Hafþór, Anníe og Eiður með hæstu tekjurnar Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2022 10:00 Hafþór Júlíus Björnsson hefur verið iðinn við að afla sér tekna og er núna farinn að hafa vel upp úr því að keppa í hnefaleikum. Talksport Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson og CrossFit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir eru það íþróttafólk sem hafði langhæstar tekjur á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt Tekjublaði Frjálsar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt Tekjublaðinu var Hafþór með að meðaltali yfir 5 milljónir króna á mánuði í laun á síðasta ári, fyrir skatt. Hafþór hefur aflað tekna úr ýmsum áttum eftir að hafa öðlast heimsfrægð sem aflraunamaður og fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Tekjur Hafþórs í fyrra voru þó engu að síður talsvert lægri en árið 2020 þegar hann var með tæpar tíu milljónir króna í tekjur á mánuði. Hafþór ætti einnig að hafa þénað vel á þessu ári eftir bardagann sem hann vann gegn Eddie Hall og vakti mikla athygli. Nú gæti einnig verið framundan bardagi við Tyson Fury, sem leitaði Hafþórs á Íslandi á dögunum, og ætti að skila miklum tekjum. Tekjuhæsta íþróttafólkið 2021 samkvæmt Tekjublaði FV: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 5.026 þús. Anníe Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, 3.458 þús. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnuþjálfari FH, 1.950 þús. Líney Rut Halldórsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.626 þús. Darri Freyr Atlason, körfuboltaspekingur, 1.601 þús. Heimir Guðjónsson, fv. knattspyrnuþjálfari Vals, 1.376 þús. Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnuþjálfari Breiðabliks, 1.300 þús. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.244 þús. Sigursteinn Arndal, handboltaþjálfari FH, 1.219 þús. Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, 1.187 þús. Á eftir Hafþóri er Anníe Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna og einn af eigendum CrossFit Reykjavíkur, sú eina með meira en 2 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaðinu. Anníe Mist Þórisdóttir er í miklum metum í CrossFit-heiminum og er einn af eigendum CrossFit Reykjavík.Instagram/@anniethorisdottir Anníe var með tæplega 3,5 milljónir króna á mánuði en næstur á eftir henni er svo Eiður Smári Guðjohnsen, sem í fyrra var meðal annars aðstoðarlandsliðsþjálfari og sérfræðingur hjá Símanum um enska boltann. Eiður var með 1.950.000 krónur í tekjur. Þar á eftir koma svo Líney Rut Halldórsdóttir, sem undir lok síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri ÍSÍ eftir fjórtán ára starf. Hún þénaði rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði. Darri Freyr Atlason er svo fimmti á listanum, einnig með rétt rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði. Hann hætti sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta vorið 2021 til að einbeita sér að því að stýra viðskiptaþróun hjá fyrirtækinu Lucinity en hefur einnig verið í hlutverki körfuboltaspekings í sjónvarpi. Stefán Rafn og Rasmus efstir af leikmönnum í boltaíþróttum Af þeim sem að eru leikmenn í boltaíþróttum var Stefán Rafn Sigurmannsson, handknattleiksmaður hjá Haukum, með hæstar uppgefnar tekjur eða 1.155 þúsund krónur á mánuði. Hann sneri heim úr atvinnumennsku í Hauka í byrjun síðasta árs en starfar einnig sem fasteignasali. Rasmus Christiansen, kennari við Hagaskóla og leikmaður Vals í fótbolta, var með 1.115 þúsund krónur og Óskar Örn Hauksson, sem síðasta vetur skipti frá KR yfir til Stjörnunnar, var á síðasta ári með 1.083 þúsund krónur. Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Aflraunir CrossFit Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Þorsteinn og Birgitta Líf tekjuhæst áhrifavalda Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði. 18. ágúst 2022 10:13 Magnús er skattakóngur ársins 2021: Með tæplega 118 milljónir á mánuði Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 með tæplega 118 milljónir króna í launatekjur á mánuði. 18. