Telur að spurningar um tilgang krúnunnar verði áleitnari eftir fráfall Elísabetar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2022 14:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sjálfsmynd bresku þjóðarinnar sé á hreyfingu. vísir/vilhelm Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að spurningin um tilgang krúnunnar muni leita ákaft á breskan almenning og á þjóðir Breska samveldisins í kjölfar fráfalls Elísabetar Bretlandsdrottningar. Hann segir sjálfsmynd bresku þjóðarinnar vera á hreyfingu nú á miklu umbreytingaskeiði en að fráfall þjóðarleiðtoga sem naut virðingar og hylli muni, til skamms tíma, hafa sameinandi áhrif á bresku þjóðina. Elísabet naut mikillar hylli og var mikið sameiningartákn sem nýr konungur er síður. Meira er vitað um einkalíf Karls og hafa til dæmis ýmis hneykslismál ratað á forsíður dagblaðanna í tímans rás. Eiríkur telur að þessa dagana séu við að upplifa söguna og að fráfallið gæti haft mikla þýðingu fyrir framhaldið. „Þetta gæti haft veruleg áhrif á ásýnd konungdæmisins. Auðvitað er þetta eins konar nátttröll fyrri tíðar, þessi konungdæmi, sem hafa þróast úr því að vera alvaldur yfir í að hafa nánast engin völd og ekkert formlegt hlutverk fyrir utan hið efnahagslega,“ segir Eiríkur sem bætir við að hlutverkið sé frekar táknræns eðlis og snúist meira um viðhafnarsiði og venjur. Fyrir utan það sé „í rauninni ekkert efnislegt innihald í konungdæminu þegar kemur að formlegum völdum.“ Áhrifamáttur Elísabetar hafi haft meiri þýðingu en eiginlegt hlutverk hennar í stjórnskipaninni. Því verði breytingin með valdaskiptunum enn meiri. „Áhrifin sem gætu orðið er að spurningin um konungdæmið sjálft komi frekar fram og að Bretar fari að spyrja sig ákaft hver tilgangur þessa fyrirbæris sé, sem nánast hefur ekkert formlegt valdahlutverk lengur. Sú spurning hefur bara varla komið upp í tíð Elísabetar að mörgu leyti út af henni sjálfri en þegar við sprotanum tekur maður sem fólk hefur kannski aðra afstöðu til þá hlýtur spurningin um tilgang konungdæmisins að spretta fram.“ Elísabet II, Bretlandsdrottning 1926 - 2022.The Royal Family Breska þjóðin hefur á síðustu árum gengið í gegnum mikið umbreytingaskeið og má þar nefna Brexit, leiðtogaskipti og nú fráfall drottningarinnar. Gæti fráfallið jafnvel breytt sjálfsmynd þjóðarinnar? „Sjálfsmynd bresku þjóðarinnar er á hreyfingu; í kjölfarið á útgöngu út úr Evrópusambandinu og stöðu Bretlands á heimssviðinu þá gætibreyting á krúnunni á þessum tíma vel haft áhrif á þá sjálfsmynd sem er nú þegar í umpólun en hins vegar má á móti segja að kannski til skamms tíma getur andlát fígúru eins og Elísabet er, í jákvæðri merkingu þess orðs, haft líka sameinandi áhrif á Breta í dag.“ Eiríkur var líka spurður út í Breska samveldið og hvort ríkin færu hugsanlega að endurhugsa aðildina. Eiríkur svaraði því til að sama endurskoðun hljóti að eiga sér stað innan Breska samveldisins. Fram að andláti Elísabetar hafi mörg ríkjanna ekkert viljað hreyfa við stöðunni. „Ríki hafa auðvitað verið að ganga út úr samveldinu. Það hefur ekki stóru hlutverki að gegna sem slíkt í alþjóðapólitíkinni. Þetta er meira svona menningarlegt bandalag ríkja sem er tengd með sögulegum þráðum í gegnum bresku krúnuna.“ En umrædd saga er alls ekki falleg. „Þetta er blóði drifin saga skelfilegustu helfarar veraldar, ef svo má segja, sem nýlendustefnan var á sínum tíma. Bretar voru auðvitað að stórum hluta í fararbroddi fyrir. Þetta er auðvitað saga sem tilheyrir allt annarri tíð og hefur kannski þess vegna ekki endilega sérstaka þýðingu í praktískum málum í dag heldur táknrænni þýðingu í huga fólks.“ Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur England Bretland Tengdar fréttir Þjóðarsorg þar til sjö daga eftir útför drottningarinnar Buckingham höll hefur tilkynnt að Karl konungur sé búinn að taka ákvörðun um að þjóðarsorg muni ríkja frá deginum í dag þar til sjö daga eftir útför Elísabetar annarrar Bretadrottningar. 9. september 2022 08:38 Svona greindu bresku sjónvarpsstöðvarnar frá andláti drottningar Fjölmiðlar um allan heim eru nú undirlagðir fréttum af andláti Elísabetar II Bretadrottningar, nýjum þjóðhöfðingja og konungi Bretlands, Karli III, og því sem í vændum er. 9. september 2022 09:02 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Elísabet naut mikillar hylli og var mikið sameiningartákn sem nýr konungur er síður. Meira er vitað um einkalíf Karls og hafa til dæmis ýmis hneykslismál ratað á forsíður dagblaðanna í tímans rás. Eiríkur telur að þessa dagana séu við að upplifa söguna og að fráfallið gæti haft mikla þýðingu fyrir framhaldið. „Þetta gæti haft veruleg áhrif á ásýnd konungdæmisins. Auðvitað er þetta eins konar nátttröll fyrri tíðar, þessi konungdæmi, sem hafa þróast úr því að vera alvaldur yfir í að hafa nánast engin völd og ekkert formlegt hlutverk fyrir utan hið efnahagslega,“ segir Eiríkur sem bætir við að hlutverkið sé frekar táknræns eðlis og snúist meira um viðhafnarsiði og venjur. Fyrir utan það sé „í rauninni ekkert efnislegt innihald í konungdæminu þegar kemur að formlegum völdum.“ Áhrifamáttur Elísabetar hafi haft meiri þýðingu en eiginlegt hlutverk hennar í stjórnskipaninni. Því verði breytingin með valdaskiptunum enn meiri. „Áhrifin sem gætu orðið er að spurningin um konungdæmið sjálft komi frekar fram og að Bretar fari að spyrja sig ákaft hver tilgangur þessa fyrirbæris sé, sem nánast hefur ekkert formlegt valdahlutverk lengur. Sú spurning hefur bara varla komið upp í tíð Elísabetar að mörgu leyti út af henni sjálfri en þegar við sprotanum tekur maður sem fólk hefur kannski aðra afstöðu til þá hlýtur spurningin um tilgang konungdæmisins að spretta fram.“ Elísabet II, Bretlandsdrottning 1926 - 2022.The Royal Family Breska þjóðin hefur á síðustu árum gengið í gegnum mikið umbreytingaskeið og má þar nefna Brexit, leiðtogaskipti og nú fráfall drottningarinnar. Gæti fráfallið jafnvel breytt sjálfsmynd þjóðarinnar? „Sjálfsmynd bresku þjóðarinnar er á hreyfingu; í kjölfarið á útgöngu út úr Evrópusambandinu og stöðu Bretlands á heimssviðinu þá gætibreyting á krúnunni á þessum tíma vel haft áhrif á þá sjálfsmynd sem er nú þegar í umpólun en hins vegar má á móti segja að kannski til skamms tíma getur andlát fígúru eins og Elísabet er, í jákvæðri merkingu þess orðs, haft líka sameinandi áhrif á Breta í dag.“ Eiríkur var líka spurður út í Breska samveldið og hvort ríkin færu hugsanlega að endurhugsa aðildina. Eiríkur svaraði því til að sama endurskoðun hljóti að eiga sér stað innan Breska samveldisins. Fram að andláti Elísabetar hafi mörg ríkjanna ekkert viljað hreyfa við stöðunni. „Ríki hafa auðvitað verið að ganga út úr samveldinu. Það hefur ekki stóru hlutverki að gegna sem slíkt í alþjóðapólitíkinni. Þetta er meira svona menningarlegt bandalag ríkja sem er tengd með sögulegum þráðum í gegnum bresku krúnuna.“ En umrædd saga er alls ekki falleg. „Þetta er blóði drifin saga skelfilegustu helfarar veraldar, ef svo má segja, sem nýlendustefnan var á sínum tíma. Bretar voru auðvitað að stórum hluta í fararbroddi fyrir. Þetta er auðvitað saga sem tilheyrir allt annarri tíð og hefur kannski þess vegna ekki endilega sérstaka þýðingu í praktískum málum í dag heldur táknrænni þýðingu í huga fólks.“
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur England Bretland Tengdar fréttir Þjóðarsorg þar til sjö daga eftir útför drottningarinnar Buckingham höll hefur tilkynnt að Karl konungur sé búinn að taka ákvörðun um að þjóðarsorg muni ríkja frá deginum í dag þar til sjö daga eftir útför Elísabetar annarrar Bretadrottningar. 9. september 2022 08:38 Svona greindu bresku sjónvarpsstöðvarnar frá andláti drottningar Fjölmiðlar um allan heim eru nú undirlagðir fréttum af andláti Elísabetar II Bretadrottningar, nýjum þjóðhöfðingja og konungi Bretlands, Karli III, og því sem í vændum er. 9. september 2022 09:02 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þjóðarsorg þar til sjö daga eftir útför drottningarinnar Buckingham höll hefur tilkynnt að Karl konungur sé búinn að taka ákvörðun um að þjóðarsorg muni ríkja frá deginum í dag þar til sjö daga eftir útför Elísabetar annarrar Bretadrottningar. 9. september 2022 08:38
Svona greindu bresku sjónvarpsstöðvarnar frá andláti drottningar Fjölmiðlar um allan heim eru nú undirlagðir fréttum af andláti Elísabetar II Bretadrottningar, nýjum þjóðhöfðingja og konungi Bretlands, Karli III, og því sem í vændum er. 9. september 2022 09:02
Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31