Teiknimyndabjörninn Paddington sendi sína hinstu kveðju til Elísabetar á Twitter eftir að fréttir bárust af andláti hennar síðdegis í gær. Paddington átti stórt hlutverk í hátíðarhöldunum vegna platínum krýningarafmælis drottningarinnar í maí síðastliðnum.
Thank you Ma am, for everything.
— Paddington (@paddingtonbear) September 8, 2022
Í myndefninu sem tekið var upp í tilefni af hátíðarhöldunum má sjá Paddington ganga gegn kurteisisreglum sem ber að hafa í huga í kringum kóngafólk. Hann svolgrar te og sprautar rjóma út um allt. Sem betur fer er drottningin skilningsrík. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Það eru þó ekki einungis teiknimyndapersónur sem drottningin hefur unnið með á þennan máta heldur einnig njósnurum, þá nánar til tekið njósnaranum breska, James Bond. Samstarf drottningarinnar og Bond var tekið upp í tilefni Ólympíuleikanna sem voru haldnir fyrir 10 árum síðan í London.
Brot úr myndbandinu með Bond, skemmtilegt spjall á milli drottningarinnar og David Attenborough ásamt fleiri skondnum augnablikum má sjá í samantekt Guardian hér að neðan.