Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2022 14:45 Fjölskyldan var í eintómum vandræðum í gærkvöldi. Aðsend/Hermann Valsson Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. Hermann Valsson leiðsögumaður var staddur í Meradölum í gærkvöldi þegar hann varð vitni að því sem hann kallar firringu. Í skriflegri ábendingu til fréttastofu segir hann að vegna rigningar og úða á svæðinu hafi verið erfitt að fóta sig á svæðinu og margir hafi hrasað og dottið á leiðinni að gosstöðvunum. Aðstæður voru ekki góðar á gönguleiðinni að eldgosinu í Meradölum í gærkvöldi.Aðsend/Hermann Valsson „Erlendir ferðamenn, hjón höfðu farið þarna upp með tvö ung börn sín það eldra ca. 6 ára og það yngra ca. 5 ára. Á leiðinni niður þá örmagnast börnin og gátu ekki gengið lengra og þá voru foreldrarnir einnig algjörlega búin á því,“ segir hann. Hermann segist hafa ásamt björgunarsveitarmönnum reynt að stöðva för fólksins og kalla eftir hjálp en fjölskyldufaðirinn hafi ekki viljað óska eftir aðstoð af ótta við að kostnaður hlytist af því. „Eftir mikið tuð og þras gáfu hjónin eftir að stoppa og samþykkja að við myndum kalla eftir hjálp,“ segir Hermann. Aðstoð hafi borist eftir rúmlega hálfa klukkustund og vel hafi verið staðið að henni. Fjölskyldan hafi verið flutt niður af fjallinu á bíl björgunarsveitar og í sjúkrabíl. Ferðamenn hafi enga pössun Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segist ekki hafa heyrt af atvikinu sem Hermann lýsir, í samtali við Vísi. Hann segir þó að algengt sé að fólk fari með börn upp að eldgosinu. „Við skulum bara segja það að túristarnir eru ekki með pössun þannig að þeir náttúrulega upp með börnin. Sum börn eru nú oft í betra formi en sumir foreldrar en það er annað mál. Stundum velja menn bara vitlaus augnablik,“ segir hann. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Hermann Valsson leiðsögumaður var staddur í Meradölum í gærkvöldi þegar hann varð vitni að því sem hann kallar firringu. Í skriflegri ábendingu til fréttastofu segir hann að vegna rigningar og úða á svæðinu hafi verið erfitt að fóta sig á svæðinu og margir hafi hrasað og dottið á leiðinni að gosstöðvunum. Aðstæður voru ekki góðar á gönguleiðinni að eldgosinu í Meradölum í gærkvöldi.Aðsend/Hermann Valsson „Erlendir ferðamenn, hjón höfðu farið þarna upp með tvö ung börn sín það eldra ca. 6 ára og það yngra ca. 5 ára. Á leiðinni niður þá örmagnast börnin og gátu ekki gengið lengra og þá voru foreldrarnir einnig algjörlega búin á því,“ segir hann. Hermann segist hafa ásamt björgunarsveitarmönnum reynt að stöðva för fólksins og kalla eftir hjálp en fjölskyldufaðirinn hafi ekki viljað óska eftir aðstoð af ótta við að kostnaður hlytist af því. „Eftir mikið tuð og þras gáfu hjónin eftir að stoppa og samþykkja að við myndum kalla eftir hjálp,“ segir Hermann. Aðstoð hafi borist eftir rúmlega hálfa klukkustund og vel hafi verið staðið að henni. Fjölskyldan hafi verið flutt niður af fjallinu á bíl björgunarsveitar og í sjúkrabíl. Ferðamenn hafi enga pössun Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segist ekki hafa heyrt af atvikinu sem Hermann lýsir, í samtali við Vísi. Hann segir þó að algengt sé að fólk fari með börn upp að eldgosinu. „Við skulum bara segja það að túristarnir eru ekki með pössun þannig að þeir náttúrulega upp með börnin. Sum börn eru nú oft í betra formi en sumir foreldrar en það er annað mál. Stundum velja menn bara vitlaus augnablik,“ segir hann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13