og ríkisfjármál muni leiða til þess að á næsta ári lækki verðbólgan. Þættir sem vinna með Íslandi Í nágrannalöndunum er mikill ótti við að fram undan sé tímabil samspils stöðnunar og verðbólgu (e. stagflation). Sem stendur eru engin merki eru uppi um slíka stöðnun í okkar hagkerfi. Nokkrir veigamiklir þættir ættu einnig að vinna með efnahagskerfinu. Í fyrsta lagi eru heildarskuldir ríkissjóðs rúmlega 40% af landsframleiðslu, en til samanburðar eru skuldir Þýskalands um 60% og Ítalíu um 140%. Áætlað er að skuldahlutfall ríkissjóðs verði komið í 33,4% í árslok 2023. Erlendar skuldir ríkissjóðs eru mjög lágar og auk þess er hrein erlend staða þjóðarbúsins með allra besta móti í ljósi mikilla eigna hagkerfisins erlendis. Í öðru lagi er Ísland með sjálfstæða peningastefnu sem þýðir að við getum hreyft stýrivexti hraðar en mörg önnur ríki og sér í lagi í samanburði við þau sem eru aðilar að myntbandalagi Evrópu. Þess má geta að verðbólga innan einstakra ríkja bandalagsins nemur allt að 20%. Ítalía greiðir 1,9 prósentustigum meira en Þýskaland í vöxtum af láni til tíu ára, nærri tvöfalt meira en sem nemur álaginu í ársbyrjun 2021. Ljóst er að sama vaxtastefnan á ekki við öll ríki Evrópusambandsins og munu þau skuldsettustu geta lent í verulegum erfiðleikum. Í þriðja lagi, vegna góðs gengis útflutningsgreinanna, hefur gjaldmiðillinn okkar staðist ágjöfina sem felst í óvissunni og hefur verið stöðugur. Í fjórða lagi er Ísland stórframleiðandi á þeim vörum sem vöntun er á; annars vegar matvælum og hins vegar orku. Sökum þessa er verðbólgan minni en ella væri. Að lokum, þá hefur hagstjórnin verið sveigjanleg undanfarið og verið í aðstöðu til að nýta ríkisfjármálin til að styðja við hagkerfið á farsóttartímum. Nú þarf að draga úr þátttöku þess í útgjöldum og fjárfestingum til að halda aftur af verðbólgunni. Þannig að segja má að staðan sé nokkuð ásættanleg. Næstu aðgerðir í efnahagsstjórninni munu allar miða að því að ná utan um verðbólguna og ef allir leggjast á árarnar í þeirri vegferð, þá mun okkur farnast vel. Hins vegar er það alveg ljóst í mínum huga að byrðarnar þurfa að dreifast jafnt í samfélaginu. Heimili landsins eru hornsteinn samfélagsins og því verður að vera í forgangi að verja þau. Höfundur er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun