Í kjölfar #metoo Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 29. september 2022 10:30 Margt hefur áunnist á síðustu árum í málefnum tengdum kynferðislegu og kynbundu ofbeldi. Umræðan hefur opnast til muna, ekki hvað síst í tengslum við #metoo byltinguna og hefur aukist jafnt á opinberum sem öðrum vettvangi. Það hefur einnig leitt til þess að fleiri leita sér aðstoðar en áður, sem er mjög jákvæð þróun Vitað er að þær samfélagslegu aðstæður sem skapast í stríði, hamförum eða efnahagsþrengingum auka á tíðni kynbundins ofbeldis. Þá skapast líka þær aðstæður að aðgengi að heilbrigðiskerfi og ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu skerðist. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og vel við þegar kórónuveirufaraldur geisaði hér og í nýútkominni skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu Þjóðanna um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum er sérstaklega fjallað um hversu vel til tókst með úrræði íslenskra stjórnvalda fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka fjármagn til frjálsra félagasamtaka og stofnana sem halda úti þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ný rannsókn Háskóla Íslands á kynferðislegri áreitni í garð kvenna sem er einstök á heimsvísu sýnir að 30 prósent kvenna hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi eða áreiti á vinnustað sínum. Af þeim voru konur í störfum fyrir hið opinbera, hinsegin konur og konur í vaktavinnu líklegastar til að verða fyrir ofbeldi eða áreiti. Í nýútkominni skýrslu lögreglu um fjölda kynferðisbrota á fyrstu sex mánuðum ársins kemur fram að nauðgunum hafi fjölgað um 28 prósent frá því á síðasta ári. Þó svo að stjórnvöld séu meðvituð um að sofna ekki á verðinum í þessum málaflokki og leggja sig fram svo eftir er tekið, er ljóst að betur má ef duga skal. Þetta eru algerlega óviðundandi niðurstöður. Ég ætla að leyfa mér að vona að skýringin á þessari aukningu sé að vegna umræðu og aðgerða stjórnvalda leiti fleiri til lögreglu og kæri nauðganir og önnur kynferðisbrot – en ekki að brotunum sé að fjölga. Þegar öllu er á botninn hvolft er eina leiðin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi og áreitni að ofbeldismenn breyti hegðun sinni. Það hljótum við öll að vera sammála um. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir MeToo Kynferðisofbeldi Vinstri græn Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist á síðustu árum í málefnum tengdum kynferðislegu og kynbundu ofbeldi. Umræðan hefur opnast til muna, ekki hvað síst í tengslum við #metoo byltinguna og hefur aukist jafnt á opinberum sem öðrum vettvangi. Það hefur einnig leitt til þess að fleiri leita sér aðstoðar en áður, sem er mjög jákvæð þróun Vitað er að þær samfélagslegu aðstæður sem skapast í stríði, hamförum eða efnahagsþrengingum auka á tíðni kynbundins ofbeldis. Þá skapast líka þær aðstæður að aðgengi að heilbrigðiskerfi og ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu skerðist. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og vel við þegar kórónuveirufaraldur geisaði hér og í nýútkominni skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu Þjóðanna um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum er sérstaklega fjallað um hversu vel til tókst með úrræði íslenskra stjórnvalda fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka fjármagn til frjálsra félagasamtaka og stofnana sem halda úti þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ný rannsókn Háskóla Íslands á kynferðislegri áreitni í garð kvenna sem er einstök á heimsvísu sýnir að 30 prósent kvenna hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi eða áreiti á vinnustað sínum. Af þeim voru konur í störfum fyrir hið opinbera, hinsegin konur og konur í vaktavinnu líklegastar til að verða fyrir ofbeldi eða áreiti. Í nýútkominni skýrslu lögreglu um fjölda kynferðisbrota á fyrstu sex mánuðum ársins kemur fram að nauðgunum hafi fjölgað um 28 prósent frá því á síðasta ári. Þó svo að stjórnvöld séu meðvituð um að sofna ekki á verðinum í þessum málaflokki og leggja sig fram svo eftir er tekið, er ljóst að betur má ef duga skal. Þetta eru algerlega óviðundandi niðurstöður. Ég ætla að leyfa mér að vona að skýringin á þessari aukningu sé að vegna umræðu og aðgerða stjórnvalda leiti fleiri til lögreglu og kæri nauðganir og önnur kynferðisbrot – en ekki að brotunum sé að fjölga. Þegar öllu er á botninn hvolft er eina leiðin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi og áreitni að ofbeldismenn breyti hegðun sinni. Það hljótum við öll að vera sammála um. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar