Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2022 15:46 Laugaland í Eyjafirði hefur verið rekið af öðrum aðilum frá árinu 2008. Laugaland bjargaði mér Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Þetta kemur fram í greinargerð frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007 en fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Greinargerðin var gerð í kjölfar þess að ríkisstjórn samþykkti tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að rannsaka hvort, og þá í hvaða mæli, börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan þau dvöldu á heimilinu. Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir lýstu reynslu sinni af dvölinni á Laugalandi í viðtali við Bítið í maí. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Hópfundir sem ollu kvíða Hópfundir voru mikill hluti af meðferðarstarfinu á heimilinu en alls sögðu þrettán fyrrum vistbarna frá atvikum tengdum fundunum. Margir upplifðu kvíða og vanlíðan í kringum fundina. „Ég man þegar ég var tekin fyrir, setti alla upp og hann náði í penna og skrifaði að ég væri undirförul tík og vildi að allir í stofunni staðfestu það. Þetta fékk að standa lengi og ég var send á næsta bæ þar sem var einhvers konar sálfræðingur og hún var að fara að kafa í það hvers konar undirförul tík ég væri,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna. Einkennisgalli fyrir þá sem komu úr stroki Frásagnirnar um andlegt ofbeldi og niðurlægingu í greinargerðinni eru fjölmargar en meðal annars fengu einhverjir íbúar ekki að velja sinn eigin klæðnað. Þeir sem voru á heimilinu nýkomnir úr stroki voru settir í jogging galla sem átti að einkenna þá. „Niðurlægingin sem var gerð þegar maður kemur alveg brotinn inn, láta mann vera í gráum jogging-göllum, neyddur í bæjarferð eins og hangandi hundur á eftir þeim, mikil öskur á heimilinu, við stelpurnar stóðum saman, litlu börnin þeirra, þau sóttu í að vera hjá okkur og starfsmanninum í eldhúsinu,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna í samtali við Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar. Eyjafjarðarsveit Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Félagsmál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um meðferðarheimilið í Varpholti og Laugalandi. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007 en fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Greinargerðin var gerð í kjölfar þess að ríkisstjórn samþykkti tillögu þáverandi félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að rannsaka hvort, og þá í hvaða mæli, börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og andlegu eða líkamlegu ofbeldi á meðan þau dvöldu á heimilinu. Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir lýstu reynslu sinni af dvölinni á Laugalandi í viðtali við Bítið í maí. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Hópfundir sem ollu kvíða Hópfundir voru mikill hluti af meðferðarstarfinu á heimilinu en alls sögðu þrettán fyrrum vistbarna frá atvikum tengdum fundunum. Margir upplifðu kvíða og vanlíðan í kringum fundina. „Ég man þegar ég var tekin fyrir, setti alla upp og hann náði í penna og skrifaði að ég væri undirförul tík og vildi að allir í stofunni staðfestu það. Þetta fékk að standa lengi og ég var send á næsta bæ þar sem var einhvers konar sálfræðingur og hún var að fara að kafa í það hvers konar undirförul tík ég væri,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna. Einkennisgalli fyrir þá sem komu úr stroki Frásagnirnar um andlegt ofbeldi og niðurlægingu í greinargerðinni eru fjölmargar en meðal annars fengu einhverjir íbúar ekki að velja sinn eigin klæðnað. Þeir sem voru á heimilinu nýkomnir úr stroki voru settir í jogging galla sem átti að einkenna þá. „Niðurlægingin sem var gerð þegar maður kemur alveg brotinn inn, láta mann vera í gráum jogging-göllum, neyddur í bæjarferð eins og hangandi hundur á eftir þeim, mikil öskur á heimilinu, við stelpurnar stóðum saman, litlu börnin þeirra, þau sóttu í að vera hjá okkur og starfsmanninum í eldhúsinu,“ sagði eitt fyrrverandi vistbarna í samtali við Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar.
Eyjafjarðarsveit Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Félagsmál Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira