Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 14:22 Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. Ekkert lát hefur verið á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga, en frá miðnætti hafa sautján skjálftar yfir þrír að stærð orðið á svæðinu. Sá stærsti mældist 4,2 og varð klukkan sex mínútur yfir fjögur í nótt, þrjá kílómetra aust-norðaustur af Fagradalsfjalli. Skjálftar gærdagsins voru að mælast á um fimm til sjö kílómetra dýpi. „Það virðist vera að skjálftarnir hafi heldur grynnkað og séu nú að mælast á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi, flestir af þessum stærri skjálftum sem við höfum verið að mæla,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Er það merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu, hvernig má lesa í það? „Já, það má túlka það á þann hátt að þetta kvikuhlaup sem er þarna neðanjarðar sé mögulega komið hærra upp í jarðskorpunni og sé núna mögulega á þessu tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. GPS-mælingar okkar á svæðinu gefa til kynna að líklega er þetta kvikuinnskot sem er þarna á tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Skjálftavirknin heldur bara áfram og kemur bara í hviðum á meðan að þetta kvikuinnskot er að finna sér einhvern farveg þarna undir jarðskorpunni.“ Veðurstofunni hafa borist margar tilkynningar frá fólki sem fylgst hefur með vefmyndavélum á svæðinu, sem telur sig hafa séð ýmislegt, til að mynda reyk, eða jafnvel kviku. „Mögulega er einhver hiti þarna í hrauninu og það gæti hafa verið einhver uppgufun í nótt. Ég var nú ekki hérna sjálfur í nótt og sá ekki þessar myndir, en það er allavega ekki kvika að flæða á yfirborðinu,“ segir Einar. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Ekkert lát hefur verið á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga, en frá miðnætti hafa sautján skjálftar yfir þrír að stærð orðið á svæðinu. Sá stærsti mældist 4,2 og varð klukkan sex mínútur yfir fjögur í nótt, þrjá kílómetra aust-norðaustur af Fagradalsfjalli. Skjálftar gærdagsins voru að mælast á um fimm til sjö kílómetra dýpi. „Það virðist vera að skjálftarnir hafi heldur grynnkað og séu nú að mælast á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi, flestir af þessum stærri skjálftum sem við höfum verið að mæla,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Er það merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu, hvernig má lesa í það? „Já, það má túlka það á þann hátt að þetta kvikuhlaup sem er þarna neðanjarðar sé mögulega komið hærra upp í jarðskorpunni og sé núna mögulega á þessu tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. GPS-mælingar okkar á svæðinu gefa til kynna að líklega er þetta kvikuinnskot sem er þarna á tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Skjálftavirknin heldur bara áfram og kemur bara í hviðum á meðan að þetta kvikuinnskot er að finna sér einhvern farveg þarna undir jarðskorpunni.“ Veðurstofunni hafa borist margar tilkynningar frá fólki sem fylgst hefur með vefmyndavélum á svæðinu, sem telur sig hafa séð ýmislegt, til að mynda reyk, eða jafnvel kviku. „Mögulega er einhver hiti þarna í hrauninu og það gæti hafa verið einhver uppgufun í nótt. Ég var nú ekki hérna sjálfur í nótt og sá ekki þessar myndir, en það er allavega ekki kvika að flæða á yfirborðinu,“ segir Einar.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira