Giftu sig degi of snemma Bjarki Sigurðsson skrifar 7. ágúst 2022 23:00 Þrátt fyrir að gosið hafi byrjað degi eftir brúðkaupið náðu Michael, Benno og Julija að skella sér í myndatöku við hraunið. Aðsend Þýsku hjónin Julija og Michael Domaschke voru gefin saman við Skógafoss á þriðjudaginn í síðustu viku. Hjónin trúlofuðu sig einnig hér á landi og fór Michael á skeljarnar við eldgosið í Fagradalsfjalli í júlí á síðasta ári en þau eru bæði mjög áhugasöm um eldgos og eldfjöll. Daginn eftir að þau giftu sig hóf að gjósa í Meradölum. Julija og Michael komu hingað til lands í byrjun síðustu viku ásamt tveggja ára syni sínum, Benno, til þess að gifta sig. Draumurinn var að þau yrðu gefin saman við eldgos til að skapa svipaða stund og þegar þau trúlofuðu sig. Hefðu viljað gifta sig við eldgos Þegar þau lentu hér á landi var hins vegar ekkert eldgos og engir skjálftar. Það átti þó eftir að breytast því skömmu eftir lendingu hóf jörðin að skjálfa. Þau voru gefin saman seinni partinn á þriðjudegi við Skógafoss en ellefu manns höfðu fylgt þeim alla leið frá borginni Görlitz í austurhluta Þýskalands. Klukkan 13:18 daginn eftir, innan við sólarhring síðar, var eldgos hafið. Gestirnir í hjónavígslunni við Skógafoss, sem var á vegum Siðmenntar, voru þrettán. Hjónakornin vöktu eðlilega athygli ferðamanna á svæðinu sem fylgdust spenntir með athöfninni.Aðsend „Sá sem gaf okkur saman hringdi í okkur og sagði okkur að það væri byrjað að gjósa. Við fórum að gosinu strax en sáum það bara úr fjarlægð. Ég er slösuð á fæti og gat því ekki gengið að gosinu strax,“ segir Julija í samtali við fréttastofu. Hún ákvað þó að láta meiðslin ekki hindra sig frá því að sjá eldgosið og gengu þau alla leið að gosstöðvunum á föstudeginum. Michael var með bakpoka með brúðarkjól Juliju og jakkafötum sínum en Benno fékk einnig að fljóta með og sat í beisli framan á Michael. Þannig náðu þau að sjá glænýja eldgosið og taka sömuleiðis myndir af sér í brúðkaupsklæðunum. Gangan gekk vel þó að Michael hafi verið með smávægis verk í öxlum og hálsi eftir að hafa borið allan þennan farangur. Hann segir gönguna þó hafa verið þess virði. Í þakklætisskyni fyrir það kraftaverk að gosið hafi hafist á meðan þau voru á landinu köstuðu þau trúlofunarhringjum sínum í sjóðandi heitt hraunið og er samband þeirra nú orðinn eilífur hluti af náttúrunni. Ekki síðasta ferðin Þetta var í fjórða sinn sem þau hjónin koma hingað til lands en ofan á eldfjallaáhuga þeirra elskar Julija hvali og Michael norðurljós. Því er Ísland auðvitað uppáhalds áfangastaður þeirra. Þau sjá sig þó ekki fyrir sér búa hér. „Það er of kalt,“ segir Michael og hlær. „Síðan er erfitt að sofa þegar það er bjart á næturnar,“ bætir Julija við. Þau hjónin elska þó landið og var þetta ekki síðasta heimsókn þeirra. Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma næst. „Við elskum Ísland. Þið hafið svo fallega náttúru og svo gott fólk. Allir eru svo rólegir og vinsamlegir,“ segir Julija. Eldgos og jarðhræringar Brúðkaup Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Julija og Michael komu hingað til lands í byrjun síðustu viku ásamt tveggja ára syni sínum, Benno, til þess að gifta sig. Draumurinn var að þau yrðu gefin saman við eldgos til að skapa svipaða stund og þegar þau trúlofuðu sig. Hefðu viljað gifta sig við eldgos Þegar þau lentu hér á landi var hins vegar ekkert eldgos og engir skjálftar. Það átti þó eftir að breytast því skömmu eftir lendingu hóf jörðin að skjálfa. Þau voru gefin saman seinni partinn á þriðjudegi við Skógafoss en ellefu manns höfðu fylgt þeim alla leið frá borginni Görlitz í austurhluta Þýskalands. Klukkan 13:18 daginn eftir, innan við sólarhring síðar, var eldgos hafið. Gestirnir í hjónavígslunni við Skógafoss, sem var á vegum Siðmenntar, voru þrettán. Hjónakornin vöktu eðlilega athygli ferðamanna á svæðinu sem fylgdust spenntir með athöfninni.Aðsend „Sá sem gaf okkur saman hringdi í okkur og sagði okkur að það væri byrjað að gjósa. Við fórum að gosinu strax en sáum það bara úr fjarlægð. Ég er slösuð á fæti og gat því ekki gengið að gosinu strax,“ segir Julija í samtali við fréttastofu. Hún ákvað þó að láta meiðslin ekki hindra sig frá því að sjá eldgosið og gengu þau alla leið að gosstöðvunum á föstudeginum. Michael var með bakpoka með brúðarkjól Juliju og jakkafötum sínum en Benno fékk einnig að fljóta með og sat í beisli framan á Michael. Þannig náðu þau að sjá glænýja eldgosið og taka sömuleiðis myndir af sér í brúðkaupsklæðunum. Gangan gekk vel þó að Michael hafi verið með smávægis verk í öxlum og hálsi eftir að hafa borið allan þennan farangur. Hann segir gönguna þó hafa verið þess virði. Í þakklætisskyni fyrir það kraftaverk að gosið hafi hafist á meðan þau voru á landinu köstuðu þau trúlofunarhringjum sínum í sjóðandi heitt hraunið og er samband þeirra nú orðinn eilífur hluti af náttúrunni. Ekki síðasta ferðin Þetta var í fjórða sinn sem þau hjónin koma hingað til lands en ofan á eldfjallaáhuga þeirra elskar Julija hvali og Michael norðurljós. Því er Ísland auðvitað uppáhalds áfangastaður þeirra. Þau sjá sig þó ekki fyrir sér búa hér. „Það er of kalt,“ segir Michael og hlær. „Síðan er erfitt að sofa þegar það er bjart á næturnar,“ bætir Julija við. Þau hjónin elska þó landið og var þetta ekki síðasta heimsókn þeirra. Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma næst. „Við elskum Ísland. Þið hafið svo fallega náttúru og svo gott fólk. Allir eru svo rólegir og vinsamlegir,“ segir Julija.
Eldgos og jarðhræringar Brúðkaup Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira