„Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“ Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. ágúst 2022 21:38 Í dag tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að börnum yngri en tólf ára yrði meinaður aðgangur að gosinu. Vísir/Vilhelm Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum. Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. Börnum betur treystandi Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var þó nokkuð rólegt yfir ákvörðun lögreglustjóra. Hvað finnst þér um að lögregla hafi bannað börnum tólf ára og yngri að fara upp að eldgosinu? „Verður maður ekki bara pínulítið að treysta á að lögreglan viti hvað hún er að gera. Ég held að ég myndi líta bara svolítið þannig á það,“ segir Sigurbjörg Sæunn. „Ég held að það meiki sense. Ég myndi ekki treysta þessum gæja nálægt þessu. Ég myndi halda á honum allan tímann og ég nenni því ekki ef ég er að fara upp að eldgos,“ segir Benjamín sem var með syni sínum Degi þegar fréttastofa ræddi við hann. Mismunun eðli máls samkvæmt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er einn þeirra sem efast um lögmæti ákvörðunar lögreglunnar. „Það er kannski rétt að taka fyrst fram að almannavarnarlög eru alveg skýr með að það er almenn heimild til að loka svæðum ef það er það sem þarf til að tryggja öryggi fólks. Og sjálfsagt að lögreglan geri það ef til dæmis veðuraðstæður þarna upp frá kalla á það. En málin fara að vandast þegar þú ferð að skilyrða lokunina við einhverja hópa. Það er bara eðli máls samkvæmt mismunun,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að mismunun þarf að byggja á skýrri lagaheimild og málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir henni. Hann telur að lögreglan sé að túlka lögin rýmra en lagatextinn býður upp á. „Þá væri nú forvitnilegt að sjá hvaða hættumat og hvaða sérfræðingar hafa verið notuð til að taka þessa ákvörðun. Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun og miðað við tólf ár bara af því bara,“ segir Andrés. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Yfirmaður hjá Landsbjörg segir ákvörðunina létta störf björgunaraðila á svæðinu. Landsbjörg styðji ákvörðunina heilshugar. „Það má alveg rökræða það hvort að aldursmörkin eigi að vera tólf ára eða tveggja ára. Það er bara ljóst að einhvers staðar þarf að draga línuna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, í samtali við fréttastofu. Börnum betur treystandi Nokkur gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun lögreglustjóra, ekki síst á samfélagsmiðlum. Einhverjir benda á að treysta eigi foreldrum til þess að búa sig og börnin sín vel, í stað þess að leggja blátt bann við ferðum barna að gosinu. Aðrir benda á að mörgum börnum sé betur treystandi en fullorðnu fólki til að leggja í gönguna að gosinu á meðan sumir leggja hreinlega til að mótmæla ákvörðuninni með barnagöngu að gosinu. Fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi var þó nokkuð rólegt yfir ákvörðun lögreglustjóra. Hvað finnst þér um að lögregla hafi bannað börnum tólf ára og yngri að fara upp að eldgosinu? „Verður maður ekki bara pínulítið að treysta á að lögreglan viti hvað hún er að gera. Ég held að ég myndi líta bara svolítið þannig á það,“ segir Sigurbjörg Sæunn. „Ég held að það meiki sense. Ég myndi ekki treysta þessum gæja nálægt þessu. Ég myndi halda á honum allan tímann og ég nenni því ekki ef ég er að fara upp að eldgos,“ segir Benjamín sem var með syni sínum Degi þegar fréttastofa ræddi við hann. Mismunun eðli máls samkvæmt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er einn þeirra sem efast um lögmæti ákvörðunar lögreglunnar. „Það er kannski rétt að taka fyrst fram að almannavarnarlög eru alveg skýr með að það er almenn heimild til að loka svæðum ef það er það sem þarf til að tryggja öryggi fólks. Og sjálfsagt að lögreglan geri það ef til dæmis veðuraðstæður þarna upp frá kalla á það. En málin fara að vandast þegar þú ferð að skilyrða lokunina við einhverja hópa. Það er bara eðli máls samkvæmt mismunun,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að mismunun þarf að byggja á skýrri lagaheimild og málefnalegar ástæður þurfi að vera fyrir henni. Hann telur að lögreglan sé að túlka lögin rýmra en lagatextinn býður upp á. „Þá væri nú forvitnilegt að sjá hvaða hættumat og hvaða sérfræðingar hafa verið notuð til að taka þessa ákvörðun. Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun og miðað við tólf ár bara af því bara,“ segir Andrés.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira