Eigendur Jets segja „skyldu sína“ að hjálpa fólki frá Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2022 07:01 Joe Flacco er leikstjórnandi Jets. Cooper Neill/Getty Images Annar af eigendum NFL-liðsins New York Jets hafa gefið eina milljón Bandaríkjadala [145 milljónir íslenskra króna] til góðgerðarmála tengdum Úkraínu og stríðinu þar í landi. Suzanne Johnson, eiginkona Woody Johnson - annars af eigendum New York Jets, kemur upprunalega frá Úkraínu. Faðir hennar flúði til Bandaríkjanan eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var með fimm dali í vasanum og kunni ekki stakt orð í ensku. Suzanne ólst upp í „Litlu Úkraínu“ á Manhattan í New York. Hún hefur veri gift hinum vellauðuga Robert Wood Johnson IV [Woody] síðan árið 2009. Hann keypti Jets árið 2000 og er nú starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Suzanne varð að leggja sitt á vogarskálarnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ásamt því að gefa eina milljón Bandaríkjadala þá fór hún með eiginmani sínum og báðum sonum þeirra til Póllands í júlí síðastliðnum. Þangað hefur fólk flúið í hrönnum síðan stríðið hófst. Af þeim sjö og hálfri milljón sem hafa flúið Úkraínu þá hafa 1,4 milljón farið til Póllands. Heimsótti fjölskyldan Dom Wczasowy munaðarleysingjahælið og Bursa Miedzyszkolna heimavistina sem hefur verið notuð sem miðstöð fyrir flóttamenn. Fjölskyldan árið 2017.Getty Images „Það var reynsla sem opnaði augu okkar. Í Bursa Miedzyszkolna var fullt af fólki sem fékk aðeins hálftíma til að grípa það sem gat áður en það þurfti að flýja heimili sín. Konurnar þarna grétu þegar ég talaði við þær, þær eru svo stoltar og hata að hafa verið settar í aðstæður þar sem þær þurfa að treysta á aðra.“ „Það er skylda mín sem dóttir hans og sona minna sem barnabörn hans, að gera það sem við getum. Við verðum að hjálpa,“ sagði Suzanne en faðir hennar lést fyrir þremur árum síðan. Undanfarna tíu mánuði hafa hjónin gefið 100 þúsund Bandaríkjadali. Hvern mánuð hafa þau valið samtök sem þurfa hvað mest á fjármagninu að halda. Ásamt því hafa þau notað stöðu sína, sem eigendur Jets, til að vekja athygli á ástandinu í Úkraínu heima fyrir. Úkraínski fáninn hefur verið sýnilegur á MetLife-vellinum í New Jersey. Hjálmar leikmanna Jets hafa verið skreyttir með úkraínska fánanum og þá var myndband sýnt á heimaleik liðsins nýverið til að vekja athygli á stríðinu. Úkraínski og bandaríski fáninn hlið við hlið á heimavelli Jets.Rich Graessle/Getty Images Jets hafa ekkert farið neitt sérstaklega vel af stað í NFL deildinni í vetur. Liðið beið afhroð í fyrsta leik gegn Baltimore Ravens [9-24], tókst á einhvern hátt að vinna Cleveland Browns [31-30] áður en liðið steinlá gegn Cincinnati Bengals um síðustu helgi [12-27]. NFL Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Suzanne Johnson, eiginkona Woody Johnson - annars af eigendum New York Jets, kemur upprunalega frá Úkraínu. Faðir hennar flúði til Bandaríkjanan eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var með fimm dali í vasanum og kunni ekki stakt orð í ensku. Suzanne ólst upp í „Litlu Úkraínu“ á Manhattan í New York. Hún hefur veri gift hinum vellauðuga Robert Wood Johnson IV [Woody] síðan árið 2009. Hann keypti Jets árið 2000 og er nú starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Suzanne varð að leggja sitt á vogarskálarnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ásamt því að gefa eina milljón Bandaríkjadala þá fór hún með eiginmani sínum og báðum sonum þeirra til Póllands í júlí síðastliðnum. Þangað hefur fólk flúið í hrönnum síðan stríðið hófst. Af þeim sjö og hálfri milljón sem hafa flúið Úkraínu þá hafa 1,4 milljón farið til Póllands. Heimsótti fjölskyldan Dom Wczasowy munaðarleysingjahælið og Bursa Miedzyszkolna heimavistina sem hefur verið notuð sem miðstöð fyrir flóttamenn. Fjölskyldan árið 2017.Getty Images „Það var reynsla sem opnaði augu okkar. Í Bursa Miedzyszkolna var fullt af fólki sem fékk aðeins hálftíma til að grípa það sem gat áður en það þurfti að flýja heimili sín. Konurnar þarna grétu þegar ég talaði við þær, þær eru svo stoltar og hata að hafa verið settar í aðstæður þar sem þær þurfa að treysta á aðra.“ „Það er skylda mín sem dóttir hans og sona minna sem barnabörn hans, að gera það sem við getum. Við verðum að hjálpa,“ sagði Suzanne en faðir hennar lést fyrir þremur árum síðan. Undanfarna tíu mánuði hafa hjónin gefið 100 þúsund Bandaríkjadali. Hvern mánuð hafa þau valið samtök sem þurfa hvað mest á fjármagninu að halda. Ásamt því hafa þau notað stöðu sína, sem eigendur Jets, til að vekja athygli á ástandinu í Úkraínu heima fyrir. Úkraínski fáninn hefur verið sýnilegur á MetLife-vellinum í New Jersey. Hjálmar leikmanna Jets hafa verið skreyttir með úkraínska fánanum og þá var myndband sýnt á heimaleik liðsins nýverið til að vekja athygli á stríðinu. Úkraínski og bandaríski fáninn hlið við hlið á heimavelli Jets.Rich Graessle/Getty Images Jets hafa ekkert farið neitt sérstaklega vel af stað í NFL deildinni í vetur. Liðið beið afhroð í fyrsta leik gegn Baltimore Ravens [9-24], tókst á einhvern hátt að vinna Cleveland Browns [31-30] áður en liðið steinlá gegn Cincinnati Bengals um síðustu helgi [12-27].
NFL Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira