Inga Hrefna hefur áður gegnt stöðu aðstoðarmanns ráðherra en hún var aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar á árunum 2013-2021. Þar á undan var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins en í dag er hún formaður stjórnar Menntasjóðs námsmanna.
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Inga Hrefna sé fædd og uppalin á Seyðisfirði. Hún er gift Þorgeiri Arnari Jónssyni og eiga þau tvö börn.
Inga Hrefna verður ekki eini aðstoðarmaður Þórdísar en Þórlindur Kjartansson er einnig aðstoðarmaður hennar.