Markviss endurskoðun ökuprófa og ökunáms skilar sér í auknu umferðaröryggi Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 1. september 2022 10:00 Á liðnum dögum hefur skólahald hafist að nýju eftir sumarleyfi. Því fylgir aukin umferð, gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og þar á meðal skólabarna sem eru að stíga sín fyrstu skref ein út í umferðinni. Þetta verðum við ökumenn að hafa í huga, en í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Það eru ekki aðeins þau sem eru að hefja skólagöngu sína sem eru að stíga sín fyrstu skref út í umferðinni. Á degi hverjum bætast við nýir og óreyndir ökumenn sem hafa staðist hæfnisviðmið ökuprófs en í hverjum mánuði alla mánuði ársins þreyta um 500 ökunemar verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir einnig að reynslutímabil hefjist að loknu ökunámi þar sem reynir á ábyrgð og öryggi ökumanns en talið er að full færni náist ekki fyrr en eftir 5 til 7 ára akstur. Þetta verðum við að hafa í huga, ekki aðeins þeir sem eru að hefja sinn ökuferil heldur við öll sem tökum þátt í umferðinni. Allt frá því að fyrsta ökuprófið var þreytt 15. júní 1915 hefur orðið mikil tækniþróun á ökutækum, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum og fjöldi vegfarenda hefur margfaldast, starfsfumhverfi okkar ökukennara er síbreytilegt. Þetta síbreytilega umhverfi kallar á það að við ökukennarar verðum að fá tækifæri til að þróast í takt við þær breytingar sem verða tengt störfum okkar. Öryggi og velferð vegfarenda er okkur ökukennurum hugleikið og það er okkar hlutverk að sjá til þess að ökunemar nái að tileinka sér öll ofangreind markmið sem nefnd voru í upphafi greinar og standist þau hæfnisviðmið sem gerð eru í ökuprófi. Tilgangur Ökukennarafélags Íslands er m.a. að vinna að bættri umferðarmenningu og allt frá stofnun félagsins fyrir tæpum 80 árum hefur félagið unnið að heilindum að því markmiði, með aðkomu að uppbyggingu á aksturssvæði þar sem ökunemar fá m.a. að upplifa viðbrögð sín við óvæntum aðstæðum og geta gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að halda stjórn á bílnum og afstýra slysum. Einnig hefur félagið komið að framleiðslu á kennsluefni ásamt því að miðla upplýsingum til félagsmanna svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mikil þekking og reynsla er meðal félagsmanna Ökukennarafélags Íslands og hana á að nýta þegar unnið er að breytingum er viðkemur ökunámi, ökukennslu eða umferðarmálum almennt. Til að mynda var nokkur umræða um skrifleg ökupróf á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum á vormáðum þessa árs. Meðal þess sem kom fram var að orðalag prófana væri ruglandi og mikið fall. Ökupróf bæði skrifleg ökupróf og verklegurkvarði eiga að vera í reglulegri endurskoðun og að þeirri endurskoðun ætti Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma, en slíkt fyrirkomulag er ekki til staðar þó Ökukennarafélag Íslands hafi bent á að eðlilegt væri að félagið kæmi að slíkri vinnu. Aðkoma fagfélags myndi klárlega leiða til aukinna gæða ökuprófa en ekki síður ökunáms sem síðan skilar sér í öruggari ökumönnum. Það er markmið okkar ökukennara að skila nemendum okkar sem öruggustum út í umferðina og starfandi ökukennarar eru í mestri nánd við nemendur og eru því í góðri aðstöðu til að átta sig á hvað betur má fara í ökunámi og skriflegum- og verklegum ökuprófum. Að lokum, eitt af því mikilvægasta sem við tökum með okkur út í umferðina hvort sem við erum akandi, hjólandi eða gangandi er kurteisi og tillitssemi. Sýnum ungum ökumönnum og öðrum vegfarendum gott fordæmi. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Samgöngur Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á liðnum dögum hefur skólahald hafist að nýju eftir sumarleyfi. Því fylgir aukin umferð, gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og þar á meðal skólabarna sem eru að stíga sín fyrstu skref ein út í umferðinni. Þetta verðum við ökumenn að hafa í huga, en í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Það eru ekki aðeins þau sem eru að hefja skólagöngu sína sem eru að stíga sín fyrstu skref út í umferðinni. Á degi hverjum bætast við nýir og óreyndir ökumenn sem hafa staðist hæfnisviðmið ökuprófs en í hverjum mánuði alla mánuði ársins þreyta um 500 ökunemar verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir einnig að reynslutímabil hefjist að loknu ökunámi þar sem reynir á ábyrgð og öryggi ökumanns en talið er að full færni náist ekki fyrr en eftir 5 til 7 ára akstur. Þetta verðum við að hafa í huga, ekki aðeins þeir sem eru að hefja sinn ökuferil heldur við öll sem tökum þátt í umferðinni. Allt frá því að fyrsta ökuprófið var þreytt 15. júní 1915 hefur orðið mikil tækniþróun á ökutækum, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum og fjöldi vegfarenda hefur margfaldast, starfsfumhverfi okkar ökukennara er síbreytilegt. Þetta síbreytilega umhverfi kallar á það að við ökukennarar verðum að fá tækifæri til að þróast í takt við þær breytingar sem verða tengt störfum okkar. Öryggi og velferð vegfarenda er okkur ökukennurum hugleikið og það er okkar hlutverk að sjá til þess að ökunemar nái að tileinka sér öll ofangreind markmið sem nefnd voru í upphafi greinar og standist þau hæfnisviðmið sem gerð eru í ökuprófi. Tilgangur Ökukennarafélags Íslands er m.a. að vinna að bættri umferðarmenningu og allt frá stofnun félagsins fyrir tæpum 80 árum hefur félagið unnið að heilindum að því markmiði, með aðkomu að uppbyggingu á aksturssvæði þar sem ökunemar fá m.a. að upplifa viðbrögð sín við óvæntum aðstæðum og geta gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að halda stjórn á bílnum og afstýra slysum. Einnig hefur félagið komið að framleiðslu á kennsluefni ásamt því að miðla upplýsingum til félagsmanna svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mikil þekking og reynsla er meðal félagsmanna Ökukennarafélags Íslands og hana á að nýta þegar unnið er að breytingum er viðkemur ökunámi, ökukennslu eða umferðarmálum almennt. Til að mynda var nokkur umræða um skrifleg ökupróf á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum á vormáðum þessa árs. Meðal þess sem kom fram var að orðalag prófana væri ruglandi og mikið fall. Ökupróf bæði skrifleg ökupróf og verklegurkvarði eiga að vera í reglulegri endurskoðun og að þeirri endurskoðun ætti Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma, en slíkt fyrirkomulag er ekki til staðar þó Ökukennarafélag Íslands hafi bent á að eðlilegt væri að félagið kæmi að slíkri vinnu. Aðkoma fagfélags myndi klárlega leiða til aukinna gæða ökuprófa en ekki síður ökunáms sem síðan skilar sér í öruggari ökumönnum. Það er markmið okkar ökukennara að skila nemendum okkar sem öruggustum út í umferðina og starfandi ökukennarar eru í mestri nánd við nemendur og eru því í góðri aðstöðu til að átta sig á hvað betur má fara í ökunámi og skriflegum- og verklegum ökuprófum. Að lokum, eitt af því mikilvægasta sem við tökum með okkur út í umferðina hvort sem við erum akandi, hjólandi eða gangandi er kurteisi og tillitssemi. Sýnum ungum ökumönnum og öðrum vegfarendum gott fordæmi. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun