Vilja biðlistabætur í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. ágúst 2022 13:30 Sjálfstæðismenn lögðu tillöguna fram á síðasta borgarráðsfundi. Hildur Björnsdóttir er leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. vísir/vilhelm Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. „Við lögðum það til á síðasta fundi borgarráðs að þeim börnum 12 mánaða og eldri sem ekki fengu leikskólaplássið sem þeim var lofað fengju svokallaðar biðlistabætur, 200 þúsund krónur á hvert barn. Og það væri þá ákveðin viðurkenning á því að borgin er ekki að veita börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á og hefur verið lofað,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. „Þetta er auðvitað ekki lausn á vandanum en þetta yrði allavega ákveðin málamiðlun til foreldra á meðan við erum að leysa þennan vanda.“ Spurð hvort þetta sé raunhæf leið eða hvort kostnaðurinn við hana yrði ekki of mikill segir Hildur: „Meirihlutinn var búinn að lofa því og gerir ráð fyrir að öll börn á þessum aldri verði búin að fá leikskólapláss fyrir lok þessa árs. Ég sé ekki að það gangi eftir og þá hlýtur að vera svigrúm fyrir þetta í fjármálaáætlunum borgarinnar því það er dýr þjónusta að veita barni leikskólaþjónustu. Og þessar bætur yrðu meira að segja ódýrari heldur en sú þjónusta.“ Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólamál, segir að sér lítist ekki endilega illa á þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna. „Við erum bara opin fyrir öllum hugmyndum til að reyna að bæta stöðuna. Okkar forgangsverkefni er hins vegar að fjölga plássunum. Það er það sem á endanum skiptir langmestu máli fyrir foreldra og sú vinna er í fullum gangi,“ segir Skúli. Skúli Helgason segir óviðráðanlegar aðstæður hafa valdið töfum á Ævintýraborgunum.Vísir/Einar Margir leikskólar að opna í ár Hann bendir á að í næstu viku opni nýr leikskóli við Kleppsveg fyrir 120 börn, undir lok septembermánaðar opni síðan fjórði nýi leikskólinn á árinu, stækkun á Múlaborg í Ármúlanum með 60 ný pláss. „Síðan eru önnur verkefni sem munu bætast þar við síðar á árinu. Þannig að við erum í þessum fasa að fjölga plássunum um tvö þúsund í heildina,“ segir Skúli. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að opnun þriggja leikskóla undir heitinu Ævintýraborgir hefði seinkað enn meira og myndu ekki opna fyrir byrjun næsta skólaárs. Ævintýraborg við Vörðuskóla opnar í desember miðað við áætlanir en Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Nauthólsveg opna ekki fyrr en í október. Skúli segir að foreldrum hundrað barna hafi þegar verið lofað pláss við Nauthólsveg. 25 þeirra hafi verið komið inn í Ævintýraborg á Eggertsgötu, sem er eina Ævintýraborgin sem búið er að opna, en eftir standi 75 börn sem verið er að leita leiða fyrir. „Þetta er vinna sem við erum í þessa dagana, að skoða möguleika á því að flýta ferlinu. Ég á von á því að það skýrist síðar í vikunni,“ segir Skúli. Ástæða seinkunarinnar sé sú að leikskólarnir séu svokölluð einingahús sem eru flutt inn að utan. Aðstæður á heimsmarkaði og skortur á stáli hafi valdið því að afhendingarferlinu hafi seinkað. Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leikskólar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
„Við lögðum það til á síðasta fundi borgarráðs að þeim börnum 12 mánaða og eldri sem ekki fengu leikskólaplássið sem þeim var lofað fengju svokallaðar biðlistabætur, 200 þúsund krónur á hvert barn. Og það væri þá ákveðin viðurkenning á því að borgin er ekki að veita börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á og hefur verið lofað,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. „Þetta er auðvitað ekki lausn á vandanum en þetta yrði allavega ákveðin málamiðlun til foreldra á meðan við erum að leysa þennan vanda.“ Spurð hvort þetta sé raunhæf leið eða hvort kostnaðurinn við hana yrði ekki of mikill segir Hildur: „Meirihlutinn var búinn að lofa því og gerir ráð fyrir að öll börn á þessum aldri verði búin að fá leikskólapláss fyrir lok þessa árs. Ég sé ekki að það gangi eftir og þá hlýtur að vera svigrúm fyrir þetta í fjármálaáætlunum borgarinnar því það er dýr þjónusta að veita barni leikskólaþjónustu. Og þessar bætur yrðu meira að segja ódýrari heldur en sú þjónusta.“ Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólamál, segir að sér lítist ekki endilega illa á þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna. „Við erum bara opin fyrir öllum hugmyndum til að reyna að bæta stöðuna. Okkar forgangsverkefni er hins vegar að fjölga plássunum. Það er það sem á endanum skiptir langmestu máli fyrir foreldra og sú vinna er í fullum gangi,“ segir Skúli. Skúli Helgason segir óviðráðanlegar aðstæður hafa valdið töfum á Ævintýraborgunum.Vísir/Einar Margir leikskólar að opna í ár Hann bendir á að í næstu viku opni nýr leikskóli við Kleppsveg fyrir 120 börn, undir lok septembermánaðar opni síðan fjórði nýi leikskólinn á árinu, stækkun á Múlaborg í Ármúlanum með 60 ný pláss. „Síðan eru önnur verkefni sem munu bætast þar við síðar á árinu. Þannig að við erum í þessum fasa að fjölga plássunum um tvö þúsund í heildina,“ segir Skúli. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að opnun þriggja leikskóla undir heitinu Ævintýraborgir hefði seinkað enn meira og myndu ekki opna fyrir byrjun næsta skólaárs. Ævintýraborg við Vörðuskóla opnar í desember miðað við áætlanir en Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Nauthólsveg opna ekki fyrr en í október. Skúli segir að foreldrum hundrað barna hafi þegar verið lofað pláss við Nauthólsveg. 25 þeirra hafi verið komið inn í Ævintýraborg á Eggertsgötu, sem er eina Ævintýraborgin sem búið er að opna, en eftir standi 75 börn sem verið er að leita leiða fyrir. „Þetta er vinna sem við erum í þessa dagana, að skoða möguleika á því að flýta ferlinu. Ég á von á því að það skýrist síðar í vikunni,“ segir Skúli. Ástæða seinkunarinnar sé sú að leikskólarnir séu svokölluð einingahús sem eru flutt inn að utan. Aðstæður á heimsmarkaði og skortur á stáli hafi valdið því að afhendingarferlinu hafi seinkað.
Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leikskólar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira