Eldgos hafið við Fagradalsfjall Ritstjórn skrifar 3. ágúst 2022 13:34 Göngugarpar nutu sín vel nærri gosinu í dag. Eyþór Árnason Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Jarðeldar sáust greinilega á vefmyndavélum frá svæðinu og staðfestu sérfræðingar Veðurstofunnar í framhaldinu að um eldgos væri að ræða. Samkvæmt þeim er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi.Vísir/Sara Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosið sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. Gostungan teygir sig um fimm hundruð metra og kvikustrókurinn er um tíu til fimmtán metrar. Sprungan teygir sig frá norðnorðvestur af Meradölum og upp fyrir hæðina þar fyrir norðan. Almenningur er beðinn um að halda sig fjarri gossvæðinu á meðan viðbragðsaðilar eru að ná áttum, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar. Horfa má á brot úr útsendingu Vísis frá gosstöðvunum í spilaranum. Fylgst er með nýjustu vendingum í vaktinni hér að neðan.
Samkvæmt þeim er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi.Vísir/Sara Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir gosið sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. Gostungan teygir sig um fimm hundruð metra og kvikustrókurinn er um tíu til fimmtán metrar. Sprungan teygir sig frá norðnorðvestur af Meradölum og upp fyrir hæðina þar fyrir norðan. Almenningur er beðinn um að halda sig fjarri gossvæðinu á meðan viðbragðsaðilar eru að ná áttum, að því er fram kemur í færslu lögreglunnar. Horfa má á brot úr útsendingu Vísis frá gosstöðvunum í spilaranum. Fylgst er með nýjustu vendingum í vaktinni hér að neðan.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira