Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:01 Leikskólamál voru kosningamál margra flokka í síðustu sveitarstjórnarkosningum. vísir/vilhelm Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Stefnt var að því í síðustu sveitarstjórnarkosningum að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fengu leikskólapláss í haust. Ekki er útlit fyrir að það gangi eftir líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag. Þar segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar að margar skýringar séu á stöðunni og að unnið sé að því að safna upplýsingum um hana og að hún verði kynnt fyrir borgarráði á fimmtudaginn. Sylvía Rut Þorsteinsdóttir er eitt þeirra foreldra sem er í vandræðum vegna þess að dóttir hennar fær ekki pláss á leikskóla í Reykjavík í haust. Dóttir Sylvíu er sautján mánaða. Hún líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Í mars fékk hún að vita að dóttir hennar kæmist ekki inn á leikskólann sem settur var í fyrsta val en engar upplýsingar fáist um það hvort hún hafi meiri möguleika á að komast inn á aðra leikskóla borgarinnar. „Ég frétti það frá annarri móður að til þess að eiga möguleika í aðra leikskóla sem gætu mögulega átt pláss þá þarftu að afskrá þig af þeim leikskóla sem þú ert með á listanum og setja þann leikskóla í fyrsta sæti. En hvernig þú átt að vita hvort það sé mögulega pláss í einhverjum öðrum leikskóla það veit ég ekki.“ Þá segir hún að eldri börn hafi flutt í hverfið sem fjölskyldan býr í sem geri það að verkum að dóttir hennar og önnur börn á sama aldri færist neðar á biðlistann. „Þar eru líka börn sem eru með þennan leikskóla, sem við erum með í fyrsta val, sem annað eða þriðja val og þau komast frekar inn því þau eru eldri.“ Í Garðabæ standa mál þannig að ef barn kemst ekki inn á leikskóla þá greiðir bærinn niður gæslu barna frá tíu mánaða aldri hjá dagforeldri. Þetta er gert til þess að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana sé sá sami og við leikskóladvöl. Sylvía segir að sambærilegt úrræði þurfi að vera hjá Reykjavíkurborg. „Nú nú kostar dagforeldri mun meira en leikskóli. Er Reykajvíkurborg þá til í að koma til móts við þá foreldra sem þurfa að borga dagforeldragjaldið eða hvað?“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs vísaði á Skúla Helgason við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist í Skúla Helgason. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Stefnt var að því í síðustu sveitarstjórnarkosningum að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fengu leikskólapláss í haust. Ekki er útlit fyrir að það gangi eftir líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag. Þar segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar að margar skýringar séu á stöðunni og að unnið sé að því að safna upplýsingum um hana og að hún verði kynnt fyrir borgarráði á fimmtudaginn. Sylvía Rut Þorsteinsdóttir er eitt þeirra foreldra sem er í vandræðum vegna þess að dóttir hennar fær ekki pláss á leikskóla í Reykjavík í haust. Dóttir Sylvíu er sautján mánaða. Hún líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Í mars fékk hún að vita að dóttir hennar kæmist ekki inn á leikskólann sem settur var í fyrsta val en engar upplýsingar fáist um það hvort hún hafi meiri möguleika á að komast inn á aðra leikskóla borgarinnar. „Ég frétti það frá annarri móður að til þess að eiga möguleika í aðra leikskóla sem gætu mögulega átt pláss þá þarftu að afskrá þig af þeim leikskóla sem þú ert með á listanum og setja þann leikskóla í fyrsta sæti. En hvernig þú átt að vita hvort það sé mögulega pláss í einhverjum öðrum leikskóla það veit ég ekki.“ Þá segir hún að eldri börn hafi flutt í hverfið sem fjölskyldan býr í sem geri það að verkum að dóttir hennar og önnur börn á sama aldri færist neðar á biðlistann. „Þar eru líka börn sem eru með þennan leikskóla, sem við erum með í fyrsta val, sem annað eða þriðja val og þau komast frekar inn því þau eru eldri.“ Í Garðabæ standa mál þannig að ef barn kemst ekki inn á leikskóla þá greiðir bærinn niður gæslu barna frá tíu mánaða aldri hjá dagforeldri. Þetta er gert til þess að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana sé sá sami og við leikskóladvöl. Sylvía segir að sambærilegt úrræði þurfi að vera hjá Reykjavíkurborg. „Nú nú kostar dagforeldri mun meira en leikskóli. Er Reykajvíkurborg þá til í að koma til móts við þá foreldra sem þurfa að borga dagforeldragjaldið eða hvað?“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs vísaði á Skúla Helgason við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist í Skúla Helgason.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira