Ekki Bjarna Benediktssonar að segja vinnuaflinu hvað það á og hvað ekki Snorri Másson skrifar 10. ágúst 2022 19:31 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að þau átök sem verið hafi á milli hennar og Drífu Snædal fráfarandi formanns Alþýðusambandsins hafi verið pólitísk en ekki persónuleg. Hún gagnrýnir þá ummæli fjármálaráðherra um kjaraviðræður fram undan. Drífa sagði í dag að á köflum hafi það verið orðið óbærilegt að starfa með Sólveigu og Ragnari Þór, en Sólveig segir: „Mér finnst náttúrulega skringilegt að fara á þetta plan. Hún lætur þetta hljóma eins og ég og Ragnar Þór séum einhvern veginn gölluð eða með persónuleikabresti sem geri það að verkum að við séum öskrandi og að ráðast að henni. Það er náttúrulega augljóslega ekki svo.“ Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi Alþýðusambandsins í október, en þar hafa aðildarfélög þingfulltrúa eftir stærð félaganna. Efling og VR eru stærstu félögin innan sambandsins. „Það sem ég vona að gerist á þinginu í haust er það sem hefði átt að gerast 2018, að þær breyttu áherslur og sú endurnýjun sem hefur átt sér stað í hreyfingunni virkilega nái að skila sér alla leið. Staðreyndin er sú að það breyttist ekkert,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal hafi í staðinn ákveðið að framfylgja gömlu stefnu Gylfa Arnbjörnssonar áfram, stefnu stéttasamvinnu og SALEK-samninga. „Við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi kjaraviðræðurnar fram undan í viðtali við Stöð 2 í gær og sagði að það væri til dæmis ljóst að 10-11% hækkun væri ekki inni í myndinni. Sólveig segir þessa umræðu fáránlega, en að fyrirsjáanlegt sé að hún komi upp. Efling efndi til nokkurra verkfalla í aðdraganda síðustu samninga og Sólveig hefur sagt að ekki sé útilokað að til þess komi aftur nú. „Á þessum tímapunkti er þessi umræða einstaklega gróf og óþolandi vegna þess að verka- og láglaunafólk hefur séð það gerast að yfirstéttin í þessu samfélagi tekur til sín allt sem henni sýnist. Það er verka- og láglaunafólk sem hefur borið byrðarnar í gegnum faraldurinn og varð atvinnulaust, þurfti að standa sína plikt í umönnunarstörfum eins og láglaunakonurnar gerðu, og svo var húsnæðismarkaðurinn tekinn og afhentur eignastéttinni. Svo er það einfaldlega svo að launahækkanir sem um semst í kjarasamningum er það sem vinnuaflið á inni af hagvextinum. Það er ekki Bjarna Benediktssonar eða yfirstéttar þessa lands að segja vinnuaflinu hvað það eigi og hvað ekki. Við vitum hversu mikilvæg við erum og við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu, í baráttuham, og við munum ekki fara frá borðinu fyrr en við höfum náð að semja um það sem við sannarlega eigum inni.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Alþingi ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Drífa sagði í dag að á köflum hafi það verið orðið óbærilegt að starfa með Sólveigu og Ragnari Þór, en Sólveig segir: „Mér finnst náttúrulega skringilegt að fara á þetta plan. Hún lætur þetta hljóma eins og ég og Ragnar Þór séum einhvern veginn gölluð eða með persónuleikabresti sem geri það að verkum að við séum öskrandi og að ráðast að henni. Það er náttúrulega augljóslega ekki svo.“ Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi Alþýðusambandsins í október, en þar hafa aðildarfélög þingfulltrúa eftir stærð félaganna. Efling og VR eru stærstu félögin innan sambandsins. „Það sem ég vona að gerist á þinginu í haust er það sem hefði átt að gerast 2018, að þær breyttu áherslur og sú endurnýjun sem hefur átt sér stað í hreyfingunni virkilega nái að skila sér alla leið. Staðreyndin er sú að það breyttist ekkert,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal hafi í staðinn ákveðið að framfylgja gömlu stefnu Gylfa Arnbjörnssonar áfram, stefnu stéttasamvinnu og SALEK-samninga. „Við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi kjaraviðræðurnar fram undan í viðtali við Stöð 2 í gær og sagði að það væri til dæmis ljóst að 10-11% hækkun væri ekki inni í myndinni. Sólveig segir þessa umræðu fáránlega, en að fyrirsjáanlegt sé að hún komi upp. Efling efndi til nokkurra verkfalla í aðdraganda síðustu samninga og Sólveig hefur sagt að ekki sé útilokað að til þess komi aftur nú. „Á þessum tímapunkti er þessi umræða einstaklega gróf og óþolandi vegna þess að verka- og láglaunafólk hefur séð það gerast að yfirstéttin í þessu samfélagi tekur til sín allt sem henni sýnist. Það er verka- og láglaunafólk sem hefur borið byrðarnar í gegnum faraldurinn og varð atvinnulaust, þurfti að standa sína plikt í umönnunarstörfum eins og láglaunakonurnar gerðu, og svo var húsnæðismarkaðurinn tekinn og afhentur eignastéttinni. Svo er það einfaldlega svo að launahækkanir sem um semst í kjarasamningum er það sem vinnuaflið á inni af hagvextinum. Það er ekki Bjarna Benediktssonar eða yfirstéttar þessa lands að segja vinnuaflinu hvað það eigi og hvað ekki. Við vitum hversu mikilvæg við erum og við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu, í baráttuham, og við munum ekki fara frá borðinu fyrr en við höfum náð að semja um það sem við sannarlega eigum inni.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Alþingi ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08