Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2022 07:40 Liz Cheney ávarpar stuðningsmenn sína eftir að ljóst var að Harriet Hageman hafi hlotið fleiri atkvæði í forkosningunum. AP Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Cheney, sem er dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta, þótti áður ein af helstu vonarstjörnunum innan Repúblikanaflokksins. Harriet Hageman eftir sigurinn í gærkvöldi.AP Í frétt BBC segir að allir þeir tíu þingmenn Repúblikana, sem greiddu atkvæði með því að ákæra Trump eftir að stuðningsmenn hans réðust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021, hafi orðið að skotmörkum stuðningsmanna Trumps sem hafa unnið að því hörðum höndum að bola þeim frá völdum eða úr flokknum. Enn sem komið er hafa fjórir þeirra ákveðið að setjast í helgan stein og fjórir þeirra hafa beðið lægri hlut í forkosningum flokksins vegna þingkosninganna í nóvember næstkomandi, gegn frambjóðanda sem nýtur stuðnings Trumps – í Wyoming, Washington, Michigan og Suður-Karólínu. Hinum tveimur hefur þó tekist að vinna sigra í forkosningunum flokksins og verða þeir í framboði fyrir flokkinn í kosningunum sem fram fara 8. nóvember. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12 Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. 12. maí 2021 14:44 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Cheney, sem er dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta, þótti áður ein af helstu vonarstjörnunum innan Repúblikanaflokksins. Harriet Hageman eftir sigurinn í gærkvöldi.AP Í frétt BBC segir að allir þeir tíu þingmenn Repúblikana, sem greiddu atkvæði með því að ákæra Trump eftir að stuðningsmenn hans réðust inn í bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021, hafi orðið að skotmörkum stuðningsmanna Trumps sem hafa unnið að því hörðum höndum að bola þeim frá völdum eða úr flokknum. Enn sem komið er hafa fjórir þeirra ákveðið að setjast í helgan stein og fjórir þeirra hafa beðið lægri hlut í forkosningum flokksins vegna þingkosninganna í nóvember næstkomandi, gegn frambjóðanda sem nýtur stuðnings Trumps – í Wyoming, Washington, Michigan og Suður-Karólínu. Hinum tveimur hefur þó tekist að vinna sigra í forkosningunum flokksins og verða þeir í framboði fyrir flokkinn í kosningunum sem fram fara 8. nóvember.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11 Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12 Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. 12. maí 2021 14:44 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. 29. júní 2022 09:11
Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53
Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28
Stefanik tekin við af Cheney Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa kosið að gera þingkonuna Elisu Stefanik, frá New York, að þriðja æðsta meðlimi þingflokksins. Hún bar sigur úr býtum gegn þingmanninum Chip Roy, frá Texas. Atkvæðagreiðslan fór 134-46. 14. maí 2021 15:12
Cheney vikið úr embætti: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Liz Cheney var í dag vikið úr embætti sínu sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Haldin var atkvæðagreiðsla hjá þingflokknum en úrslitin voru svo gott sem ljós löngu fyrir það, þar sem aðrir leiðtogar flokksins höfðu snúist gegn henni. 12. maí 2021 14:44