Verðbólga á miklu flugi í Hollandi: „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2022 15:04 Verðbólga er víða á siglingu, sérstaklega í Hollandi. EPA-EFE/SEM VAN DER WAL Verðbólga í Hollandi mælist nú 17,1 prósent og hefur ekki verið hærri þar í landi frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Fjármálaráðherra landsins segir tölurnar vera áfall. Líkt og víða um heim hefur verðbólga verið á flugi í Hollandi undanfari misseri. Um mitt síðasta ár mældist hún í kringum tvö prósent en hefur síðan þá vaxið ört. „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt,“ hefur hollenski miðillinn NOS eftir Sigrid Kaag, fjármálaráðherra Hollands. Bendir hún jafn framt á að ríkisstjórn Hollands hafi nýverið samþykkt aðgerðapakka upp á sautján milljarða evra, seme ætlaður sé að dempa áhrif verðbólgunnar á íbúa Hollands. Hækkandi orkuverð er aðaldrifkraftur verðbólgunnar í Hollandi, líkt og víðar í álfunni. Í Hollandi hefur orkuverð hækkað um 114 prósent á einu ári. This is one of the most unreal charts I have ever posted!#Inflation in the #Netherlands, my home country, has spiked to a surreal 17.1%. pic.twitter.com/FqtLI7HpXd— jeroen blokland (@jsblokland) September 30, 2022 Hagstofa Hollands vinnur nú að því að uppfæra reikniformúluna sem notað er til til að reikna verðbólgu, ekki síst þá hluta hennar sem snúa að orkuverði, í von um að hægt verði að endurspegla betur raunorkuverð. Núverandi formúla byggir á verði nýrra orkusamninga sem metnir séu á grunnverði. Raunin sé hins vegar sú að mörg heimili greiði lægra verð en þetta svokallaða grunnverð. Holland Orkumál Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Líkt og víða um heim hefur verðbólga verið á flugi í Hollandi undanfari misseri. Um mitt síðasta ár mældist hún í kringum tvö prósent en hefur síðan þá vaxið ört. „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt,“ hefur hollenski miðillinn NOS eftir Sigrid Kaag, fjármálaráðherra Hollands. Bendir hún jafn framt á að ríkisstjórn Hollands hafi nýverið samþykkt aðgerðapakka upp á sautján milljarða evra, seme ætlaður sé að dempa áhrif verðbólgunnar á íbúa Hollands. Hækkandi orkuverð er aðaldrifkraftur verðbólgunnar í Hollandi, líkt og víðar í álfunni. Í Hollandi hefur orkuverð hækkað um 114 prósent á einu ári. This is one of the most unreal charts I have ever posted!#Inflation in the #Netherlands, my home country, has spiked to a surreal 17.1%. pic.twitter.com/FqtLI7HpXd— jeroen blokland (@jsblokland) September 30, 2022 Hagstofa Hollands vinnur nú að því að uppfæra reikniformúluna sem notað er til til að reikna verðbólgu, ekki síst þá hluta hennar sem snúa að orkuverði, í von um að hægt verði að endurspegla betur raunorkuverð. Núverandi formúla byggir á verði nýrra orkusamninga sem metnir séu á grunnverði. Raunin sé hins vegar sú að mörg heimili greiði lægra verð en þetta svokallaða grunnverð.
Holland Orkumál Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira