Þau hafa alla tíð talað opinskátt um frjósemisvegferð sína, bæði með sín fyrri börn og nú: „Síðustu ár hafa vægast sagt verið í móðu tilfinninga en gleði hefur fyllt heimilið okkar og hjörtu á ný. Billjón sprautum síðar (í fótinn upp á síðkastið líkt og þið sjáið!) erum við með annað á leiðinni,“ sagði hún í færslu sinni og vitnar þar í frjósemismeðferðina.
Stressuð en vongóð
„Í hverjum læknistíma hef ég sagt við sjálfa mig: „Allt í lagi ef það er heilbrigt í dag tilkynni ég.“ En síðan anda ég léttar við að heyra hjartslátt og ákveð að ég sé ennþá of stressuð. Ég held að ég muni aldrei labba út úr tíma með meiri spennu en stress en hingað til er allt fullkomið og fallegt og ég er vongóð og líður vel. Allt í lagi, vá hvað það er búið að vera erfitt að halda þessu inni svona lengi!“ segir hún einnig í tilkynningunni.
Fyrirsætan og tónlistarmaðurinn hafa verið gift síðan árið 2013 eftir að hafa trúlofað sig tveimur árum áður. Upphaflega kynntust þau árið 2006 þegar hún lék í tónlistarmyndbandi hans fyrir lagið Stereo. Fyrir eiga þau börnin Lunu Simone sem er sex ára, Miles Theodore sem er fjögurra ára og litla ljósið Jack.