Skjálftinn er sá fimmti, á eða yfir 4,0 að stærð, sem mælst hefur síðan á miðnætti. Klukkan hálf sjö í morgun varð kröftugur skjálfti sem mældist 4,7 að stærð.
Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan tólf mínútur í sex í gærkvöldi og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir hafa verið að mælast á grynnra dýpi sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups.
Fréttin hefur verið uppfærð.