Meghan Markle vinsælli en Joe Rogan á Spotify Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 19:21 Meghan Markle er vinsælli en Joe Rogan á Spotify. Vísir/Getty Archetypes, nýtt hlaðvarp hertogaynjunnar Meghan Markle, steypti hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience af stóli sem vinsælasta hlaðvarp streymisveitunnar Spotify í Bandaríkjunum. Aðeins tveir dagar eru liðnir síðan fyrsti þáttur Archetypes var gefinn út. Margir hafa beðið lengi í ofvæni eftir nýju hlaðvarpi Meghan Markle. Í hlaðvarpinu tekur Markle viðtöl við hina ýmsu kvenskörunga þar sem markmiðið er að rýna í og fjalla um hluti sem haldi aftur af konum. Eins og áður segir var fyrsti þátturinn gefinn út á þriðjudag en í honum tók hertogaynjan viðtal við tennisgoðsögnina Serenu Williams, sem tilkynnti það nýlega að hún ætli að leggja skóna á hilluna. Þessi fyrsti þáttur fékk fleiri spilanir en hlaðvarp Joe Rogans, The Joe Rogan Experience, sem hefur trónað á toppi hlaðvarpslista Spotify í þrjú ár. Þetta er þó ekki fyrsta skiptið sem Rogan er bolað af toppnum en hann hefur náð að halda sér í toppsætinu, með einstaka hléum í þessi þrjú ár, þar á meðal í vetur þegar hann var harðlega gagnrýndur af ýmsum fyrir falsfréttaflutning um Covid og bóluefni gegn Covid. Spotify birtir ekki hlustunartölur fyrir einstaka hlaðvarpsþætti en talið er að hlustað sé á hvern þátt Rogans allt að ellefu milljón sinnum. Rogan er á samningi við Spotify, sem er eina hlaðvarpsveitan sem gefur út þættina hans, en það hefur vakið harða gagnrýni í gegn um tíðina. Tónlistarfólkið Joni Mitchell og Neil Young sögðu skilið við streymisveituna í vetur eftir að hún neitaði að fjarlægja hlaðvarp Rogans. Það var vegna ágreinings um falsfréttaflutning Rogans af heimsfaraldri kórónuveiru. Þá var Rogan milli tannanna á fólki í febrúar þegar gömul klippa úr hlaðvarpi hans fór á dreifingu um netið þar sem hann gerði grín að Markle og kallaði hana „litla ameríska dræsu.“ Viku eftir að hljóðbrotið fór í dreifingu fjarlægði Spotify 113 þætti af The Joe Rogan Experience en Rogan hafði í aðdraganda þess beðist afsökunar á því á Instagram að hafa notað niðrandi orðbragð um minnihlutahópa í hlaðvarpinu. Meðal þeirra ummæla sem hann baðst afsökunar á var þegar hann líkti hverfi, þar sem meirihluti íbúa er svartur, við kvikmyndina Planet of the Apes. Spotify Kóngafólk Bandaríkin Harry og Meghan Hollywood Tengdar fréttir Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30 Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Margir hafa beðið lengi í ofvæni eftir nýju hlaðvarpi Meghan Markle. Í hlaðvarpinu tekur Markle viðtöl við hina ýmsu kvenskörunga þar sem markmiðið er að rýna í og fjalla um hluti sem haldi aftur af konum. Eins og áður segir var fyrsti þátturinn gefinn út á þriðjudag en í honum tók hertogaynjan viðtal við tennisgoðsögnina Serenu Williams, sem tilkynnti það nýlega að hún ætli að leggja skóna á hilluna. Þessi fyrsti þáttur fékk fleiri spilanir en hlaðvarp Joe Rogans, The Joe Rogan Experience, sem hefur trónað á toppi hlaðvarpslista Spotify í þrjú ár. Þetta er þó ekki fyrsta skiptið sem Rogan er bolað af toppnum en hann hefur náð að halda sér í toppsætinu, með einstaka hléum í þessi þrjú ár, þar á meðal í vetur þegar hann var harðlega gagnrýndur af ýmsum fyrir falsfréttaflutning um Covid og bóluefni gegn Covid. Spotify birtir ekki hlustunartölur fyrir einstaka hlaðvarpsþætti en talið er að hlustað sé á hvern þátt Rogans allt að ellefu milljón sinnum. Rogan er á samningi við Spotify, sem er eina hlaðvarpsveitan sem gefur út þættina hans, en það hefur vakið harða gagnrýni í gegn um tíðina. Tónlistarfólkið Joni Mitchell og Neil Young sögðu skilið við streymisveituna í vetur eftir að hún neitaði að fjarlægja hlaðvarp Rogans. Það var vegna ágreinings um falsfréttaflutning Rogans af heimsfaraldri kórónuveiru. Þá var Rogan milli tannanna á fólki í febrúar þegar gömul klippa úr hlaðvarpi hans fór á dreifingu um netið þar sem hann gerði grín að Markle og kallaði hana „litla ameríska dræsu.“ Viku eftir að hljóðbrotið fór í dreifingu fjarlægði Spotify 113 þætti af The Joe Rogan Experience en Rogan hafði í aðdraganda þess beðist afsökunar á því á Instagram að hafa notað niðrandi orðbragð um minnihlutahópa í hlaðvarpinu. Meðal þeirra ummæla sem hann baðst afsökunar á var þegar hann líkti hverfi, þar sem meirihluti íbúa er svartur, við kvikmyndina Planet of the Apes.
Spotify Kóngafólk Bandaríkin Harry og Meghan Hollywood Tengdar fréttir Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30 Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna Hertogaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril. 25. ágúst 2022 07:30
Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00
Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03