Ætlar til Rússlands til að krefjast lausnar Griner Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2022 21:06 Dennis Rodman. vísir/getty Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Dennis Rodman kveðst hafa fengið leyfi til þess að ferðast til Rússlands í þeim tilgangi að krefjast lausnar annarrar körfuboltastjörnu, Brittney Griner, úr fangelsi. Körfuboltakonan Brittney Griner var fyrr í þessum mánuði dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir eiturlyfjasmygl. Hún var handtekin með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum á leið um Moskvu flugvöll 17. febrúar síðastliðinn. Hún var á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Lögfræðingar hennar segja viðræður hafnar um möguleg fangaskipti Bandaríkjamanna og Rússa og nú hefur Dennis Rodman skorist í leikinn. „Ég fékk leyfi til þess að fara til Rússlands til að hjálpa stelpunni,“ segir Rodman í samtali við NBC fréttaveituna. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Rodman leitar til þjóðhöfðingja sem á í eldfimu sambandi við Bandarísk stjórnvöld. Rodman á í sérkennilegu sambandi við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu og hefur ítrekað heimsótt landið. Eftir heimsókn sína til Rússlands árið 2014 sagði Rodman Vladímír Pútín Rússlandsforseta vera „kúl“. Þá sást hann einnig á hliðarlínunni við heimsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er hann heimsótti Norður Kóreu árið 2018. Dómurinn yfir Griner bætti gráu ofan á svart samband Rússa og Bandaríkjamanna eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Dennis Rodman var sagður hafa átt þátt í lausn Kenneth Bae, fanga í Norður Kóreu, með því að beina sjónum að fangelsisdómi hans árið 2016. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Bandaríkin Tengdar fréttir Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Körfuboltakonan Brittney Griner var fyrr í þessum mánuði dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi fyrir eiturlyfjasmygl. Hún var handtekin með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum á leið um Moskvu flugvöll 17. febrúar síðastliðinn. Hún var á leið til Rússlands til að spila körfubolta. Lögfræðingar hennar segja viðræður hafnar um möguleg fangaskipti Bandaríkjamanna og Rússa og nú hefur Dennis Rodman skorist í leikinn. „Ég fékk leyfi til þess að fara til Rússlands til að hjálpa stelpunni,“ segir Rodman í samtali við NBC fréttaveituna. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Rodman leitar til þjóðhöfðingja sem á í eldfimu sambandi við Bandarísk stjórnvöld. Rodman á í sérkennilegu sambandi við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu og hefur ítrekað heimsótt landið. Eftir heimsókn sína til Rússlands árið 2014 sagði Rodman Vladímír Pútín Rússlandsforseta vera „kúl“. Þá sást hann einnig á hliðarlínunni við heimsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er hann heimsótti Norður Kóreu árið 2018. Dómurinn yfir Griner bætti gráu ofan á svart samband Rússa og Bandaríkjamanna eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Dennis Rodman var sagður hafa átt þátt í lausn Kenneth Bae, fanga í Norður Kóreu, með því að beina sjónum að fangelsisdómi hans árið 2016.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Bandaríkin Tengdar fréttir Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Brittney Griner dæmd í níu ára fangelsi Körfuboltakonan Brittney Griner var í dag dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi og sektuð að auki um eina milljón rúbla. 4. ágúst 2022 15:44
Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. 5. ágúst 2022 11:52