Þykkur reykur fyllti Vaðlaheiðargöngin á einstakri æfingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2022 22:01 Slökkviliðsmenn þurfti að vinna vel saman í dag, nú sem endranær. Vísir/Tryggvi Slökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu voru samankomnir á Akureyri í dag til að fylgjast með brunaæfingu inn í Vaðlaheiðargöngunum. Göngin voru fyllt af reyk með nýjum búnaði sem auðveldar til muna brunaæfingar í jarðgöngum. Sams konar hefur æfing hefur ekki áður verið haldin hér á landi. Vaðlaheiðargöngunum var lokað í um fimm tíma í dag vegna brunaæfingarinnar. Inn í göngunum var hermt eftir slysi þar sem slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði Þingeyjarsveitar, slökkviliðunum beggja megin við göngin, þurftu að bregðast hratt og örugglega við. Búnar sérútbúnum bílum Báðar sveitir eru búnar sérútbúnum bílum fyrir slökkistarf í jarðgöngum og nýttust þeir vel í dag. Bílarnir eru meðal annars vopnaðir hitamyndavélum sem komu sér vel í dag, þar sem nýr æfingarbúnaður dældi þykkum og miklum reyk inn í göngunum. Sérútbúinn slökkvibíll Slökkviliðsins á Akureyri nýttist vel í æfingunni í dag.Vísir/Tryggvi Svo þykkur var reykurinn að blaðamaður sem var viðstaddur æfinguna í göngunum í dag sá á köflum varla í hendurnar á sér. Fjallað var um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þar sem að reykurinn var þykkastur þar sjáum við svo til ekki neitt, þá þurftum við að keyra eftir þessum hitamyndavélum. Þetta eru aðstæðurnar sem við þurfum að æfa okkur og getum lent í,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri. Hægt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta Umræddur búnaður var keyptur af Vegagerðinni og stendur til að prófa hann í jarðgöngum um allt land á næstu misserum. Með honum er hægt að herma eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta en áður. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri, leggur línurnar áður en æfingin hófst í morgun.Vísir/Tryggvi. „Það er stóra málið í þessu, að þurfa ekki lengur að vera að æfa viðbragð við eldi í jarðgöngum með því að vera að kveikja eld ofan í göngunum eins og við höfum gert fram að þessu. Nú erum við með umhverfisvænan reyk með reykvélum, með ljósum, gasbrennurum og hátölurum og dóti,“ segir Ólafur. Eina leiðin er að æfa Öllu er þessu stýrt með nýjustu tækni. Búnaðurinn sem um ræðir er glænýr og hefur aldrei áður verið notaður á Íslandi. Það kom því ekki á óvart aðsnlökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu komu til að fylgjast grannt með æfingunni. Svona æfingar geta skipt sköpum á ef reynir. Tólf reykvélar sáu um að fylla Vaðlaheiðargöngin af þykkum reyk.Vísir/Tryggvi. „Útköllin eru fá en á svona æfingum kemur alltaf eitthvað upp á sem gera hefði mátt betur. Það er eina leiðin til þess að búa sig undir alvöru útkall, það er að æfa,“ segir Ólafur. Alls voru tekin þrjú rennsli á æfingunni í dag. Þegar fréttamaður ræddi við Ólaf var fyrsta rennslið nýafstaðið. Hvernig fannst þér ganga? „Mér fannst ganga mjög vel. Ég var mjög ánægður með frammistöðu viðbragðsaðila. Stóðu sig allir með prýði. Ég er ánægður með búnaðinn þannig að þetta er alltaf að ganga vel ennþá.“ Akureyri Slökkvilið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Samgönguslys Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vaðlaheiðargöngunum var lokað í um fimm tíma í dag vegna brunaæfingarinnar. Inn í göngunum var hermt eftir slysi þar sem slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði Þingeyjarsveitar, slökkviliðunum beggja megin við göngin, þurftu að bregðast hratt og örugglega við. Búnar sérútbúnum bílum Báðar sveitir eru búnar sérútbúnum bílum fyrir slökkistarf í jarðgöngum og nýttust þeir vel í dag. Bílarnir eru meðal annars vopnaðir hitamyndavélum sem komu sér vel í dag, þar sem nýr æfingarbúnaður dældi þykkum og miklum reyk inn í göngunum. Sérútbúinn slökkvibíll Slökkviliðsins á Akureyri nýttist vel í æfingunni í dag.Vísir/Tryggvi Svo þykkur var reykurinn að blaðamaður sem var viðstaddur æfinguna í göngunum í dag sá á köflum varla í hendurnar á sér. Fjallað var um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þar sem að reykurinn var þykkastur þar sjáum við svo til ekki neitt, þá þurftum við að keyra eftir þessum hitamyndavélum. Þetta eru aðstæðurnar sem við þurfum að æfa okkur og getum lent í,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri. Hægt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta Umræddur búnaður var keyptur af Vegagerðinni og stendur til að prófa hann í jarðgöngum um allt land á næstu misserum. Með honum er hægt að herma eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta en áður. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri, leggur línurnar áður en æfingin hófst í morgun.Vísir/Tryggvi. „Það er stóra málið í þessu, að þurfa ekki lengur að vera að æfa viðbragð við eldi í jarðgöngum með því að vera að kveikja eld ofan í göngunum eins og við höfum gert fram að þessu. Nú erum við með umhverfisvænan reyk með reykvélum, með ljósum, gasbrennurum og hátölurum og dóti,“ segir Ólafur. Eina leiðin er að æfa Öllu er þessu stýrt með nýjustu tækni. Búnaðurinn sem um ræðir er glænýr og hefur aldrei áður verið notaður á Íslandi. Það kom því ekki á óvart aðsnlökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu komu til að fylgjast grannt með æfingunni. Svona æfingar geta skipt sköpum á ef reynir. Tólf reykvélar sáu um að fylla Vaðlaheiðargöngin af þykkum reyk.Vísir/Tryggvi. „Útköllin eru fá en á svona æfingum kemur alltaf eitthvað upp á sem gera hefði mátt betur. Það er eina leiðin til þess að búa sig undir alvöru útkall, það er að æfa,“ segir Ólafur. Alls voru tekin þrjú rennsli á æfingunni í dag. Þegar fréttamaður ræddi við Ólaf var fyrsta rennslið nýafstaðið. Hvernig fannst þér ganga? „Mér fannst ganga mjög vel. Ég var mjög ánægður með frammistöðu viðbragðsaðila. Stóðu sig allir með prýði. Ég er ánægður með búnaðinn þannig að þetta er alltaf að ganga vel ennþá.“
Akureyri Slökkvilið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Samgönguslys Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent