Dæmi um að ferðamenn gangi af sér skóna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2022 14:46 Reikna má með að nokkur fjöldi skoði gosið um helgina. Vísir/Villhem Frá því að eldgosið í Meradölum hófst eru dæmi um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biðlar til þeirra sem ætla að ganga að gosinu að undirbúa sig vel. Eldgosið í Meradölum trekkir að, bæði Íslendinga sem og erlenda ferðamenn sem heimsækja landið. Um fimm þúsund heimsóttu svæðið í gær og reikna má að töluverður fjöldi leggi leið sína að gosinu í dag og um helgina. Bogi Adolfsson, formaður Þorbjarnar, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi um hvað þyrfti að hafa í huga fyrir ferðalag að gosinu. Einn fótbrotnaði í gær Benti hann að þrátt fyrir að verið væri að lagfæra aðalgönguleiðina að gosinu, svokallaða A-leið, ætti eftir að klára það til enda. Sú vinna auðveldar aðgengið að einhverju leyti, en áfram þarf að reikna með fimm til sex tímum í ferðalagið. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Leiðin er í raun og veru ekkkert styttri en það er þægilegra að labba. Við erum búin að þétta á milli stika. Á morgun eða hinn fara upp á hundrað metra fresti svona ljósamöstur eða blikkandi ljós, upp á þokuna að gera,“ sagði Bogi. Komið hefur fyrir að ferðamenn villist af gönguleiðinni að næturlagi, eins og gerðist í nótt. Ánægjuleg upplifun með réttum undirbúningi Björgunarsveitir standa vaktina á svæðinu. Segir Bogi að ekki hafi verið mikið um að fólk hafi slasað sig, þó alltaf einn og einn. Til að mynda hafi einn fótbrotnað í gær. Þá sinna björgunarsveitarmenn ýmsum verkum á svæðinu. „Svo er einn og einn ferðamaður sem við erum að skutla niður, bæði í „guide-uðum“ hópum og á einkavegum, búnir að labba af sér skóna, það er bara ekkert eftir,“ segir Bogi. Hvetur hann alla þá sem ætla að skoða gosið að undirbúa ferðina vandlega. „Maður skilur alveg aðdráttaraflið og allt en fólk má ekki alveg gleyma sér í því, hvað á maður að segja, að nánast drepa sig við það að sjá eldgos. Útihátíðarstemmning við gosið.Vísir/Vilhelm Það þarf að hugsa þetta aðeins og um leið og þú gerir það þá líður þér miklu betur sjálfur á leiðinni. Ef þú spáir í fatnaði, hefur með þér gott að borða, ert í góðum skóm, þá er þetta bara skemmtileg upplifun,“ segir Bogi. Þá segir hann mikilvægt að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum viðbragsaðila á vettvangi. Björgunarsveitarmenn séu til að mynda með gasmæla sem betra sé að hlusta á. „Það er bara þegar þetta fer að pípa þá er betra að fara í burtu.“ Með allt þetta á hreinu geti gosferðin verið ánægjuleg upplifun. Það er vissara að vera vel búin.Vísir/Vilhelm. „Ef þú gerir þetta rétt þá er þetta eitthvað til að njóta. Það er ekkert gaman að vera aftan í björgunarsveitarbílnum hjá okkur í börum að hossast til baka. Það tekur einn klukkutíma eða meira.“ Horfa má á beina útsendingu frá gosinu hér fyrir neðan. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Bítið Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52 Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11 Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Eldgosið í Meradölum trekkir að, bæði Íslendinga sem og erlenda ferðamenn sem heimsækja landið. Um fimm þúsund heimsóttu svæðið í gær og reikna má að töluverður fjöldi leggi leið sína að gosinu í dag og um helgina. Bogi Adolfsson, formaður Þorbjarnar, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi um hvað þyrfti að hafa í huga fyrir ferðalag að gosinu. Einn fótbrotnaði í gær Benti hann að þrátt fyrir að verið væri að lagfæra aðalgönguleiðina að gosinu, svokallaða A-leið, ætti eftir að klára það til enda. Sú vinna auðveldar aðgengið að einhverju leyti, en áfram þarf að reikna með fimm til sex tímum í ferðalagið. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Leiðin er í raun og veru ekkkert styttri en það er þægilegra að labba. Við erum búin að þétta á milli stika. Á morgun eða hinn fara upp á hundrað metra fresti svona ljósamöstur eða blikkandi ljós, upp á þokuna að gera,“ sagði Bogi. Komið hefur fyrir að ferðamenn villist af gönguleiðinni að næturlagi, eins og gerðist í nótt. Ánægjuleg upplifun með réttum undirbúningi Björgunarsveitir standa vaktina á svæðinu. Segir Bogi að ekki hafi verið mikið um að fólk hafi slasað sig, þó alltaf einn og einn. Til að mynda hafi einn fótbrotnað í gær. Þá sinna björgunarsveitarmenn ýmsum verkum á svæðinu. „Svo er einn og einn ferðamaður sem við erum að skutla niður, bæði í „guide-uðum“ hópum og á einkavegum, búnir að labba af sér skóna, það er bara ekkert eftir,“ segir Bogi. Hvetur hann alla þá sem ætla að skoða gosið að undirbúa ferðina vandlega. „Maður skilur alveg aðdráttaraflið og allt en fólk má ekki alveg gleyma sér í því, hvað á maður að segja, að nánast drepa sig við það að sjá eldgos. Útihátíðarstemmning við gosið.Vísir/Vilhelm Það þarf að hugsa þetta aðeins og um leið og þú gerir það þá líður þér miklu betur sjálfur á leiðinni. Ef þú spáir í fatnaði, hefur með þér gott að borða, ert í góðum skóm, þá er þetta bara skemmtileg upplifun,“ segir Bogi. Þá segir hann mikilvægt að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum viðbragsaðila á vettvangi. Björgunarsveitarmenn séu til að mynda með gasmæla sem betra sé að hlusta á. „Það er bara þegar þetta fer að pípa þá er betra að fara í burtu.“ Með allt þetta á hreinu geti gosferðin verið ánægjuleg upplifun. Það er vissara að vera vel búin.Vísir/Vilhelm. „Ef þú gerir þetta rétt þá er þetta eitthvað til að njóta. Það er ekkert gaman að vera aftan í björgunarsveitarbílnum hjá okkur í börum að hossast til baka. Það tekur einn klukkutíma eða meira.“ Horfa má á beina útsendingu frá gosinu hér fyrir neðan.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Bítið Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52 Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11 Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52
Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11
Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19