Grínið gengur út á að heiti vörunnar sem spurt er um hverju sinni er borið fram með bjöguðum áherslum miðað við hefðbundinn íslenskan framburð.
Það er ekki sjálfgefið að gefa dæmi um slíkan framburð hér í rituðu máli án hátæknilegra hljóðfræðilegra tákna og þess í stað er lesendum vísað á innslagið hér að ofan, þar sem þetta er sýnt undir lok þáttar. Sjón er sögu ríkari eins og endranær.

TikTok-aðgangurinn sem um ræðir heitir 2 Valkostir Ehf. og sum myndböndin eru unnin í samstarfi við aðra áhrifavalda miðilsins.