Telur að stórefla þurfi öryggi vegfarenda í miðborginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 20:33 Böðvar Tómasson framkvæmdastjóri Verkfræðisstofunnar Örugg. Vísir/Egill Stórefla þarf öryggi gangandi vegfarenda við stóra viðburði eins og Menningarnótt í miðbænum að mati sérfræðings í öryggismálum. Tvö tilvik þar sem ofurölvi ökumenn óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi sýni nauðsyn þess. Nánast allar götur í miðborg Reykjavíkur voru lokaðar fyrir umferð á Menningarnótt en þá fór líka fram Reykjavíkurmaraþon. Lögregla lokar götum yfirleitt með járnhliðum og ökutækjum. Við sögðum frá því í fréttum í gær að tveir ofurölvi ökumenn hefðu ekið inn á svæði þar sem mikil mannmergð var í miðbænum á Menningarnótt. Annar var stöðvaður við stóra sviðið á Lækjargötu rétt eftir flugeldasýninguna en hafði áður keyrt á tvo bíla og stórskemmt þá. Hinn ók á svipuðum tíma á mann á rafskútu við Þjóðleikhúsið sem slasaðist lítillega, en þar var líka mikill mannfjöldi. Hann náðist ekki fyrr en á Sæbraut. Böðvar Tómason sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkfræðistofunni Örugg segir mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys. Það þurfi að hafa mun sterkari öryggisvarnir á slíkum svæðum. „Þetta hefði getað verið mun alvarlegra því þegar við erum með svona mikinn fólksfjölda þá valda einstök tilvik mjög mikilli hættu. Það þarf að gera öryggisáhættugreiningu fyrir svona og tryggja það að varnir séu í samræmi við áhættu,“ segir hann. Dæmi erlendis frá sýni hversu mikilvægt sé að viðhafa slíkar varnir. „Það er því miður tiltölulega algengt núna að ökutæki séu notuð sem vopn og líka að það verði ýmisleg slys við sjáum það í Skandinavíu og Evrópu,“ segir hann. Böðvar segir hægt að grípa til margs konar ráðstafana eins og að reisa stólpa sem væri hægt að stjórna eftir því hvort þurfi að loka svæðum . „Það þarf að koma upp vörnum sem þola skilgreint álag eða þá stærð ökutækja sem við viljum verjast,“ segir Böðvar. Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Nánast allar götur í miðborg Reykjavíkur voru lokaðar fyrir umferð á Menningarnótt en þá fór líka fram Reykjavíkurmaraþon. Lögregla lokar götum yfirleitt með járnhliðum og ökutækjum. Við sögðum frá því í fréttum í gær að tveir ofurölvi ökumenn hefðu ekið inn á svæði þar sem mikil mannmergð var í miðbænum á Menningarnótt. Annar var stöðvaður við stóra sviðið á Lækjargötu rétt eftir flugeldasýninguna en hafði áður keyrt á tvo bíla og stórskemmt þá. Hinn ók á svipuðum tíma á mann á rafskútu við Þjóðleikhúsið sem slasaðist lítillega, en þar var líka mikill mannfjöldi. Hann náðist ekki fyrr en á Sæbraut. Böðvar Tómason sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkfræðistofunni Örugg segir mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys. Það þurfi að hafa mun sterkari öryggisvarnir á slíkum svæðum. „Þetta hefði getað verið mun alvarlegra því þegar við erum með svona mikinn fólksfjölda þá valda einstök tilvik mjög mikilli hættu. Það þarf að gera öryggisáhættugreiningu fyrir svona og tryggja það að varnir séu í samræmi við áhættu,“ segir hann. Dæmi erlendis frá sýni hversu mikilvægt sé að viðhafa slíkar varnir. „Það er því miður tiltölulega algengt núna að ökutæki séu notuð sem vopn og líka að það verði ýmisleg slys við sjáum það í Skandinavíu og Evrópu,“ segir hann. Böðvar segir hægt að grípa til margs konar ráðstafana eins og að reisa stólpa sem væri hægt að stjórna eftir því hvort þurfi að loka svæðum . „Það þarf að koma upp vörnum sem þola skilgreint álag eða þá stærð ökutækja sem við viljum verjast,“ segir Böðvar.
Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira