Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Tryggvi Páll Tryggvason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 15. ágúst 2022 21:31 Séð yfir gönguleið A að gosinu. Vísir/Egill Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. Mikil umferð er við gosstöðvarnar þessa dagana. Ákveðið hefur verið að landverðir standi framvegis vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Björgunarsveitir hafa verið með um fimmtíu manns að störfum á vöktum á degi hverjum við eldgosið. Í kvöldfréttum Stöðvar var Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna, spurður hvort að hann teldi landverðina geta gert herslumuninn við gæsluna á svæðinu. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Það mun klárlega hjálpa en ég held að það þurfi eitthvað meira að koma til en tveir til þrír landverðir. Miðað við þann mannskap sem við erum með hérna í gæslu og til að bregðast við. Það er búið að vera þónokkuð um óhöpp þannig að þarf eitthvað meira til,“ sagði Steinar Þór í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hefur grínast með það að mögulega þurfi að kalla ráðherra ríkisstjórnarinnar til gæslu á svæðinu. „Það fer alveg eftir því hvernig þeir eru skóaðir þetta er þannig leið,“ sagði Steinar Þór í léttum dúr aðspurður um hvort að not væri fyrir ráðherra í gæslunni. Séð yfir bílastæðin við Suðurstrandarveg.Vísir/Egill Ef marka má orð Steinar Þórs telur hann ljóst að það þurfi meira en tvo til þrjá landverði á svæðið. „Það þarf eitthvað aðeins meira viðbragð á svæðið. Það þarf landverði klárlega til að upplýsa og stýra umferðinni inn á fjalli. Þetta er löng leið, það eru tæpir sjö kílómetrar tæpir inn á gossvæðið. Fyrir landvörð að labba þetta fram og til baka allan daginn, ég biði mig ekki fram í það.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40 Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24 Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Þrjú hundruð þúsund klukkustundir af sjálfboðavinnu Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Átökin ná nýjum hæðum Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Mikil umferð er við gosstöðvarnar þessa dagana. Ákveðið hefur verið að landverðir standi framvegis vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Björgunarsveitir hafa verið með um fimmtíu manns að störfum á vöktum á degi hverjum við eldgosið. Í kvöldfréttum Stöðvar var Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna, spurður hvort að hann teldi landverðina geta gert herslumuninn við gæsluna á svæðinu. Steinar Þór Kristinsson, svæðisstjóri í vettvangsstjórn almannavarna.Vísir/Egill „Það mun klárlega hjálpa en ég held að það þurfi eitthvað meira að koma til en tveir til þrír landverðir. Miðað við þann mannskap sem við erum með hérna í gæslu og til að bregðast við. Það er búið að vera þónokkuð um óhöpp þannig að þarf eitthvað meira til,“ sagði Steinar Þór í viðtali við Óttar Kolbeinsson Proppé í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hefur grínast með það að mögulega þurfi að kalla ráðherra ríkisstjórnarinnar til gæslu á svæðinu. „Það fer alveg eftir því hvernig þeir eru skóaðir þetta er þannig leið,“ sagði Steinar Þór í léttum dúr aðspurður um hvort að not væri fyrir ráðherra í gæslunni. Séð yfir bílastæðin við Suðurstrandarveg.Vísir/Egill Ef marka má orð Steinar Þórs telur hann ljóst að það þurfi meira en tvo til þrjá landverði á svæðið. „Það þarf eitthvað aðeins meira viðbragð á svæðið. Það þarf landverði klárlega til að upplýsa og stýra umferðinni inn á fjalli. Þetta er löng leið, það eru tæpir sjö kílómetrar tæpir inn á gossvæðið. Fyrir landvörð að labba þetta fram og til baka allan daginn, ég biði mig ekki fram í það.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40 Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24 Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Þrjú hundruð þúsund klukkustundir af sjálfboðavinnu Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Átökin ná nýjum hæðum Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Geti kallað á aðkomu lögreglu að fara með börn að gosinu Umboðsmaður barna ítrekar að foreldrar eigi að gæta velferðar og öryggis barna sinna í tilefni barnabanns Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Börn yngri en tólf ára gömul mega ekki ganga að gosstöðvunum í Meradölum. 15. ágúst 2022 18:40
Gekk á reipi við eldgosið Ævintýramaðurinn og áhrifavaldurinn Jay Alvarez var staddur hér á landi í vikunni og heimsótti gosstöðvarnar í Meradölum. Hann setti reipi upp við bíl sinn, gekk yfir það og náði mögnuðu myndbandi af því. 15. ágúst 2022 16:24
Tæplega sjö þúsund manns sáu gosið í gær Alls fóru 6.685 manns um gossvæðið í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu en lögreglan segir það mega gera ráð fyrir því að fjöldinn hafi verið mun meiri. Aldrei hafa fleiri gengið í átt að gosstöðvunum á einum sólarhring en teljarinn var settur upp í mars á síðasta ári er gosið í Geldingadölum hófst. 15. ágúst 2022 09:57
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40