Saman sköpum við góða orku fyrir samfélagið Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 07:00 Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins. Þörfin fyrir öflun endurnýjanlegrar orku hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir í heiminum. Við Íslendingar eigum mikil tækifæri í þessum efnum sem við þurfum að sækja, nýta, virkja og efla. Mikil eftirspurn er að fá að læra og heyra af því sem vel hefur tekist hér á landi þegar kemur að orkunýtingu. Við höfum gert okkur gildandi á þessu sviði og eigum mikil verðmæti sem okkur ber að miðla áfram til heimsins þegar við tökumst á við loftslagsbreytingar. Í því felast mikil verðmæti fyrir okkur öll, en virðisauka má einnig skapa fyrir okkur Íslendinga með því að standa fyrir viðburðum um sjálfbæra orkunýtingu og framþróun á þessu sviði. Með því að taka skýrari stöðu í umræðu um ábyrga orkunýtingu getum við sem þjóð skapað aukin verðmæti með nýsköpun og samvinnu milli ólíkra greina. Tekist á við samfélagslegar áskoranir í gegnum klasa Nýlega tók ég við sem framkvæmdastjóri Orkuklasans. Klasasamstarfi sem ætlað að byggja brýr á milli ólíkra aðila og leiða vettvang sem styrkir tengsl og samvinnu ólíkra aðila í nýsköpun sem leiða til aukinna framþróunar. Á þann hátt er hægt að ná sameiginlegum markmiðum hraðar en ella. Í gegnum klasa geta þekkingarsamfélagið, fyrirtæki, stjórnvöld, fjárfestar og frumkvöðlar sótt og deilt þekkingu sín á milli og eflt starf sitt með samvinnu. Í Danmörku hafa klasar hafa verið öflugt verkfæri og er áhugavert er að sjá að nýjustu klasarnir eru á sviði umhverfis- og orkutækni, líftækni og skapandi greina sem eiga það sameiginlegt að byggja á nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir. Áherslur dönsku klasanna gefa lýsandi mynd af alþjóðlegum áskorunum framtíðarinnar og eiga margt sammerkt með þeim áskorunum sem Íslendingar standa frammi fyrir. Við Íslendingar höfum margt fram að færa en þurfum líka að nýta þá þekkingu til að fá að læra af öðrum. Á hádegisfundi í Húsi Orkuveitu Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Clusters - The Driving Force of Innovation eða Klasar - drifkraftar nýsköpunnar, mun Glenda Napier, framkvæmdastjóra Danska Orkuklasans fara yfir starfsemi Danska orkuklasans – Energy Cluster Danmark. Fleiri öflugir sérfræðingar greina stöðuna, áskoranir og tækifærin framundan auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun taka þátt í umræðunni. Samfélag okkar hefði ekki náð þeim árangri sem við getum státað okkur af, ef ekki hefði verið fyrir hugrekki, fjárfestingu, samtal og samvinnu í nýtingu náttúruauðlinda. Það þarf að hlúa að því starfi og byggja áfram um. Ég hef þá trú að samstarf í gegnum klasa sé öflug leið í því starfi og vonast til að sjá sem flest ykkar á fundi Orkuklasans í húsi Orkuveitu Reykjavíkur á morgun kl. 11-13:30, það er að segja á meðan pláss er en hægt er að skrá sig á slóðinni hér að neðan. Látum okkur málin varða og vinnum saman að góðum lausnum. https://energycluster.is/ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins. Þörfin fyrir öflun endurnýjanlegrar orku hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir í heiminum. Við Íslendingar eigum mikil tækifæri í þessum efnum sem við þurfum að sækja, nýta, virkja og efla. Mikil eftirspurn er að fá að læra og heyra af því sem vel hefur tekist hér á landi þegar kemur að orkunýtingu. Við höfum gert okkur gildandi á þessu sviði og eigum mikil verðmæti sem okkur ber að miðla áfram til heimsins þegar við tökumst á við loftslagsbreytingar. Í því felast mikil verðmæti fyrir okkur öll, en virðisauka má einnig skapa fyrir okkur Íslendinga með því að standa fyrir viðburðum um sjálfbæra orkunýtingu og framþróun á þessu sviði. Með því að taka skýrari stöðu í umræðu um ábyrga orkunýtingu getum við sem þjóð skapað aukin verðmæti með nýsköpun og samvinnu milli ólíkra greina. Tekist á við samfélagslegar áskoranir í gegnum klasa Nýlega tók ég við sem framkvæmdastjóri Orkuklasans. Klasasamstarfi sem ætlað að byggja brýr á milli ólíkra aðila og leiða vettvang sem styrkir tengsl og samvinnu ólíkra aðila í nýsköpun sem leiða til aukinna framþróunar. Á þann hátt er hægt að ná sameiginlegum markmiðum hraðar en ella. Í gegnum klasa geta þekkingarsamfélagið, fyrirtæki, stjórnvöld, fjárfestar og frumkvöðlar sótt og deilt þekkingu sín á milli og eflt starf sitt með samvinnu. Í Danmörku hafa klasar hafa verið öflugt verkfæri og er áhugavert er að sjá að nýjustu klasarnir eru á sviði umhverfis- og orkutækni, líftækni og skapandi greina sem eiga það sameiginlegt að byggja á nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir. Áherslur dönsku klasanna gefa lýsandi mynd af alþjóðlegum áskorunum framtíðarinnar og eiga margt sammerkt með þeim áskorunum sem Íslendingar standa frammi fyrir. Við Íslendingar höfum margt fram að færa en þurfum líka að nýta þá þekkingu til að fá að læra af öðrum. Á hádegisfundi í Húsi Orkuveitu Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Clusters - The Driving Force of Innovation eða Klasar - drifkraftar nýsköpunnar, mun Glenda Napier, framkvæmdastjóra Danska Orkuklasans fara yfir starfsemi Danska orkuklasans – Energy Cluster Danmark. Fleiri öflugir sérfræðingar greina stöðuna, áskoranir og tækifærin framundan auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun taka þátt í umræðunni. Samfélag okkar hefði ekki náð þeim árangri sem við getum státað okkur af, ef ekki hefði verið fyrir hugrekki, fjárfestingu, samtal og samvinnu í nýtingu náttúruauðlinda. Það þarf að hlúa að því starfi og byggja áfram um. Ég hef þá trú að samstarf í gegnum klasa sé öflug leið í því starfi og vonast til að sjá sem flest ykkar á fundi Orkuklasans í húsi Orkuveitu Reykjavíkur á morgun kl. 11-13:30, það er að segja á meðan pláss er en hægt er að skrá sig á slóðinni hér að neðan. Látum okkur málin varða og vinnum saman að góðum lausnum. https://energycluster.is/ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuklasans.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun