Ekkert bendir til gosóróa við Grímsey Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 10:45 Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofunnar segir ekkert benda til gosóróa við Grímsey. Vísir/Vilhelm Hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir ekkert benda til að eldsumbrota sé að vænta við Grímsey. Mikil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarna viku en að sögn hópstjórans er erfitt að fylgjast með gosóróa á svæðinu vegna takmarkana tækninnar. „Það er jarðskjálftahrina í gangi núna og svona jarðskjálftahrinur verða alltaf þarna með vissu millibili. Við þurfum ekki að leita lengra aftur en til 2018 til að finna kröftuga hrinu, það var önnur kröftug hrina þarna 2013 og 2012 líka,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir svæðið mjög svipað því á Reykjanesskaga. Þarna séu flekaskil, þar sem flekarnir fara fram hjá hvor öðrum, sem búi til mikla spennu en svo séu flekarnir líka að fara í sundur. „Þarna eru eldstöðvakerfi sem eru neðansjávar og það er mjög langt síðan að voru virk. Við erum í raun ekki með neinar vísbendingar um að þarna sé kvikuvirkni í gangi, engar beinar mælingar á því. Þetta er ein af áskorunum þegar við erum að fylgjast með virkni sem er svona langt úti í hafi að þá eru allir mælarnir á landi,“ segir Kristín. Ekki hægt að nota gervihnattamyndir til að fylgjast með landrisi Veðurstofan sé með mæla í Grímsey og víða á Norðurlandi en enn skýrari mynd fengist væru mælar á hafsbotni, eins og Japanir notast til dæmis við. Vegna þess að svæðið sé undir hafi sé erfiðara að fylgjast með því en til dæmis Reykjanesskaga. Þá sé ekki hægt að notast við gervihnattamyndir, eins og gert hefur verið, til að fylgjast með landrisi. „Ef það er snjór á yfirborði, til dæmis ef það er jökull þá getum við ekki notað þessa aðferð og ef það er sjór þá virkar hún ekki. Það væri í sjálfu sér hægt að nota Grímsey en það er svo lítill flötur þannig að við fáum í raun enga heildstæða mynd með því,“ segir Kristín. Síðast hafi gosið á svæðinu við Grímsey á fjórða áratugi nítjándu aldar á eyjaklasa sem heita Mánáreyjar. „Þetta er svolítið flókið svæði af því að þetta eru tvö meginbelti, það er að segja þetta Grímseyjarbelti þar sem virknin er núna og svo er það Húsavíkur-Flateyjar misgengið sem fer í gegn um Húsavík og norður af Flateyjarskaga,“ segir Kristín. „Þarna eru hrinur mjög algengar, það eru miklar spennur sem hlaðast upp vegna þess að þetta er virkt belti.“ Best væri að setja rauntímamæla á hafsbotn En eru einhverjar líkur á að þarna komi upp smágos sem við bara tökum ekki eftir? „Mér finnst það ólíklegt vegna þess að þessi eldstöðvakerfi eru tiltölulega grunn og ef eitthvað færi að koma upp þá hugsa ég að við myndum sjá eldgosaóróa. Mér finnst það mjög hæpið að það gæti gerst,“ segir Kristín. Til að fylgjast sem best með þessu svæði væri gott að geta komið jarðskjálftamælum fyrir á hafsbotni sem hægt væri að nýta í rauntímavöktun en að sögn Kristínar yrði það gríðarlega dýrt. „Japanir gera það, enda fá þeir mjög stóra skjálfta úti í hafi sem geta komið af stað flóðbylgjum, eins og vitum að hefur gerst. Hættan og tjón þar er miklu meira en hjá okkur en þetta er auðvitað spurning í hvað fara peningarnir og hvernig ætlum við að forgangsraða því. Við á Veðurstofunni höfum ekki verið að forgangsraða því, frekar að setja mæla á landi því þetta er gríðarlega kostnaðarsamt.“ Eldgos og jarðhræringar Grímsey Bítið Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar funduðu vegna yfirstandandi skjálftahrinu Viðbragðsaðilar á Norðurlandi funduðu nú síðdegis með Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en fleiri en tuttugu skjálftar sem mældust þrír eða stærri hafa riðið yfir frá miðnætti. 12. september 2022 16:49 Skjálftavirkni eykst að nýju Skjálftavirkni við Grímsey jókst að nýju við Grímsey í nótt eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð. 12. september 2022 06:33 Varðskipið Þór til taks við Grímsey Varðskipið Þór kom að Grímsey um hádegisbil í dag og verður við eyjuna næstu daga. Öflug jarðskjálftahrina hefur riðið yfir í námunda við eyjuna síðan 8. september og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á föstudaginn. 11. september 2022 14:16 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Það er jarðskjálftahrina í gangi núna og svona jarðskjálftahrinur verða alltaf þarna með vissu millibili. Við þurfum ekki að leita lengra aftur en til 2018 til að finna kröftuga hrinu, það var önnur kröftug hrina þarna 2013 og 2012 líka,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir svæðið mjög svipað því á Reykjanesskaga. Þarna séu flekaskil, þar sem flekarnir fara fram hjá hvor öðrum, sem búi til mikla spennu en svo séu flekarnir líka að fara í sundur. „Þarna eru eldstöðvakerfi sem eru neðansjávar og það er mjög langt síðan að voru virk. Við erum í raun ekki með neinar vísbendingar um að þarna sé kvikuvirkni í gangi, engar beinar mælingar á því. Þetta er ein af áskorunum þegar við erum að fylgjast með virkni sem er svona langt úti í hafi að þá eru allir mælarnir á landi,“ segir Kristín. Ekki hægt að nota gervihnattamyndir til að fylgjast með landrisi Veðurstofan sé með mæla í Grímsey og víða á Norðurlandi en enn skýrari mynd fengist væru mælar á hafsbotni, eins og Japanir notast til dæmis við. Vegna þess að svæðið sé undir hafi sé erfiðara að fylgjast með því en til dæmis Reykjanesskaga. Þá sé ekki hægt að notast við gervihnattamyndir, eins og gert hefur verið, til að fylgjast með landrisi. „Ef það er snjór á yfirborði, til dæmis ef það er jökull þá getum við ekki notað þessa aðferð og ef það er sjór þá virkar hún ekki. Það væri í sjálfu sér hægt að nota Grímsey en það er svo lítill flötur þannig að við fáum í raun enga heildstæða mynd með því,“ segir Kristín. Síðast hafi gosið á svæðinu við Grímsey á fjórða áratugi nítjándu aldar á eyjaklasa sem heita Mánáreyjar. „Þetta er svolítið flókið svæði af því að þetta eru tvö meginbelti, það er að segja þetta Grímseyjarbelti þar sem virknin er núna og svo er það Húsavíkur-Flateyjar misgengið sem fer í gegn um Húsavík og norður af Flateyjarskaga,“ segir Kristín. „Þarna eru hrinur mjög algengar, það eru miklar spennur sem hlaðast upp vegna þess að þetta er virkt belti.“ Best væri að setja rauntímamæla á hafsbotn En eru einhverjar líkur á að þarna komi upp smágos sem við bara tökum ekki eftir? „Mér finnst það ólíklegt vegna þess að þessi eldstöðvakerfi eru tiltölulega grunn og ef eitthvað færi að koma upp þá hugsa ég að við myndum sjá eldgosaóróa. Mér finnst það mjög hæpið að það gæti gerst,“ segir Kristín. Til að fylgjast sem best með þessu svæði væri gott að geta komið jarðskjálftamælum fyrir á hafsbotni sem hægt væri að nýta í rauntímavöktun en að sögn Kristínar yrði það gríðarlega dýrt. „Japanir gera það, enda fá þeir mjög stóra skjálfta úti í hafi sem geta komið af stað flóðbylgjum, eins og vitum að hefur gerst. Hættan og tjón þar er miklu meira en hjá okkur en þetta er auðvitað spurning í hvað fara peningarnir og hvernig ætlum við að forgangsraða því. Við á Veðurstofunni höfum ekki verið að forgangsraða því, frekar að setja mæla á landi því þetta er gríðarlega kostnaðarsamt.“
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Bítið Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar funduðu vegna yfirstandandi skjálftahrinu Viðbragðsaðilar á Norðurlandi funduðu nú síðdegis með Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en fleiri en tuttugu skjálftar sem mældust þrír eða stærri hafa riðið yfir frá miðnætti. 12. september 2022 16:49 Skjálftavirkni eykst að nýju Skjálftavirkni við Grímsey jókst að nýju við Grímsey í nótt eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð. 12. september 2022 06:33 Varðskipið Þór til taks við Grímsey Varðskipið Þór kom að Grímsey um hádegisbil í dag og verður við eyjuna næstu daga. Öflug jarðskjálftahrina hefur riðið yfir í námunda við eyjuna síðan 8. september og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á föstudaginn. 11. september 2022 14:16 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Viðbragðsaðilar funduðu vegna yfirstandandi skjálftahrinu Viðbragðsaðilar á Norðurlandi funduðu nú síðdegis með Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en fleiri en tuttugu skjálftar sem mældust þrír eða stærri hafa riðið yfir frá miðnætti. 12. september 2022 16:49
Skjálftavirkni eykst að nýju Skjálftavirkni við Grímsey jókst að nýju við Grímsey í nótt eftir að hafa minnkað lítillega í gærdag. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 4,2 að stærð. 12. september 2022 06:33
Varðskipið Þór til taks við Grímsey Varðskipið Þór kom að Grímsey um hádegisbil í dag og verður við eyjuna næstu daga. Öflug jarðskjálftahrina hefur riðið yfir í námunda við eyjuna síðan 8. september og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á föstudaginn. 11. september 2022 14:16