„Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. ágúst 2022 16:17 Guðrún Lára ásamt eiginmanni sínum Trausta Gunnarssyni. Guðrún Lára Pálmadóttir Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. Guðrún Lára Pálmadóttir var að keyra með eiginmanni sínum, Trausta Gunnarssyni, nálægt Nátthaga þegar þau komu auga á gosstrók nálægt Fagradalsfjalli. Þau kíktu á fréttamiðla og sáu að gos var hafið, ákváðu að leggja bílnum og ganga af stað. Þegar fréttastofa náði tali af Guðrúnu stóð hún á Langahrygg og horfði á þetta glænýja eldgos. „Þetta virðist frekar lítið gos. Frekar lítil sprunga og stutt,“ segir Guðrún. „Það er mjög stíf norðaustanátt sem blæs öllum gösum til suðausturs og alveg frá okkur. Þannig það er engin mengun þar sem við erum. Erum kannski kílómetra frá sprungunni. Fólk er að fara enn þá nær en við ákváðum að gera það ekki, ef vindurinn skildi snúast eitthvað, þá myndum við lenda í bobba.“ Útsýnið frá Langahrygg.Guðrún Lára Pálmadóttir Þau hjónin eru með þeim fyrstu til að fá að berja augum á þetta nýja eldgos en Guðrún áætlar að þau hafi séð um fimmtíu manns ganga í átt að gosstöðvunum á meðan þau voru á leiðinni þangað. „Við fengum SMS um að fólk ætti ekki að fara nær því það væri eldgos. Það kom ekki fyrr en klukkutíma og þremur korterum eftir að eldgosið hófst og þá vorum við mætt,“ segir Guðrún og hlær. Guðrún er sjálf menntuð sem jarðfræðingur en starfar hjá Ferðamálastofu. Hún er þó í sumarfríi þessa dagana og fóru hún og eiginmaður hennar saman til þess að kanna góðar gönguleiðir ef það skildi gjósa. Hún bjóst þó ekki við því að það myndi byrja að gjósa rétt á meðan hún væri á svæðinu. „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu. Maður á ekki von á þessu aftur,“ segir Guðrún. Hún hvetur þá sem eru lagðir af stað í átt að gosinu að ekki fara svokallaðar A og B-leiðir en ekki er hægt að komast að gosinu þar nema að labba fram hjá gömlu gosstöðvunum. Sú ganga myndi taka um fjóra tíma í staðinn fyrir klukkutíma. Rétt er að minna á að almannavarnir hafa varað fólk við því að ganga í átt að gosstöðvunum vegna hættu á gasmengun. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Guðrún Lára Pálmadóttir var að keyra með eiginmanni sínum, Trausta Gunnarssyni, nálægt Nátthaga þegar þau komu auga á gosstrók nálægt Fagradalsfjalli. Þau kíktu á fréttamiðla og sáu að gos var hafið, ákváðu að leggja bílnum og ganga af stað. Þegar fréttastofa náði tali af Guðrúnu stóð hún á Langahrygg og horfði á þetta glænýja eldgos. „Þetta virðist frekar lítið gos. Frekar lítil sprunga og stutt,“ segir Guðrún. „Það er mjög stíf norðaustanátt sem blæs öllum gösum til suðausturs og alveg frá okkur. Þannig það er engin mengun þar sem við erum. Erum kannski kílómetra frá sprungunni. Fólk er að fara enn þá nær en við ákváðum að gera það ekki, ef vindurinn skildi snúast eitthvað, þá myndum við lenda í bobba.“ Útsýnið frá Langahrygg.Guðrún Lára Pálmadóttir Þau hjónin eru með þeim fyrstu til að fá að berja augum á þetta nýja eldgos en Guðrún áætlar að þau hafi séð um fimmtíu manns ganga í átt að gosstöðvunum á meðan þau voru á leiðinni þangað. „Við fengum SMS um að fólk ætti ekki að fara nær því það væri eldgos. Það kom ekki fyrr en klukkutíma og þremur korterum eftir að eldgosið hófst og þá vorum við mætt,“ segir Guðrún og hlær. Guðrún er sjálf menntuð sem jarðfræðingur en starfar hjá Ferðamálastofu. Hún er þó í sumarfríi þessa dagana og fóru hún og eiginmaður hennar saman til þess að kanna góðar gönguleiðir ef það skildi gjósa. Hún bjóst þó ekki við því að það myndi byrja að gjósa rétt á meðan hún væri á svæðinu. „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu. Maður á ekki von á þessu aftur,“ segir Guðrún. Hún hvetur þá sem eru lagðir af stað í átt að gosinu að ekki fara svokallaðar A og B-leiðir en ekki er hægt að komast að gosinu þar nema að labba fram hjá gömlu gosstöðvunum. Sú ganga myndi taka um fjóra tíma í staðinn fyrir klukkutíma. Rétt er að minna á að almannavarnir hafa varað fólk við því að ganga í átt að gosstöðvunum vegna hættu á gasmengun.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01
Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55
Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04
Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47