„Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. ágúst 2022 12:09 Náttúruvársérfræðingar á Veðurstofunni bíða eftir gögnum um aflögun, sem varpað gætu betra ljósi á aðstæður. Vísir/Egill Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti - þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Jarðskjálftahrinan hófst um hádegisbil á laugardag og hefur haldið áfram nánast óslitið síðan. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi og var 5,4 á Richter. Fimm skjálftar yfir 4,0 hafa mælst síðan á miðnætti. Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga, segir í samtali við fréttastofu að um ákafa innskotahrinu sé að ræða. „Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum og líklega er þetta í kringum ganginn sem myndaðist áður en það gaus í mars í fyrra. En jarðskjálftavirknin er samt víðar, hún er líka vestur af Þorbirni þar sem innskotið myndaðist í desember síðastliðnum. Það er líka talsverð jarðskjálftavirkni við Kleifarvatn,“ segir Sigurlaug. Bendi til þess að kvika sé á ferðinni Hún segir erfitt að segja til um hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið en skjálftarnir verða ekki alltaf nákvæmlega þar sem kvikan er, heldur þar sem spennan er almennt mest. Hún telur að búast megi við áframhaldandi virkni. „Það bendir til þess að kvika sé á ferðinni og alveg gæti verið von á stórum skjálftum svona í kringum fjóra - jafnvel meira núna næstu klukkutímana eða næstu daga. Annars verðum við bara að bíða og sjá hvort þetta gengur niður eða heldur áfram,“ segir Sigurlaug. Aðspurð hvort að skyndileg minnkun á jarðskjálftavirkni sé fyrirboði eldgoss segir hún að mörg dæmi séu til um slíkan aðdraganda. Minni virkni tímabundið þýði þó alls ekki að eldgos sé tvímælalaust í vændum. „Þegar við höfum séð eldgos sem verða ekki undir jökli þá dregur úr virkninni svona nokkrum klukkutímum fyrir gos og það er líklega vegna þess að jarðskjálftar verða síður mjög grunnt í jarðskorpunni. Hún er ekki jafn stökk og það myndast ekki skjálftar þar, þannig að ef að kvikubroddurinn er að færast nær yfirborði þá já, þá hefur það oft gerst að það dregur úr skjálftavirkninni. En skjálftavirknin, þó að kvikan sé að ferðast núna á einhverra kílómetra dýpi þá gerist það að hún detti samt niður á milli. Þetta treðst áfram og svo er hlé og svo treðst það áfram, þannig að þó að þetta hafi dottið niður núna í augnablikinu þá getur vel verið að þetta haldi svona áfram,“ segir Sigurlaug. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. 1. ágúst 2022 11:08 Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. 31. júlí 2022 23:43 Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Jarðskjálftahrinan hófst um hádegisbil á laugardag og hefur haldið áfram nánast óslitið síðan. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi og var 5,4 á Richter. Fimm skjálftar yfir 4,0 hafa mælst síðan á miðnætti. Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga, segir í samtali við fréttastofu að um ákafa innskotahrinu sé að ræða. „Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum og líklega er þetta í kringum ganginn sem myndaðist áður en það gaus í mars í fyrra. En jarðskjálftavirknin er samt víðar, hún er líka vestur af Þorbirni þar sem innskotið myndaðist í desember síðastliðnum. Það er líka talsverð jarðskjálftavirkni við Kleifarvatn,“ segir Sigurlaug. Bendi til þess að kvika sé á ferðinni Hún segir erfitt að segja til um hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið en skjálftarnir verða ekki alltaf nákvæmlega þar sem kvikan er, heldur þar sem spennan er almennt mest. Hún telur að búast megi við áframhaldandi virkni. „Það bendir til þess að kvika sé á ferðinni og alveg gæti verið von á stórum skjálftum svona í kringum fjóra - jafnvel meira núna næstu klukkutímana eða næstu daga. Annars verðum við bara að bíða og sjá hvort þetta gengur niður eða heldur áfram,“ segir Sigurlaug. Aðspurð hvort að skyndileg minnkun á jarðskjálftavirkni sé fyrirboði eldgoss segir hún að mörg dæmi séu til um slíkan aðdraganda. Minni virkni tímabundið þýði þó alls ekki að eldgos sé tvímælalaust í vændum. „Þegar við höfum séð eldgos sem verða ekki undir jökli þá dregur úr virkninni svona nokkrum klukkutímum fyrir gos og það er líklega vegna þess að jarðskjálftar verða síður mjög grunnt í jarðskorpunni. Hún er ekki jafn stökk og það myndast ekki skjálftar þar, þannig að ef að kvikubroddurinn er að færast nær yfirborði þá já, þá hefur það oft gerst að það dregur úr skjálftavirkninni. En skjálftavirknin, þó að kvikan sé að ferðast núna á einhverra kílómetra dýpi þá gerist það að hún detti samt niður á milli. Þetta treðst áfram og svo er hlé og svo treðst það áfram, þannig að þó að þetta hafi dottið niður núna í augnablikinu þá getur vel verið að þetta haldi svona áfram,“ segir Sigurlaug.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. 1. ágúst 2022 11:08 Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. 31. júlí 2022 23:43 Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. 1. ágúst 2022 11:08
Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. 31. júlí 2022 23:43
Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56