Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 10:23 Maðurinn hafði gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið. Skotfélagið Markviss Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. Í gær var greint frá því að árásarmaðurinn í málinu hafi verið skotáhugamaður en hann keppti í skotíþróttum á árum áður. Þar keppti hann fyrir hönd félagsins Markviss sem staðsett er á Blönduósi. Á síðasta ári sagði maðurinn sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu. Hann hafði þá verið að fjarlægjast störfin í nokkra mánuði. „Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til,“ segir í tilkynningu á vef Markviss. Í samtali við fréttastofu segir Guðmann Jónasson, gjaldkeri félagsins, að maðurinn hafi verið með ásakanir á hendur stjórn félagsins og einhverra meðlima. Í kjölfar þess var boðað til fundar með stjórninni og manninum og eftir fundinn taldi félagið það vera rétt að greina lögreglu frá því að hann væri ekki talinn í góðu ástandi andlega. Maðurinn var ekki tilkynntur formlega heldur var rætt við lögreglumann á Blönduósi. Hann kom málinu síðan áfram til félagsþjónustunar. Maðurinn hafði ekki gert neitt af sér og því var ekki hægt að svipta hann leyfinu á þeim tímapunkti. Maðurinn var handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi en þá hafði hann staðið í hótunum með skotvopn. Honum var síðar sleppt úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti maðurinn við geðrænan vanda að stríða og var vistaður á geðdeild eftir að honum var sleppt úr haldi. Hann hafði verið á Blönduósi í að minnsta kosti viku þegar skotárásin átti sér stað í gær. Uppfært klukkan 16:52: Upphaflega kom fram að stjórn Markviss hafi rætt við lögreglustjórann á Blönduósi en hefur nú verið réttilega breytt yfir í lögreglumann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Í gær var greint frá því að árásarmaðurinn í málinu hafi verið skotáhugamaður en hann keppti í skotíþróttum á árum áður. Þar keppti hann fyrir hönd félagsins Markviss sem staðsett er á Blönduósi. Á síðasta ári sagði maðurinn sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu. Hann hafði þá verið að fjarlægjast störfin í nokkra mánuði. „Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til,“ segir í tilkynningu á vef Markviss. Í samtali við fréttastofu segir Guðmann Jónasson, gjaldkeri félagsins, að maðurinn hafi verið með ásakanir á hendur stjórn félagsins og einhverra meðlima. Í kjölfar þess var boðað til fundar með stjórninni og manninum og eftir fundinn taldi félagið það vera rétt að greina lögreglu frá því að hann væri ekki talinn í góðu ástandi andlega. Maðurinn var ekki tilkynntur formlega heldur var rætt við lögreglumann á Blönduósi. Hann kom málinu síðan áfram til félagsþjónustunar. Maðurinn hafði ekki gert neitt af sér og því var ekki hægt að svipta hann leyfinu á þeim tímapunkti. Maðurinn var handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi en þá hafði hann staðið í hótunum með skotvopn. Honum var síðar sleppt úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti maðurinn við geðrænan vanda að stríða og var vistaður á geðdeild eftir að honum var sleppt úr haldi. Hann hafði verið á Blönduósi í að minnsta kosti viku þegar skotárásin átti sér stað í gær. Uppfært klukkan 16:52: Upphaflega kom fram að stjórn Markviss hafi rætt við lögreglustjórann á Blönduósi en hefur nú verið réttilega breytt yfir í lögreglumann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57