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Samkvæmt Tekjublaðinu var Hafþór með að meðaltali yfir 5 milljónir króna á mánuði í laun á síðasta ári, fyrir skatt. Hafþór hefur aflað tekna úr ýmsum áttum eftir að hafa öðlast heimsfrægð sem aflraunamaður og fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Tekjur Hafþórs í fyrra voru þó engu að síður talsvert lægri en árið 2020 þegar hann var með tæpar tíu milljónir króna í tekjur á mánuði. Hafþór ætti einnig að hafa þénað vel á þessu ári eftir bardagann sem hann vann gegn Eddie Hall og vakti mikla athygli. Nú gæti einnig verið framundan bardagi við Tyson Fury, sem leitaði Hafþórs á Íslandi á dögunum, og ætti að skila miklum tekjum. Tekjuhæsta íþróttafólkið 2021 samkvæmt Tekjublaði FV: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 5.026 þús. Anníe Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, 3.458 þús. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnuþjálfari FH, 1.950 þús. Líney Rut Halldórsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.626 þús. Darri Freyr Atlason, körfuboltaspekingur, 1.601 þús. Heimir Guðjónsson, fv. knattspyrnuþjálfari Vals, 1.376 þús. Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnuþjálfari Breiðabliks, 1.300 þús. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.244 þús. Sigursteinn Arndal, handboltaþjálfari FH, 1.219 þús. Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, 1.187 þús. Á eftir Hafþóri er Anníe Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna og einn af eigendum CrossFit Reykjavíkur, sú eina með meira en 2 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaðinu. Anníe Mist Þórisdóttir er í miklum metum í CrossFit-heiminum og er einn af eigendum CrossFit Reykjavík.Instagram/@anniethorisdottir Anníe var með tæplega 3,5 milljónir króna á mánuði en næstur á eftir henni er svo Eiður Smári Guðjohnsen, sem í fyrra var meðal annars aðstoðarlandsliðsþjálfari og sérfræðingur hjá Símanum um enska boltann. Eiður var með 1.950.000 krónur í tekjur. Þar á eftir koma svo Líney Rut Halldórsdóttir, sem undir lok síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri ÍSÍ eftir fjórtán ára starf. Hún þénaði rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði. Darri Freyr Atlason er svo fimmti á listanum, einnig með rétt rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði. Hann hætti sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta vorið 2021 til að einbeita sér að því að stýra viðskiptaþróun hjá fyrirtækinu Lucinity en hefur einnig verið í hlutverki körfuboltaspekings í sjónvarpi. Stefán Rafn og Rasmus efstir af leikmönnum í boltaíþróttum Af þeim sem að eru leikmenn í boltaíþróttum var Stefán Rafn Sigurmannsson, handknattleiksmaður hjá Haukum, með hæstar uppgefnar tekjur eða 1.155 þúsund krónur á mánuði. Hann sneri heim úr atvinnumennsku í Hauka í byrjun síðasta árs en starfar einnig sem fasteignasali. Rasmus Christiansen, kennari við Hagaskóla og leikmaður Vals í fótbolta, var með 1.115 þúsund krónur og Óskar Örn Hauksson, sem síðasta vetur skipti frá KR yfir til Stjörnunnar, var á síðasta ári með 1.083 þúsund krónur.
Tekjuhæsta íþróttafólkið 2021 samkvæmt Tekjublaði FV: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 5.026 þús. Anníe Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, 3.458 þús. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnuþjálfari FH, 1.950 þús. Líney Rut Halldórsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, 1.626 þús. Darri Freyr Atlason, körfuboltaspekingur, 1.601 þús. Heimir Guðjónsson, fv. knattspyrnuþjálfari Vals, 1.376 þús. Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnuþjálfari Breiðabliks, 1.300 þús. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, 1.244 þús. Sigursteinn Arndal, handboltaþjálfari FH, 1.219 þús. Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, 1.187 þús.
Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Aflraunir CrossFit Skattar og tollar Tengdar fréttir Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18 Þorsteinn og Birgitta Líf tekjuhæst áhrifavalda Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði. 18. ágúst 2022 10:13 Magnús er skattakóngur ársins 2021: Með tæplega 118 milljónir á mánuði Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 með tæplega 118 milljónir króna í launatekjur á mánuði. 18. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Magnús skákar Árna Oddi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021. 18. ágúst 2022 10:18
Þorsteinn og Birgitta Líf tekjuhæst áhrifavalda Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði. 18. ágúst 2022 10:13
Magnús er skattakóngur ársins 2021: Með tæplega 118 milljónir á mánuði Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail var launahæsti Íslendingurinn árið 2021 með tæplega 118 milljónir króna í launatekjur á mánuði. 18. ágúst 2022 09:31