Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:01 Leikskólamál voru kosningamál margra flokka í síðustu sveitarstjórnarkosningum. vísir/vilhelm Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Stefnt var að því í síðustu sveitarstjórnarkosningum að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fengu leikskólapláss í haust. Ekki er útlit fyrir að það gangi eftir líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag. Þar segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar að margar skýringar séu á stöðunni og að unnið sé að því að safna upplýsingum um hana og að hún verði kynnt fyrir borgarráði á fimmtudaginn. Sylvía Rut Þorsteinsdóttir er eitt þeirra foreldra sem er í vandræðum vegna þess að dóttir hennar fær ekki pláss á leikskóla í Reykjavík í haust. Dóttir Sylvíu er sautján mánaða. Hún líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Í mars fékk hún að vita að dóttir hennar kæmist ekki inn á leikskólann sem settur var í fyrsta val en engar upplýsingar fáist um það hvort hún hafi meiri möguleika á að komast inn á aðra leikskóla borgarinnar. „Ég frétti það frá annarri móður að til þess að eiga möguleika í aðra leikskóla sem gætu mögulega átt pláss þá þarftu að afskrá þig af þeim leikskóla sem þú ert með á listanum og setja þann leikskóla í fyrsta sæti. En hvernig þú átt að vita hvort það sé mögulega pláss í einhverjum öðrum leikskóla það veit ég ekki.“ Þá segir hún að eldri börn hafi flutt í hverfið sem fjölskyldan býr í sem geri það að verkum að dóttir hennar og önnur börn á sama aldri færist neðar á biðlistann. „Þar eru líka börn sem eru með þennan leikskóla, sem við erum með í fyrsta val, sem annað eða þriðja val og þau komast frekar inn því þau eru eldri.“ Í Garðabæ standa mál þannig að ef barn kemst ekki inn á leikskóla þá greiðir bærinn niður gæslu barna frá tíu mánaða aldri hjá dagforeldri. Þetta er gert til þess að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana sé sá sami og við leikskóladvöl. Sylvía segir að sambærilegt úrræði þurfi að vera hjá Reykjavíkurborg. „Nú nú kostar dagforeldri mun meira en leikskóli. Er Reykajvíkurborg þá til í að koma til móts við þá foreldra sem þurfa að borga dagforeldragjaldið eða hvað?“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs vísaði á Skúla Helgason við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist í Skúla Helgason. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stefnt var að því í síðustu sveitarstjórnarkosningum að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fengu leikskólapláss í haust. Ekki er útlit fyrir að það gangi eftir líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag. Þar segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar að margar skýringar séu á stöðunni og að unnið sé að því að safna upplýsingum um hana og að hún verði kynnt fyrir borgarráði á fimmtudaginn. Sylvía Rut Þorsteinsdóttir er eitt þeirra foreldra sem er í vandræðum vegna þess að dóttir hennar fær ekki pláss á leikskóla í Reykjavík í haust. Dóttir Sylvíu er sautján mánaða. Hún líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Í mars fékk hún að vita að dóttir hennar kæmist ekki inn á leikskólann sem settur var í fyrsta val en engar upplýsingar fáist um það hvort hún hafi meiri möguleika á að komast inn á aðra leikskóla borgarinnar. „Ég frétti það frá annarri móður að til þess að eiga möguleika í aðra leikskóla sem gætu mögulega átt pláss þá þarftu að afskrá þig af þeim leikskóla sem þú ert með á listanum og setja þann leikskóla í fyrsta sæti. En hvernig þú átt að vita hvort það sé mögulega pláss í einhverjum öðrum leikskóla það veit ég ekki.“ Þá segir hún að eldri börn hafi flutt í hverfið sem fjölskyldan býr í sem geri það að verkum að dóttir hennar og önnur börn á sama aldri færist neðar á biðlistann. „Þar eru líka börn sem eru með þennan leikskóla, sem við erum með í fyrsta val, sem annað eða þriðja val og þau komast frekar inn því þau eru eldri.“ Í Garðabæ standa mál þannig að ef barn kemst ekki inn á leikskóla þá greiðir bærinn niður gæslu barna frá tíu mánaða aldri hjá dagforeldri. Þetta er gert til þess að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana sé sá sami og við leikskóladvöl. Sylvía segir að sambærilegt úrræði þurfi að vera hjá Reykjavíkurborg. „Nú nú kostar dagforeldri mun meira en leikskóli. Er Reykajvíkurborg þá til í að koma til móts við þá foreldra sem þurfa að borga dagforeldragjaldið eða hvað?“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs vísaði á Skúla Helgason við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist í Skúla Helgason.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira