Sláandi munur á færni leikskólabarna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2022 20:01 Tvítyngd börn standa mun verr að vígi en þau sem hafa íslensku sem móðurmál. vísir/vilhelm Börn af annarri kynslóð innflytjenda ná mun verri tökum á íslensku en áður var talið. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum Háskóla Íslands en vísindamennirnir segja stöðuna grafalvarlega og kalla eftir íslenskukennslu í leikskólum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru 97 prósent fimm ára alíslenskra barna með mun betri íslenskufærni en börn sem eiga erlenda foreldra og fæðast á Íslandi. Þetta eru sláandi niðurstöður að sögn eins rannsakandans, enda hafi lengi verið talið að erlend börn sem fæðist á Íslandi nái fljótt góðum tökum á málinu inni í leikskólunum. „Þetta virðist vera algengur misskilningur að börn læri tungumál eins og að drekka vatn. En þetta er erfitt fyrir þau og við verðum að hafa það í huga að það er ekki eins einfalt og við töldum fyrir þau að læra tungumálið,“ segir Hjördís Hafsteinsdóttir, sem vann rannsóknina ásamt þeim Jóhönnu T. Einarsdóttur prófessor og Irisi Eddu Nowenstein, doktorsnema í íslenskri málfræði. Rannsóknin er byggð á meistaraverkefni Hjördísar. Vill íslenskukennslu í leikskóla Börnin sem tóku þátt í könnunni voru öll fimm ára gömul, í efsta bekk í leikskóla. Hjördís segir þennan hóp gjarnan gleymast í umræðunni. Almennt sé litið svo á að önnur kynslóð innflytjenda á Íslandi hafi jöfn tækifæri og aðrir í samfélaginu. „Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd; að börn geti ekki tjáð vilja sinn og skoðanir. Þannig að þau draga sig alveg til hlés. Svo náttúrulega er það þetta tækifæri til menntunar. Þau hafa ekki sömu tækifæri til menntunar eins og íslensk börn,“ segir Hjördís. Tvítyngdu börnin voru margfalt líklegri til að eiga erfitt með beygingar, eðlilega orðaröð innan setninga og höfðu mun verri orðaforða en hin börnin. Hjördís sem sjálf hefur unnið í leikskóla kallar eftir aðgerðum. Ekki skorti vilja til þess meðal leikskólakennara að auka íslenskukennslu fyrir þennan hóp. „En hafa kannski ekki tækin til þess eða tækifæri til þess. Þannig já þetta er eitthvað sem þarf að endurskoða,“ segir Hjördís. Íslensk tunga Leikskólar Innflytjendamál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru 97 prósent fimm ára alíslenskra barna með mun betri íslenskufærni en börn sem eiga erlenda foreldra og fæðast á Íslandi. Þetta eru sláandi niðurstöður að sögn eins rannsakandans, enda hafi lengi verið talið að erlend börn sem fæðist á Íslandi nái fljótt góðum tökum á málinu inni í leikskólunum. „Þetta virðist vera algengur misskilningur að börn læri tungumál eins og að drekka vatn. En þetta er erfitt fyrir þau og við verðum að hafa það í huga að það er ekki eins einfalt og við töldum fyrir þau að læra tungumálið,“ segir Hjördís Hafsteinsdóttir, sem vann rannsóknina ásamt þeim Jóhönnu T. Einarsdóttur prófessor og Irisi Eddu Nowenstein, doktorsnema í íslenskri málfræði. Rannsóknin er byggð á meistaraverkefni Hjördísar. Vill íslenskukennslu í leikskóla Börnin sem tóku þátt í könnunni voru öll fimm ára gömul, í efsta bekk í leikskóla. Hjördís segir þennan hóp gjarnan gleymast í umræðunni. Almennt sé litið svo á að önnur kynslóð innflytjenda á Íslandi hafi jöfn tækifæri og aðrir í samfélaginu. „Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd; að börn geti ekki tjáð vilja sinn og skoðanir. Þannig að þau draga sig alveg til hlés. Svo náttúrulega er það þetta tækifæri til menntunar. Þau hafa ekki sömu tækifæri til menntunar eins og íslensk börn,“ segir Hjördís. Tvítyngdu börnin voru margfalt líklegri til að eiga erfitt með beygingar, eðlilega orðaröð innan setninga og höfðu mun verri orðaforða en hin börnin. Hjördís sem sjálf hefur unnið í leikskóla kallar eftir aðgerðum. Ekki skorti vilja til þess meðal leikskólakennara að auka íslenskukennslu fyrir þennan hóp. „En hafa kannski ekki tækin til þess eða tækifæri til þess. Þannig já þetta er eitthvað sem þarf að endurskoða,“ segir Hjördís.
Íslensk tunga Leikskólar Innflytjendamál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Ég tala ekki gótt Íslensku Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). 13. september 2022 08:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent