Forvirkar rannsóknarheimildir Björn Leví Gunnarsson skrifar 30. september 2022 16:21 Ég hlustaði á hv. þingmann í spjallþáttum helgarinnar í sjónvarpsstöðvum og útvarpsstöðvum og síðan í fréttatíma þar sem farið var mjög frjálslega með allar staðreyndir í þessu máli. Það er alvarlegt þegar þingmenn taka til máls og hafa ekki kynnt sér málið betur en raun ber vitni eða eru vísvitandi að tala í þessa átt.” Svona byrjar dómsmálaráðherra svar sitt við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og hvort það þurfi ekki að efla eftirlit með störfum lögreglu fyrst. Í seinna svari sínu leggur dómsmálaráðherra Þórhildi Sunnu orð í munn og ásakar hana um dylgjur þess vegna. Þórhildur Sunna vísar í umfjöllun ráðherra sjálfs um ósk hans til þess að auka eftirlitsheimildir lögreglu. Sú ósk ráðherra er mjög vel skjalfest í viðtölum og í samráðsgátt stjórnvalda. Orðrétt segir ráðherra að: „Lögreglan hefur varað við þessu mjög lengi. Til þess að lögreglan geti haldið uppi eðlilegu samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis þarf hún víðtækari heimildir til að geta fylgst með mögulegum brotamönnum“. Einnig segir ráðherra að: „Heimildir lögreglu eru í dag mjög takmarkaðar, þær miðast við að grunur sé um ákveðið brot.” Í samráðsgátt er sú útgáfa af frumvarpinu sem dómsmálaráðherra óskar eftir umsögnum um og eru markmið frumvarpsins sögð vera: “að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna, einkum hvað varðar afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu”. Það er því mjög stór spurning hver er að snúa hverju á hvolf í þessari umræðu, hvort það sé ekki einmitt ráðherra sjálfur sem getur ekki gengist við því sem hans eigið frumvarp segir, en frumvarpið bætir ýmsu við í vopnabúr lögreglunnar: * Aukinn vopnaburður: “Lögreglustjórar geta gefið fyrirmæli um að lögreglumenn skuli vopnast í samræmi við reglur þar um” * Almenn heimild til þess að njósna um netnotkun fólks: “Í því skyni að stemma stigu við afbrotum er lögreglu heimilt að nýta, þ.m.t. til greiningar, allar þær upplýsingar sem hún býr yfir eða aflar við framkvæmd almennra löggæslustarfa og frumkvæðisverkefna, þar á meðal samskipti við uppljóstrara, eftirlit á almannafæri og vöktun vefsíðna sem opnar eru almenningi.” * Víðtæk heimild til eftirlits: “Hafi lögregla upplýsingar um að tiltekinn einstaklingur eða hópur einstaklinga hafi tengsl við skipulagða brotastarfsemi eða af þeim kunni að stafa sérgreind hætta fyrir almannaöryggi er lögreglu heimilt að hafa eftirlit með viðkomandi” Frumvarpið er ekkert rosalega fyrirferðamikið, það eru heilar fimm greinar og fimmtán blaðsíður í heild. Það tekur tiltölulega stuttan tíma að lesa þessar tillögur ráðherra. Þetta eru staðreyndir málsins, beint úr frumvarpi ráðherra. Spyrjum okkur þá, viljum við ekki einmitt að lögreglan hafi víðtækar heimildir til þess að fylgjast með fólki með tengsl við skipulagða brotastarfsemi? Það hljómar ekkert hættulegt fyrir almenna borgara, er það? Svarið við því er tvíþætt, í fyrsta lagi þýðir það ekki sjálfkrafa að svarið við skipulagðri glæpastarfsemi sé að lögreglan fari í eitthvað vopnakapphlaup. Rannsóknir hafa sýnt að aukinn vopnaburður lögreglu eykur ofbeldi. Þetta er vel þekkt fyrirbæri sem heitir vopnaáhrif (e. weapons effect). Í öðru lagi er heimildin til þess að vakta vefsíður og viðhafa eftirlit með fólki á almannafæri ekki með neinum fyrirvörum um skipulagða glæpastarfsemi. Hér er nauðsynlegt að hafa í huga að slíkar eftirlitsheimildir eru yfirleitt frekar notaðar gegn jaðarsettum hópum og leiðir til enn frekari jaðarsetningar. En hvað með ef almennu eftirlitsheimildirnar væru teknar úr frumvarpinu og eftir stæði baraeftirlit með fólki með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi, væri það þá í lagi? Nei, nefnilega ekki. Lögreglan. Við eigum að gera ráð fyrir mistökum, þannig verðum við einmitt betri í að koma í veg fyrir þau. Þess vegna spyr Þórhildur Sunna hvort það verði ekki að koma á eftirliti með störfum lögreglunnar fyrst, áður en við ræðum mögulegar auknar valdheimildir lögreglu. Í umfjöllun málsins á undanförnum dögum hefur dómsmálaráðherra hins vegar sagt að þetta aukna eftirlit sé í frumvarpinu og endurtók það í lok svars síns á þingi með því að segja: “við þurfum að auka eftirlit með störfum lögreglu. Það verður vel útfært í þessu frumvarpi og öll sú starfsemi verður styrkt.” Píratar hafa lengi barist fyrir sjálfstæðu ytra eftirliti með störfum lögreglu og þó einhverri nefnd hafi verið komið á, með símatíma á milli 10 og 11 á virkum dögum, er enn langt í land með að ná nágrannaþjóðum okkar í þeim málum, þrátt fyrir ýmis orð ráðamanna … eins og þetta svar dómsmálaráðherra. Staðreyndir málsins eru hins vegar að í frumvarpsdrögum ráðherra er eftirlitið í formi tilkynningaskyldu lögreglu til þessarar svokölluðu eftirlitsnefndar. Tilkynningarskyldu en ekki eftirlitsskyldu. Frumvarpsdrögin segja: “Sé eftirliti skv. 2. mgr. 15. gr. a. hætt án þess að grunur sé um afbrot skal lögregla tilkynna nefnd um eftirlit með lögreglu um aðgerðina eins fljótt og unnt er […] eftirlit með einstaklingi hafi verið viðhaft að ósekju getur nefndin beint því til lögreglustjóra að tilkynna viðkomandi um að hann hafi sætt eftirliti.” Hér er gott að hafa í huga að nafnlaus ábending dugar lögreglu sem rökstuðningur um að grunur sé um afbrot. Ég skil það mjög vel að lögreglan þurfi heimildir til þess að fylgjast með fólki sem er tengt skipulagðri glæpastarfsemi vegna ábendinga frá samstarfsaðilum í Evrópu og annarsstaðar. Gagnrýnin á þetta frumvarp snýst ekki um nauðsyn þess. Gagnrýnin snýst um að tilefnið er notað til þess að gera úlfalda úr mýflugu og mun víðtækari heimild er gefin í lögum en nauðsyn er til, einmitt án viðeigandi varúðarráðstafanna vegna mögulegrar misbeitingar. Í víðara samhengi þurfum við að spyrja okkur hvort fyrri ákvarðanir löggjafans hafa einmitt ekki valdið þessum vanda. Skipulögð glæpastarfsemi er til vegna þess að vímuefni og vændi eru gerð ólögleg. Þar er verið að skipta einum vanda, fíkn og nauðung fyrir annan vanda - skipulagða glæpastarfsemi. En skipulagðri glæpastarfsemi fylgir einnig fíkn og nauðung og mun meira ofbeldi að auki. Fíknin hvarf ekki þegar hún var gerð ólögleg. Vændið ekki heldur. Við fengum lög um þessi mál og sem afleiðingu af þeim, skipulagða og vopnvædda glæpastarfsemi. Er ekki kominn tími til þess að finna aðrar lausnir?Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Lögreglan Alþingi Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hlustaði á hv. þingmann í spjallþáttum helgarinnar í sjónvarpsstöðvum og útvarpsstöðvum og síðan í fréttatíma þar sem farið var mjög frjálslega með allar staðreyndir í þessu máli. Það er alvarlegt þegar þingmenn taka til máls og hafa ekki kynnt sér málið betur en raun ber vitni eða eru vísvitandi að tala í þessa átt.” Svona byrjar dómsmálaráðherra svar sitt við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og hvort það þurfi ekki að efla eftirlit með störfum lögreglu fyrst. Í seinna svari sínu leggur dómsmálaráðherra Þórhildi Sunnu orð í munn og ásakar hana um dylgjur þess vegna. Þórhildur Sunna vísar í umfjöllun ráðherra sjálfs um ósk hans til þess að auka eftirlitsheimildir lögreglu. Sú ósk ráðherra er mjög vel skjalfest í viðtölum og í samráðsgátt stjórnvalda. Orðrétt segir ráðherra að: „Lögreglan hefur varað við þessu mjög lengi. Til þess að lögreglan geti haldið uppi eðlilegu samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis þarf hún víðtækari heimildir til að geta fylgst með mögulegum brotamönnum“. Einnig segir ráðherra að: „Heimildir lögreglu eru í dag mjög takmarkaðar, þær miðast við að grunur sé um ákveðið brot.” Í samráðsgátt er sú útgáfa af frumvarpinu sem dómsmálaráðherra óskar eftir umsögnum um og eru markmið frumvarpsins sögð vera: “að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna, einkum hvað varðar afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins, afbrot sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi og afbrot sem framin eru á netinu”. Það er því mjög stór spurning hver er að snúa hverju á hvolf í þessari umræðu, hvort það sé ekki einmitt ráðherra sjálfur sem getur ekki gengist við því sem hans eigið frumvarp segir, en frumvarpið bætir ýmsu við í vopnabúr lögreglunnar: * Aukinn vopnaburður: “Lögreglustjórar geta gefið fyrirmæli um að lögreglumenn skuli vopnast í samræmi við reglur þar um” * Almenn heimild til þess að njósna um netnotkun fólks: “Í því skyni að stemma stigu við afbrotum er lögreglu heimilt að nýta, þ.m.t. til greiningar, allar þær upplýsingar sem hún býr yfir eða aflar við framkvæmd almennra löggæslustarfa og frumkvæðisverkefna, þar á meðal samskipti við uppljóstrara, eftirlit á almannafæri og vöktun vefsíðna sem opnar eru almenningi.” * Víðtæk heimild til eftirlits: “Hafi lögregla upplýsingar um að tiltekinn einstaklingur eða hópur einstaklinga hafi tengsl við skipulagða brotastarfsemi eða af þeim kunni að stafa sérgreind hætta fyrir almannaöryggi er lögreglu heimilt að hafa eftirlit með viðkomandi” Frumvarpið er ekkert rosalega fyrirferðamikið, það eru heilar fimm greinar og fimmtán blaðsíður í heild. Það tekur tiltölulega stuttan tíma að lesa þessar tillögur ráðherra. Þetta eru staðreyndir málsins, beint úr frumvarpi ráðherra. Spyrjum okkur þá, viljum við ekki einmitt að lögreglan hafi víðtækar heimildir til þess að fylgjast með fólki með tengsl við skipulagða brotastarfsemi? Það hljómar ekkert hættulegt fyrir almenna borgara, er það? Svarið við því er tvíþætt, í fyrsta lagi þýðir það ekki sjálfkrafa að svarið við skipulagðri glæpastarfsemi sé að lögreglan fari í eitthvað vopnakapphlaup. Rannsóknir hafa sýnt að aukinn vopnaburður lögreglu eykur ofbeldi. Þetta er vel þekkt fyrirbæri sem heitir vopnaáhrif (e. weapons effect). Í öðru lagi er heimildin til þess að vakta vefsíður og viðhafa eftirlit með fólki á almannafæri ekki með neinum fyrirvörum um skipulagða glæpastarfsemi. Hér er nauðsynlegt að hafa í huga að slíkar eftirlitsheimildir eru yfirleitt frekar notaðar gegn jaðarsettum hópum og leiðir til enn frekari jaðarsetningar. En hvað með ef almennu eftirlitsheimildirnar væru teknar úr frumvarpinu og eftir stæði baraeftirlit með fólki með tengsl við skipulagða glæpastarfsemi, væri það þá í lagi? Nei, nefnilega ekki. Lögreglan. Við eigum að gera ráð fyrir mistökum, þannig verðum við einmitt betri í að koma í veg fyrir þau. Þess vegna spyr Þórhildur Sunna hvort það verði ekki að koma á eftirliti með störfum lögreglunnar fyrst, áður en við ræðum mögulegar auknar valdheimildir lögreglu. Í umfjöllun málsins á undanförnum dögum hefur dómsmálaráðherra hins vegar sagt að þetta aukna eftirlit sé í frumvarpinu og endurtók það í lok svars síns á þingi með því að segja: “við þurfum að auka eftirlit með störfum lögreglu. Það verður vel útfært í þessu frumvarpi og öll sú starfsemi verður styrkt.” Píratar hafa lengi barist fyrir sjálfstæðu ytra eftirliti með störfum lögreglu og þó einhverri nefnd hafi verið komið á, með símatíma á milli 10 og 11 á virkum dögum, er enn langt í land með að ná nágrannaþjóðum okkar í þeim málum, þrátt fyrir ýmis orð ráðamanna … eins og þetta svar dómsmálaráðherra. Staðreyndir málsins eru hins vegar að í frumvarpsdrögum ráðherra er eftirlitið í formi tilkynningaskyldu lögreglu til þessarar svokölluðu eftirlitsnefndar. Tilkynningarskyldu en ekki eftirlitsskyldu. Frumvarpsdrögin segja: “Sé eftirliti skv. 2. mgr. 15. gr. a. hætt án þess að grunur sé um afbrot skal lögregla tilkynna nefnd um eftirlit með lögreglu um aðgerðina eins fljótt og unnt er […] eftirlit með einstaklingi hafi verið viðhaft að ósekju getur nefndin beint því til lögreglustjóra að tilkynna viðkomandi um að hann hafi sætt eftirliti.” Hér er gott að hafa í huga að nafnlaus ábending dugar lögreglu sem rökstuðningur um að grunur sé um afbrot. Ég skil það mjög vel að lögreglan þurfi heimildir til þess að fylgjast með fólki sem er tengt skipulagðri glæpastarfsemi vegna ábendinga frá samstarfsaðilum í Evrópu og annarsstaðar. Gagnrýnin á þetta frumvarp snýst ekki um nauðsyn þess. Gagnrýnin snýst um að tilefnið er notað til þess að gera úlfalda úr mýflugu og mun víðtækari heimild er gefin í lögum en nauðsyn er til, einmitt án viðeigandi varúðarráðstafanna vegna mögulegrar misbeitingar. Í víðara samhengi þurfum við að spyrja okkur hvort fyrri ákvarðanir löggjafans hafa einmitt ekki valdið þessum vanda. Skipulögð glæpastarfsemi er til vegna þess að vímuefni og vændi eru gerð ólögleg. Þar er verið að skipta einum vanda, fíkn og nauðung fyrir annan vanda - skipulagða glæpastarfsemi. En skipulagðri glæpastarfsemi fylgir einnig fíkn og nauðung og mun meira ofbeldi að auki. Fíknin hvarf ekki þegar hún var gerð ólögleg. Vændið ekki heldur. Við fengum lög um þessi mál og sem afleiðingu af þeim, skipulagða og vopnvædda glæpastarfsemi. Er ekki kominn tími til þess að finna aðrar lausnir?Höfundur er þingmaður Pírata.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun