Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2022 14:27 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir samtökin finna fyrir aukinni aðsókn í þjónustu þeirra. Mynd/Ásta Kristjáns Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um fyrstu sex mánuði ársins kom í ljós að á hverjum degi berist lögreglu á landsvísu að meðaltali sjö tilkynningar um heimilisofbeldi og hafa tilkynningarnar aldrei verið fleiri. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði einnig mikið eða um nærri þriðjung á milli ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, að þessar sláandi tölur yfir tilkynningar um ofbeldi geti átt sér skýringar í því að stjórnvöld hafi í störfum sínum lagt áherslu á að fækka brotum en ekki síst að fjölga tilkynningum. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að aðsókn í viðtals-og dvalarþjónustu athvarfsins hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „Í ár eru konurnar sem dvelja hjá okkur í athvarfinu þegar orðnar fleiri en dvöldu hjá okkur allt árið í fyrra. Það gista svona að meðaltali 120-130 konur á ári með að meðaltali hundrað börn með sér og við erum sem sagt að ná upp í þá tölu á árinu,“ segir Linda Dröfn. „En stærsta stökkið sjáum við í viðtölunum hjá okkur. Við bjóðum sem sagt upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem búa við ofbeldi í nánu sambandi eða eru jafnvel að hugsa sér að komast út úr þannig sambandi eða vantar ráðgjöf og stuðning. Tölur yfir það hafa alveg margfaldast.“ En hvers vegna þessi mikla fjölgun, hafið þið einhverjar skýringar? „Það eru alltaf þessar pælingar með hvort þetta sé raunveruleg fjölgun eða meiri meðvitund og fleiri skráningar eða hvort fólk sé duglegra við að leita sér hjálpar. Það er alltaf pínu erfitt að greina þar á milli. Það er ekkert endilega okkar upplifun að ofbeldi í nánum samböndum hafi mikið aukist heldur frekar það að konur séu í auknum mæli að leita sér aðstoðar.“ Þá bendir Linda Dröfn á að aukningu í athvarfinu meiri einnig rekja til fleiri kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. „Þær þurfa oft meira á því að halda að leita sér athvarfs og hafa síður bakland til að leita í,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um fyrstu sex mánuði ársins kom í ljós að á hverjum degi berist lögreglu á landsvísu að meðaltali sjö tilkynningar um heimilisofbeldi og hafa tilkynningarnar aldrei verið fleiri. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði einnig mikið eða um nærri þriðjung á milli ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, að þessar sláandi tölur yfir tilkynningar um ofbeldi geti átt sér skýringar í því að stjórnvöld hafi í störfum sínum lagt áherslu á að fækka brotum en ekki síst að fjölga tilkynningum. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að aðsókn í viðtals-og dvalarþjónustu athvarfsins hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „Í ár eru konurnar sem dvelja hjá okkur í athvarfinu þegar orðnar fleiri en dvöldu hjá okkur allt árið í fyrra. Það gista svona að meðaltali 120-130 konur á ári með að meðaltali hundrað börn með sér og við erum sem sagt að ná upp í þá tölu á árinu,“ segir Linda Dröfn. „En stærsta stökkið sjáum við í viðtölunum hjá okkur. Við bjóðum sem sagt upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem búa við ofbeldi í nánu sambandi eða eru jafnvel að hugsa sér að komast út úr þannig sambandi eða vantar ráðgjöf og stuðning. Tölur yfir það hafa alveg margfaldast.“ En hvers vegna þessi mikla fjölgun, hafið þið einhverjar skýringar? „Það eru alltaf þessar pælingar með hvort þetta sé raunveruleg fjölgun eða meiri meðvitund og fleiri skráningar eða hvort fólk sé duglegra við að leita sér hjálpar. Það er alltaf pínu erfitt að greina þar á milli. Það er ekkert endilega okkar upplifun að ofbeldi í nánum samböndum hafi mikið aukist heldur frekar það að konur séu í auknum mæli að leita sér aðstoðar.“ Þá bendir Linda Dröfn á að aukningu í athvarfinu meiri einnig rekja til fleiri kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. „Þær þurfa oft meira á því að halda að leita sér athvarfs og hafa síður bakland til að leita í,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14
Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45
Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11