Ákærður fyrir að leka ríkisleyndarmálum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. september 2022 18:01 Lars Findsen, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins. Liselotte Sabroe/EPA-EFE Fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins hefur verið ákærður fyrir að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum. Málið er talið einstakt í danskri réttarsögu. Rekinn og handtekinn Lars Findsen var vikið frá störfum fyrir tveimur árum vegna gruns um að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum sem lúta að samstarfi danskra stjórnvalda við bandarísku þjóðaröryggisstofnunina, NSA. Samstarfið snýst um víðtækt eftirlit NSA með dönskum stofnunum og fyrirtækjum og nær aftur til 10. áratugarins. Hann var handtekinn með látum á Kastrup-flugvelli í desember í fyrra og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Honum var síðan sleppt, en rannsókn haldið áfram og hann hefur alla tíð haft réttarstöðu grunaðs. Honum var svo birt ákæra í 6 liðum á föstudag. Fylgst með hverri hreyfingu Findsens í tvö ár Ákæran snýst um samtöl Findsens við tvo blaðamenn og fjóra fjölskyldumeðlimi hans. Í þau tvö ár sem rannsóknin hefur staðið yfir hefur verið fylgst með hverri hreyfingu Findsens, og heimili hans og sumarhús hafa verið hleruð. Rannsókn málsins sætt nokkurri gagnrýni. Fullyrt er að danska leyniþjónustan hafi fundað með fjölda stjórnmálamanna í ferlinu og þar miðlað upplýsingum um Findsen sem í raun komi málinu ekkert við. Til að mynda hafi forstjóri leyniþjónustunnar, Finn Borch Andersen, greint nokkrum stjórnmálaleiðtogum frá kynlífi Findsens í talsverðum smáatriðum, en leyniþjónustan hlustaði á það, eins og allt annað í daglegu lífi Findsens, mánuðum saman. Mikil áhöld eru um alvarleika málsins í Danmörku og telja sumir lögspekingar sem fjölmiðlar hafa rætt við að ákæran byggi á næfurþunnum grunni. Danskir fjölmiðlar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Danmerkur sem yfirmaður innan leyniþjónustunnar sé ákærður fyrir brot á einni alvarlegustu grein danskra hegningarlaga. Segir ásakanirnar sturlaðar Findsen sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að ásakanirnar og núna ákærurnar á hendur honum séu hreinlega sturlaðar og hafnar þeim alfarið. Findsen hefur verið lykilmaður í dönsku leyniþjónustunni í tvo áratugi, hann hefur verið forstjóri dönsku leyniþjónustunnar, leyniþjónustu hersins og ráðuneytisstjóri í danska varnarmálaráðuneytinu. Þá hefur hann verið fastur meðlimur í þjóðaröryggisráði ríkisstjórnarinnar. Líklegt er talið að réttarhöldin yfir Findsen fari fram fyrir luktum dyrum og að ekkert af dómsskjölunum verði gert opinbert almenningi. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Rekinn og handtekinn Lars Findsen var vikið frá störfum fyrir tveimur árum vegna gruns um að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum sem lúta að samstarfi danskra stjórnvalda við bandarísku þjóðaröryggisstofnunina, NSA. Samstarfið snýst um víðtækt eftirlit NSA með dönskum stofnunum og fyrirtækjum og nær aftur til 10. áratugarins. Hann var handtekinn með látum á Kastrup-flugvelli í desember í fyrra og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Honum var síðan sleppt, en rannsókn haldið áfram og hann hefur alla tíð haft réttarstöðu grunaðs. Honum var svo birt ákæra í 6 liðum á föstudag. Fylgst með hverri hreyfingu Findsens í tvö ár Ákæran snýst um samtöl Findsens við tvo blaðamenn og fjóra fjölskyldumeðlimi hans. Í þau tvö ár sem rannsóknin hefur staðið yfir hefur verið fylgst með hverri hreyfingu Findsens, og heimili hans og sumarhús hafa verið hleruð. Rannsókn málsins sætt nokkurri gagnrýni. Fullyrt er að danska leyniþjónustan hafi fundað með fjölda stjórnmálamanna í ferlinu og þar miðlað upplýsingum um Findsen sem í raun komi málinu ekkert við. Til að mynda hafi forstjóri leyniþjónustunnar, Finn Borch Andersen, greint nokkrum stjórnmálaleiðtogum frá kynlífi Findsens í talsverðum smáatriðum, en leyniþjónustan hlustaði á það, eins og allt annað í daglegu lífi Findsens, mánuðum saman. Mikil áhöld eru um alvarleika málsins í Danmörku og telja sumir lögspekingar sem fjölmiðlar hafa rætt við að ákæran byggi á næfurþunnum grunni. Danskir fjölmiðlar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Danmerkur sem yfirmaður innan leyniþjónustunnar sé ákærður fyrir brot á einni alvarlegustu grein danskra hegningarlaga. Segir ásakanirnar sturlaðar Findsen sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að ásakanirnar og núna ákærurnar á hendur honum séu hreinlega sturlaðar og hafnar þeim alfarið. Findsen hefur verið lykilmaður í dönsku leyniþjónustunni í tvo áratugi, hann hefur verið forstjóri dönsku leyniþjónustunnar, leyniþjónustu hersins og ráðuneytisstjóri í danska varnarmálaráðuneytinu. Þá hefur hann verið fastur meðlimur í þjóðaröryggisráði ríkisstjórnarinnar. Líklegt er talið að réttarhöldin yfir Findsen fari fram fyrir luktum dyrum og að ekkert af dómsskjölunum verði gert opinbert almenningi.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira