Samúðarkveðjur til íbúa Bláskógabyggðar Sigríður Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 09:31 Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu. Aðferðirnar þekki ég, útúrsnúningana og ósannindin, algeran skort á heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum, fullkomna blindu á lög og siðferði. Og sem íbúi í sveitarfélaginu skammast ég mín. Ég skammast mín þegar svona er farið með nafn Bláskógabyggðar. Ég skammast mín fyrir að tilheyra Bláskógabyggð meðan þessu fer fram og geta ekkert gert til að stöðva óhæfuverkin. Ég veit að fleirum er eins innan brjósts. Við erum ekki öll hjartalaus og heilalaus í þessu byggðarlagi þó að allur þorri sveitarstjórnar virðist vissulega vera það. Eftir miðjan ágúst sendi Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri bréf til allmargra íbúa hjólhýsasvæðisins og hótaði þeim útburði ef þeir rýmdu ekki lóðir sínar innan hálfs mánaðar. Planið hjá sveitarstjórn er að allt svæðið verði hroðið fyrir áramót og í útvarpsfréttum þann 20. ágúst var það haft eftir Ástu sveitarstjóra að þá verði farið í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað eigi að gera við svæðið. Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta. Íbúar Laugarvatns hafa ítrekað reynt að fá að tjá sig við sveitarstjórn um framtíð þessa svæðis en hafa ávallt verið hunsaðir. Þeir skiluðu undirskriftum til oddvita vorið 2021 og mótmæltu lokun hjólhýsasvæðisins. Þetta hefur ekki einu sinni fengið að fréttast. Í samfélaginu okkar gengur maður undir manns hönd við að þagga niður alla umræðu um málefni hjólhýsasvæðisins, enda þolir það enga skoðun og er hrein hneisa. Á sveitarstjórnarfundi þann 3. ágúst síðast liðinn var lögð fram tillaga um að íbúum verði gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn einu. Og svo segir sveitarstjórinn þetta: Að samráð verði haft við íbúa. Hvað ætlar Ásta Stefánsdóttir að gera ef við viljum hafa gömlu hjólhýsabyggðina áfram við Laugarvatn, þá sem nú er verið að eyðileggja? Endurlífgun á þeim sem er þegar dauður hefur aldrei virkað. Bláskógabyggð er að drepa svæðið og murka lífið úr fólki með aðgerðum sínum. Ég sendi íbúum hjólhýsasvæðisins mínar innilegustu samúðarkveður og einnig þeim sveitungum mínum sem finna til og sjá hvað þarna er í raun og veru á seyði. Höfundur er íbúi í Bláskógabyggð og sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bláskógabyggð Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu. Aðferðirnar þekki ég, útúrsnúningana og ósannindin, algeran skort á heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum, fullkomna blindu á lög og siðferði. Og sem íbúi í sveitarfélaginu skammast ég mín. Ég skammast mín þegar svona er farið með nafn Bláskógabyggðar. Ég skammast mín fyrir að tilheyra Bláskógabyggð meðan þessu fer fram og geta ekkert gert til að stöðva óhæfuverkin. Ég veit að fleirum er eins innan brjósts. Við erum ekki öll hjartalaus og heilalaus í þessu byggðarlagi þó að allur þorri sveitarstjórnar virðist vissulega vera það. Eftir miðjan ágúst sendi Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri bréf til allmargra íbúa hjólhýsasvæðisins og hótaði þeim útburði ef þeir rýmdu ekki lóðir sínar innan hálfs mánaðar. Planið hjá sveitarstjórn er að allt svæðið verði hroðið fyrir áramót og í útvarpsfréttum þann 20. ágúst var það haft eftir Ástu sveitarstjóra að þá verði farið í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað eigi að gera við svæðið. Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta. Íbúar Laugarvatns hafa ítrekað reynt að fá að tjá sig við sveitarstjórn um framtíð þessa svæðis en hafa ávallt verið hunsaðir. Þeir skiluðu undirskriftum til oddvita vorið 2021 og mótmæltu lokun hjólhýsasvæðisins. Þetta hefur ekki einu sinni fengið að fréttast. Í samfélaginu okkar gengur maður undir manns hönd við að þagga niður alla umræðu um málefni hjólhýsasvæðisins, enda þolir það enga skoðun og er hrein hneisa. Á sveitarstjórnarfundi þann 3. ágúst síðast liðinn var lögð fram tillaga um að íbúum verði gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn einu. Og svo segir sveitarstjórinn þetta: Að samráð verði haft við íbúa. Hvað ætlar Ásta Stefánsdóttir að gera ef við viljum hafa gömlu hjólhýsabyggðina áfram við Laugarvatn, þá sem nú er verið að eyðileggja? Endurlífgun á þeim sem er þegar dauður hefur aldrei virkað. Bláskógabyggð er að drepa svæðið og murka lífið úr fólki með aðgerðum sínum. Ég sendi íbúum hjólhýsasvæðisins mínar innilegustu samúðarkveður og einnig þeim sveitungum mínum sem finna til og sjá hvað þarna er í raun og veru á seyði. Höfundur er íbúi í Bláskógabyggð og sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun