„Við erum allar mjög góðar fyrirmyndir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2022 11:31 Hópurinn í heild sinni. Raunveruleikaþættirnir LXS hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum er fylgst með lífi vinsælustu samfélagsmiðlastjarna landsins. Þær Birgitta Líf, Ástrós Trausta, Magnea Björg, Sunneva Einars og Ína María mynda þennan umtalaða vinkonuhóp sem fylgst er með í þáttunum. Sindri Sindrason hitti þessar flottu konur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að kynnast hópnum fyrir komandi þætti í seríunni en þættirnir LXS eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. „Þetta byrjaði allt með að Birgitta Líf fékk skilaboð á Instagram og var hún spurð út í það hvort við værum tilbúnar í þetta verkefni,“ segir Sunneva Einarsdóttir en þær voru ekki alveg tilbúnar að segja áhorfendum frá því fyrir hvað LXS stæði fyrir. Sunneva er með flesta fylgjendur á Instagram eða um 57 þúsund. Hópurinn fær oft á tíðum yfir sig heldur ósmekklegar athugasemdir á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) Þær segjast allar ekkert lesa athugasemdirnar, allar nema Magnea Björg. „Ég hugsa bara hvað skildi vera fara í gegnum hausinn á fólki sem er að commenta undir grein á Facebook,“ segir Magnea. „Því fleiri comment, því lengra fer fréttin og þannig að endilega commentið eins og þið viljið,“ segir Ástrós og horfir ákveðin inn í myndavélina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Sindri spurði þær hvort það yrði eitthvað drama í seríunni. „Það verður eitthvað drama en við stöndum hér allar hlið við hlið í dag og erum ennþá vinkonur,“ segir Sunneva sem var spurð hver væri mesta dramadrottningin. „Hún er þarna á endanum,“ segir Sunneva og benti á Birgittu Líf. „Ha? Er ég mesta dramadrottningin? Nú verður drama,“ segir Birgitta og hlær. „Ég skal alveg segja að ég er alveg mesta frekjan og ef það er að vera dramadrottning, þá bara já.“ Stundum er umræða um að þessar konur séu ekki góðar fyrirmyndir. Þá tekur Birgitta Líf boltann. „Ég get heilshugar sagt að við erum allar mjög góðar fyrirmyndir. Við erum ótrúlega heilbrigðar og erum að gera ótrúlega flotta hluti. Við erum sjálfstæðar með gott sjálfstraust og ég myndi vilja að dætur mínar í framtíðinni myndu horfa á okkur,“ segir Birgitta Líf. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag LXS Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Þær Birgitta Líf, Ástrós Trausta, Magnea Björg, Sunneva Einars og Ína María mynda þennan umtalaða vinkonuhóp sem fylgst er með í þáttunum. Sindri Sindrason hitti þessar flottu konur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að kynnast hópnum fyrir komandi þætti í seríunni en þættirnir LXS eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. „Þetta byrjaði allt með að Birgitta Líf fékk skilaboð á Instagram og var hún spurð út í það hvort við værum tilbúnar í þetta verkefni,“ segir Sunneva Einarsdóttir en þær voru ekki alveg tilbúnar að segja áhorfendum frá því fyrir hvað LXS stæði fyrir. Sunneva er með flesta fylgjendur á Instagram eða um 57 þúsund. Hópurinn fær oft á tíðum yfir sig heldur ósmekklegar athugasemdir á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) Þær segjast allar ekkert lesa athugasemdirnar, allar nema Magnea Björg. „Ég hugsa bara hvað skildi vera fara í gegnum hausinn á fólki sem er að commenta undir grein á Facebook,“ segir Magnea. „Því fleiri comment, því lengra fer fréttin og þannig að endilega commentið eins og þið viljið,“ segir Ástrós og horfir ákveðin inn í myndavélina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Sindri spurði þær hvort það yrði eitthvað drama í seríunni. „Það verður eitthvað drama en við stöndum hér allar hlið við hlið í dag og erum ennþá vinkonur,“ segir Sunneva sem var spurð hver væri mesta dramadrottningin. „Hún er þarna á endanum,“ segir Sunneva og benti á Birgittu Líf. „Ha? Er ég mesta dramadrottningin? Nú verður drama,“ segir Birgitta og hlær. „Ég skal alveg segja að ég er alveg mesta frekjan og ef það er að vera dramadrottning, þá bara já.“ Stundum er umræða um að þessar konur séu ekki góðar fyrirmyndir. Þá tekur Birgitta Líf boltann. „Ég get heilshugar sagt að við erum allar mjög góðar fyrirmyndir. Við erum ótrúlega heilbrigðar og erum að gera ótrúlega flotta hluti. Við erum sjálfstæðar með gott sjálfstraust og ég myndi vilja að dætur mínar í framtíðinni myndu horfa á okkur,“ segir Birgitta Líf. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag LXS Samfélagsmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira