Innlent

Nokkrir hópar taldir villtir við gosstöðvarnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vitað er um tvo hópa sem hafa vilst og að fleiri eru á svæðinu.
Vitað er um tvo hópa sem hafa vilst og að fleiri eru á svæðinu. Vísir/Vilhelm

Búið er að kalla út nokkrar björgunarsveitir af suðvesturhorni vegna hópa fólks sem taldir eru vera villtir á svæðinu við gosstöðvarnar við Meradali. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er vitað um minnst tvo hópa sem eru týndir og er vitað af fleirum á svæðinu.

Nokkrir hópar björgunarsveitarmanna hafa verið sendir á svæðið til að leita. Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig á svæðinu en aðstæður eru ekki góðar fyrir leit úr lofti vegna veðurs og þoku.

Svæðinu við gosstöðvarnar var lokað í dag vegna veðurs og vinnu við gönguleið. Það hefur verið lokað frá því klukkan fimm í gærmorgun. Þrátt fyrir það virðist sem einhverjir hafi lagt leið sína að eldgosinu.

Landsbjörg hvetur fólk til að fylgja ráðleggingum og bíða með ferðir að gosstöðvunum þar til svæðið verður opnað aftur.


Tengdar fréttir

Flakkari á siglingu um hrauntjörnina

Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×