Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 12:25 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. Hópurinn sem samanstendur af ráðuneytisstjórum nokkurra ráðuneyta fundar með almannavörnum í dag til þess að fara yfir stöðuna vegna jarðhræringanna. Þetta er sami hópur og kom saman í kringum eldgosið í Fagradalsfjalli í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fundinn í dag fyrst og fremst hugsaðan til samhæfingar og upplýsinga. Hann segir að ýmsu að huga vegna mikilvægra innviða á svæðinu og ræddi áhrif á mögulegan flugvöll í Hvassahrauni við Morgunblaðið í dag. Í samtali við fréttastofu bendir hann á að í haust sé von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár og telur Sigurður Ingi að jarðhræringarnar gætu haft áhrif á næstu skref. „Ég held að þó að maður sé ekki jarðfræðingur eða sérfræðingur að þá sé það nokkuð ljóst miðað við hvernig menn hafa talað um að við þurfum að undirbúa okkur undir nýjan veruleika og að við séum að sjá í lengri tíma jarðhræringar, eða jarðskjálftavirkni eða eitthvað slíkt, minnki einfaldlega líkurnar á því að uppbygging á þessu svæði sé talin líkleg,“ segir Sigurður en bætir við að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Er þá líka hægt að segja að það séu auknar líkur á því að flugvöllur verði áfram í Reykjavík til lengri tíma? „Ég hef allan tímann sagt að jafnvel þó að það verði jákvætt að byggja upp í Hvassahrauni myndi það taka fimmtán til tuttugu ár og það er mikilvægt að menn horfist í augu við það. Ég er sannfærður um að á næstu fimm til sjö árum muni ýmislegt breytast í fluginu með tilkomu rafmagnsflugvéla og ég held kannski að við ættum í ljósi stöðunnar sem er að koma upp á Reykjanesinu, verandi með okkar lang stærsta alþjóðlega flugvöll þar og mikla innviði, að anda með nefinu,“ segir Sigurður. „Við getum bætt í innviðina á Egilsstöðum og á Akureyri hvað varðar flugið og við getum byggt upp flugstöð í Reykjavík til þess að hafa betri þjónustu og sterkari innviði.“ Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í samgöngunefnd Alþingis sagðist í samtali við Fréttablaðið í dag telja að kanna eigi möguleikann á flugstæði á Mýrum í Borgarnesi. Sigurður Ingi segir þetta geta komið til skoðunar. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt, það hefur aðallega verið skoðað í Flóanum sunnan við Selfoss. Einnig hafa menn verið með hugmyndir um flugvöll í Rangárvallasýslu og það er hugsanlegt að það væri líka hægt á Mýrum. En við höfum unnið samkvæmt því að það þurfi að vera tveir alþjóðlegir flugvellir vestan Hellisheiðar og þess vegna hafa menn verið að leita leiða til að finna einhvern annan völl hugsanlega í stað Reykjavíkurflugvallar og ég hef sagt að við verðum að halda Reykjavíkurflugvelli þangað til að slíkur flugvöllur finnst. Ef hann finnst ekki og ef menn eru tilbúnir að skoða hvort slíkt þurfi vestan Hellisheiðar þurfum við að fara í eitthvert slíkt staðarval.“ Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Hópurinn sem samanstendur af ráðuneytisstjórum nokkurra ráðuneyta fundar með almannavörnum í dag til þess að fara yfir stöðuna vegna jarðhræringanna. Þetta er sami hópur og kom saman í kringum eldgosið í Fagradalsfjalli í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fundinn í dag fyrst og fremst hugsaðan til samhæfingar og upplýsinga. Hann segir að ýmsu að huga vegna mikilvægra innviða á svæðinu og ræddi áhrif á mögulegan flugvöll í Hvassahrauni við Morgunblaðið í dag. Í samtali við fréttastofu bendir hann á að í haust sé von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár og telur Sigurður Ingi að jarðhræringarnar gætu haft áhrif á næstu skref. „Ég held að þó að maður sé ekki jarðfræðingur eða sérfræðingur að þá sé það nokkuð ljóst miðað við hvernig menn hafa talað um að við þurfum að undirbúa okkur undir nýjan veruleika og að við séum að sjá í lengri tíma jarðhræringar, eða jarðskjálftavirkni eða eitthvað slíkt, minnki einfaldlega líkurnar á því að uppbygging á þessu svæði sé talin líkleg,“ segir Sigurður en bætir við að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Er þá líka hægt að segja að það séu auknar líkur á því að flugvöllur verði áfram í Reykjavík til lengri tíma? „Ég hef allan tímann sagt að jafnvel þó að það verði jákvætt að byggja upp í Hvassahrauni myndi það taka fimmtán til tuttugu ár og það er mikilvægt að menn horfist í augu við það. Ég er sannfærður um að á næstu fimm til sjö árum muni ýmislegt breytast í fluginu með tilkomu rafmagnsflugvéla og ég held kannski að við ættum í ljósi stöðunnar sem er að koma upp á Reykjanesinu, verandi með okkar lang stærsta alþjóðlega flugvöll þar og mikla innviði, að anda með nefinu,“ segir Sigurður. „Við getum bætt í innviðina á Egilsstöðum og á Akureyri hvað varðar flugið og við getum byggt upp flugstöð í Reykjavík til þess að hafa betri þjónustu og sterkari innviði.“ Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknar í samgöngunefnd Alþingis sagðist í samtali við Fréttablaðið í dag telja að kanna eigi möguleikann á flugstæði á Mýrum í Borgarnesi. Sigurður Ingi segir þetta geta komið til skoðunar. „Það hefur ekki verið sérstaklega rætt, það hefur aðallega verið skoðað í Flóanum sunnan við Selfoss. Einnig hafa menn verið með hugmyndir um flugvöll í Rangárvallasýslu og það er hugsanlegt að það væri líka hægt á Mýrum. En við höfum unnið samkvæmt því að það þurfi að vera tveir alþjóðlegir flugvellir vestan Hellisheiðar og þess vegna hafa menn verið að leita leiða til að finna einhvern annan völl hugsanlega í stað Reykjavíkurflugvallar og ég hef sagt að við verðum að halda Reykjavíkurflugvelli þangað til að slíkur flugvöllur finnst. Ef hann finnst ekki og ef menn eru tilbúnir að skoða hvort slíkt þurfi vestan Hellisheiðar þurfum við að fara í eitthvert slíkt staðarval.“
Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira