Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 21:30 Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Egill Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. „Það vill nú svo til að ég var á heilmiklu ferðalagi um Grindavík í morgun og hitti þar fullt af fólki. Þar bar auðvitað á góma jarðskjálftarnir, framhaldið og allt þetta og það var eiginlega bara samhljómur hjá íbúum um að vonandi færi að gjósa sem fyrst, úr því þetta ætti að fara að koma. Þá myndu þessir jarðskjálftar hætta.“ Grindvíkingar bundu líka vonir við að eldgosið yrði á góðum stað. „Þetta telst nú vera góður staður. Fjær Grindavík en áður og hætt að búnka þarna upp miklu hrauni. Þannig að ég held að það sé rólegt yfir íbúum bæjarins hvað þetta varðar.“ Fannar varaði við því að eldgosið væri stærra og hættulegra en gosið í fyrra og að fólk þyrfti að fara varlega og vera vel útbúið. Sjá einnig: Töluvert stærra gos og virðist byrja af meiri krafti Þegar rætt var við Fannar í fréttum Stöðvar 2 sagði hann nýbúið að senda út skilaboð um eldgosið og að þá hefðu verið um átta þúsund símar á svæðinu. Margir væru augljóslega í Grindavík en það væru samt mjög margir við eldstöðvarnar. Fannar sagði erfiðara fyrir björgunarsveitir og viðbragðsaðila til að komast að eldstöðvunum, miðað við gosið í fyrra, og að aukinn viðbragðstími væri áhyggjuefni. „Það er alveg víst að það verða meiðsli, og það mörg eins og gerðist síðast. Það þarf að fara mjög gætilega,“ sagði Fannar. Varðandi mögulegan ávinning af eldgosinu og mögulegu flæði ferðamanna, sagði Fannar að líklega myndu væntanlega góðar tekjur rata í ríkissjóð. Grindavíkurbær bæri hins vegar mikinn kostnað af jarðhræringunum. „Hann nemur tugum milljóna, þannig að við berum hitann og þungann af þessu öllu saman og landeigendur hérna líka,“ sagði Fannar. Hann sagði helsta áhyggjuefnið þó vera öryggi ferðamanna „Og það er ekki hægt að tryggja án þess að fólk hlýði fyrirmælum yfirvalda og lögreglunnar og sé ekki að fara hérna illa búið. Ég sá hérna fjölskyldu leggja af stað áðan með svona tvö átta ára börn,“ sagði Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Það vill nú svo til að ég var á heilmiklu ferðalagi um Grindavík í morgun og hitti þar fullt af fólki. Þar bar auðvitað á góma jarðskjálftarnir, framhaldið og allt þetta og það var eiginlega bara samhljómur hjá íbúum um að vonandi færi að gjósa sem fyrst, úr því þetta ætti að fara að koma. Þá myndu þessir jarðskjálftar hætta.“ Grindvíkingar bundu líka vonir við að eldgosið yrði á góðum stað. „Þetta telst nú vera góður staður. Fjær Grindavík en áður og hætt að búnka þarna upp miklu hrauni. Þannig að ég held að það sé rólegt yfir íbúum bæjarins hvað þetta varðar.“ Fannar varaði við því að eldgosið væri stærra og hættulegra en gosið í fyrra og að fólk þyrfti að fara varlega og vera vel útbúið. Sjá einnig: Töluvert stærra gos og virðist byrja af meiri krafti Þegar rætt var við Fannar í fréttum Stöðvar 2 sagði hann nýbúið að senda út skilaboð um eldgosið og að þá hefðu verið um átta þúsund símar á svæðinu. Margir væru augljóslega í Grindavík en það væru samt mjög margir við eldstöðvarnar. Fannar sagði erfiðara fyrir björgunarsveitir og viðbragðsaðila til að komast að eldstöðvunum, miðað við gosið í fyrra, og að aukinn viðbragðstími væri áhyggjuefni. „Það er alveg víst að það verða meiðsli, og það mörg eins og gerðist síðast. Það þarf að fara mjög gætilega,“ sagði Fannar. Varðandi mögulegan ávinning af eldgosinu og mögulegu flæði ferðamanna, sagði Fannar að líklega myndu væntanlega góðar tekjur rata í ríkissjóð. Grindavíkurbær bæri hins vegar mikinn kostnað af jarðhræringunum. „Hann nemur tugum milljóna, þannig að við berum hitann og þungann af þessu öllu saman og landeigendur hérna líka,“ sagði Fannar. Hann sagði helsta áhyggjuefnið þó vera öryggi ferðamanna „Og það er ekki hægt að tryggja án þess að fólk hlýði fyrirmælum yfirvalda og lögreglunnar og sé ekki að fara hérna illa búið. Ég sá hérna fjölskyldu leggja af stað áðan með svona tvö átta ára börn,“ sagði Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51
Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34
„Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17