Sælgætisrisar gera upp stóru lakkrísdeiluna: „Danir eru ekkert með góðan lakkrís, og ekki Ameríkanar heldur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2022 09:01 Johan Bülow viðurkennir að Íslendingar eigi heiðurinn af súkkulaðihjúpuðum lakkrís. Vísir Danski sælgætisgerðarmaðurinn Johan Bulow viðurkennir að Íslendingar eigi heiðurinn af súkkulaðihjúpuðum lakkrís, eftir að milliríkjadeila um sælgætið kviknaði á netinu. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Bulow - og hitti framkvæmdastjóra Góu, sem fór yfir uppruna þessarar áratugagömlu íslensku hefðar. Deilan hófst þegar íslenskri konu búsettri í Kaupmannahöfn ofbauð texti á heimasíðu danska lakkrísframleiðandans Lakrids by Bülow þar sem því var lýst að á því herrans ári 2009 hefði stofnandinn Johan, þvert á það sem yfirleitt var talið mögulegt, komið hinni byltingarkenndu hugmynd um súkkuhlaðihjúpaðan lakkrís til framkvæmda. En þau hjá Bülow voru alls ekki fyrst til að hjúpa hann súkkulaði, Íslendingar á samfélagsmiðlum voru fljótir að benda á Drauminn frá Freyju, sem kom á markað 1984. Talsvert fyrr en 2009. Brot úr ódauðlegri auglýsingu á sælgætinu frá 2007, með Jónsa í Svörtum fötum í forgrunni, má sjá í meðfylgjandi innslagi. Og þó að annað erlent sælgæti frá síðustu öld hafi verið nefnt sem mögulegur brautryðjandi, frekar en Draumurinn, fullyrða innlendir bransamenn að súkkulaði og lakkrís-tvennan sé áratugagömul og séríslensk. „Meira en það. 100 prósent sko,“ segir Helgi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Góu. „Þetta var hvergi til í Danmörku. Ég veit ýmislegt um sælgætisheiminn, búinn að kynnast því nokkuð vel. Og menn hafa eiginlega verið lygilega lengi að uppgötva þetta saman og mætti sjá þetta meira frá risunum úti í heimi,“ segir Helgi. Ungir menn og ungar dömur Og Helgi er ekki í vafa um uppruna ummræddrar blöndu. „Það er engin spurning. Það byrjaði með þessari rúllu hérna frá Appollo og Siríus-lengju frá Nóa Siríus. Það var fólkið á götunni sem fann þetta upp. En þetta var mjög gott saman. Bæði ungir menn og ungar dömur borðuðu þetta og svoleiðis varð þetta til. Þetta var ekki til beint hjá einhverjum framleiðanda en svo fórum við [Íslendingar] að framleiða þetta á eftir, alls konar stykki og lakkrís. Ja, bara endalaust.“ Býður forsetanum í heimsókn En víkjum aftur að deilunni, sem meira að segja forseti Íslands blandaði sér í. Beindi því vinsamlegast til frænda okkar Dana að smyrja súkkulaði á hið sanndanska smørrebrød. Og það var innleggið frá forsetanum sem vakti athygli áðurnefnds Johans Bülow, sælgætisgerðarmanns. „Og það var einmitt þess vegna sem ég ákvað að birta stutt myndband, þar sem ég tilkynnti að þið [Íslendingar] væruð höfundar samsetningarinnar. Og það væri mér heiður að fá forseta ykkar í heimsókn í lakkrísverksmiðjuna okkar og leyfa honum að smakka allar bragðtegundirnar. Það væri gaman,“ segir Johan í samtali við fréttastofu. Og hinum umdeilda texta á vef Bülow hefur verið breytt. „Þetta voru mistök. Og ég hef tjáð fjölmiðlum í næstum tíu ár núna að við hefðum litið til íslenskrar framleiðslu. Þannig að það er ekkert leyndarmál,“ segir Johan. Og undir þetta tekur Helgi í Góu. „Við [Íslendingar] vorum fyrstir í heimi með þetta. Af því að við erum líka með besta lakkrísinn í heimi. Danir eru ekkert með góðan lakkrís, og ekki Ameríkanar heldur.“ Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. 7. september 2022 22:23 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Deilan hófst þegar íslenskri konu búsettri í Kaupmannahöfn ofbauð texti á heimasíðu danska lakkrísframleiðandans Lakrids by Bülow þar sem því var lýst að á því herrans ári 2009 hefði stofnandinn Johan, þvert á það sem yfirleitt var talið mögulegt, komið hinni byltingarkenndu hugmynd um súkkuhlaðihjúpaðan lakkrís til framkvæmda. En þau hjá Bülow voru alls ekki fyrst til að hjúpa hann súkkulaði, Íslendingar á samfélagsmiðlum voru fljótir að benda á Drauminn frá Freyju, sem kom á markað 1984. Talsvert fyrr en 2009. Brot úr ódauðlegri auglýsingu á sælgætinu frá 2007, með Jónsa í Svörtum fötum í forgrunni, má sjá í meðfylgjandi innslagi. Og þó að annað erlent sælgæti frá síðustu öld hafi verið nefnt sem mögulegur brautryðjandi, frekar en Draumurinn, fullyrða innlendir bransamenn að súkkulaði og lakkrís-tvennan sé áratugagömul og séríslensk. „Meira en það. 100 prósent sko,“ segir Helgi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Góu. „Þetta var hvergi til í Danmörku. Ég veit ýmislegt um sælgætisheiminn, búinn að kynnast því nokkuð vel. Og menn hafa eiginlega verið lygilega lengi að uppgötva þetta saman og mætti sjá þetta meira frá risunum úti í heimi,“ segir Helgi. Ungir menn og ungar dömur Og Helgi er ekki í vafa um uppruna ummræddrar blöndu. „Það er engin spurning. Það byrjaði með þessari rúllu hérna frá Appollo og Siríus-lengju frá Nóa Siríus. Það var fólkið á götunni sem fann þetta upp. En þetta var mjög gott saman. Bæði ungir menn og ungar dömur borðuðu þetta og svoleiðis varð þetta til. Þetta var ekki til beint hjá einhverjum framleiðanda en svo fórum við [Íslendingar] að framleiða þetta á eftir, alls konar stykki og lakkrís. Ja, bara endalaust.“ Býður forsetanum í heimsókn En víkjum aftur að deilunni, sem meira að segja forseti Íslands blandaði sér í. Beindi því vinsamlegast til frænda okkar Dana að smyrja súkkulaði á hið sanndanska smørrebrød. Og það var innleggið frá forsetanum sem vakti athygli áðurnefnds Johans Bülow, sælgætisgerðarmanns. „Og það var einmitt þess vegna sem ég ákvað að birta stutt myndband, þar sem ég tilkynnti að þið [Íslendingar] væruð höfundar samsetningarinnar. Og það væri mér heiður að fá forseta ykkar í heimsókn í lakkrísverksmiðjuna okkar og leyfa honum að smakka allar bragðtegundirnar. Það væri gaman,“ segir Johan í samtali við fréttastofu. Og hinum umdeilda texta á vef Bülow hefur verið breytt. „Þetta voru mistök. Og ég hef tjáð fjölmiðlum í næstum tíu ár núna að við hefðum litið til íslenskrar framleiðslu. Þannig að það er ekkert leyndarmál,“ segir Johan. Og undir þetta tekur Helgi í Góu. „Við [Íslendingar] vorum fyrstir í heimi með þetta. Af því að við erum líka með besta lakkrísinn í heimi. Danir eru ekkert með góðan lakkrís, og ekki Ameríkanar heldur.“
Sælgæti Danmörk Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. 7. september 2022 22:23 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. 7. september 2022 22:23
Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. 6. september 2022 15:20
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02