Meghan Markle vinsælli en Joe Rogan á Spotify Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 19:21 Meghan Markle er vinsælli en Joe Rogan á Spotify. Vísir/Getty Archetypes, nýtt hlaðvarp hertogaynjunnar Meghan Markle, steypti hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarp streymisveitunnar Spotify í Bandaríkjunum. Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan fyrsti þáttur Archetypes var gefinn út. Margir hafa beðið lengi í ofvæni eftir nýju hlaðvarpi Meghan Markle. Í hlaðvarpinu tekur Markle viðtöl við hina ýmsu kvenskörunga þar sem markmiðið er að rýna í og fjalla um hluti sem haldi aftur af konum. Eins og áður segir var fyrsti þátturinn gefinn út á þriðjudag en í honum tók hertogaynjan viðtal við tennisgoðsögnina Serenu Williams, sem tilkynnti það nýlega að hún ætli að leggja skóna á hilluna. Þessi fyrsti þáttur fékk fleiri spilanir en hlaðvarp Joe Rogans, The Joe Rogan Experience, sem hefur trónað á toppi hlaðvarpslista Spotify í þrjú ár. Þetta er þó ekki fyrsta skiptið sem Rogan er bolað af toppnum en hann hefur náð að halda sér í toppsætinu, með einstaka hléum í þessi þrjú ár, þar á meðal í vetur þegar hann var harðlega gagnrýndur af ýmsum fyrir falsfréttaflutning um Covid og bóluefni gegn Covid. Spotify birtir ekki hlustunartölur fyrir einstaka hlaðvarpsþætti en talið er að hlustað sé á hvern þátt Rogans allt að ellefu milljón sinnum. Rogan er á samningi við Spotify, sem er eina hlaðvarpsveitan sem gefur út þættina hans, en það hefur vakið harða gagnrýni í gegn um tíðina. Tónlistarfólkið Joni Mitchell og Neil Young sögðu skilið við streymisveituna í vetur eftir að hún neitaði að fjarlægja hlaðvarp Rogans. Það var vegna ágreinings um falsfréttaflutning Rogans af heimsfaraldri kórónuveiru. Þá var Rogan milli tannanna á fólki í febrúar þegar gömul klippa úr hlaðvarpi hans fór á dreifingu um netið þar sem hann gerði grín að Markle og kallaði hana „litla ameríska dræsu.“ Viku eftir að hljóðbrotið fór í dreifingu fjarlægði Spotify 113 þætti af The Joe Rogan Experience en Rogan hafði í aðdraganda þess beðist afsökunar á því á Instagram að hafa notað niðrandi orðbragð um minnihlutahópa í hlaðvarpinu. Meðal þeirra ummæla sem hann baðst afsökunar á var þegar hann líkti hverfi, þar sem meirihluti íbúa er svartur, við kvikmyndina Planet of the Apes. Spotify Kóngafólk Bandaríkin Harry og Meghan Hollywood Tengdar fréttir Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30 Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Margir hafa beðið lengi í ofvæni eftir nýju hlaðvarpi Meghan Markle. Í hlaðvarpinu tekur Markle viðtöl við hina ýmsu kvenskörunga þar sem markmiðið er að rýna í og fjalla um hluti sem haldi aftur af konum. Eins og áður segir var fyrsti þátturinn gefinn út á þriðjudag en í honum tók hertogaynjan viðtal við tennisgoðsögnina Serenu Williams, sem tilkynnti það nýlega að hún ætli að leggja skóna á hilluna. Þessi fyrsti þáttur fékk fleiri spilanir en hlaðvarp Joe Rogans, The Joe Rogan Experience, sem hefur trónað á toppi hlaðvarpslista Spotify í þrjú ár. Þetta er þó ekki fyrsta skiptið sem Rogan er bolað af toppnum en hann hefur náð að halda sér í toppsætinu, með einstaka hléum í þessi þrjú ár, þar á meðal í vetur þegar hann var harðlega gagnrýndur af ýmsum fyrir falsfréttaflutning um Covid og bóluefni gegn Covid. Spotify birtir ekki hlustunartölur fyrir einstaka hlaðvarpsþætti en talið er að hlustað sé á hvern þátt Rogans allt að ellefu milljón sinnum. Rogan er á samningi við Spotify, sem er eina hlaðvarpsveitan sem gefur út þættina hans, en það hefur vakið harða gagnrýni í gegn um tíðina. Tónlistarfólkið Joni Mitchell og Neil Young sögðu skilið við streymisveituna í vetur eftir að hún neitaði að fjarlægja hlaðvarp Rogans. Það var vegna ágreinings um falsfréttaflutning Rogans af heimsfaraldri kórónuveiru. Þá var Rogan milli tannanna á fólki í febrúar þegar gömul klippa úr hlaðvarpi hans fór á dreifingu um netið þar sem hann gerði grín að Markle og kallaði hana „litla ameríska dræsu.“ Viku eftir að hljóðbrotið fór í dreifingu fjarlægði Spotify 113 þætti af The Joe Rogan Experience en Rogan hafði í aðdraganda þess beðist afsökunar á því á Instagram að hafa notað niðrandi orðbragð um minnihlutahópa í hlaðvarpinu. Meðal þeirra ummæla sem hann baðst afsökunar á var þegar hann líkti hverfi, þar sem meirihluti íbúa er svartur, við kvikmyndina Planet of the Apes.
Spotify Kóngafólk Bandaríkin Harry og Meghan Hollywood Tengdar fréttir Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30 Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30
Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00
Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið