Íbúðum í byggingu fjölgar alls staðar nema í Reykjavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. október 2022 21:00 Fleiri íbúðir eru samanlagt í byggingu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar en í borginni sjálfri. Þar fækkar íbúðum í byggingu milli ára á meðan hún eykst um tæp 90 prósent hjá hinum sveitarfélögunum samanlagt. 8.113 íbúðir eru nú í byggingu á öllu landinu. Þessu komust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtök Iðnaðarins að eftir metnaðarfulla talningu í síðasta mánuði. Og þetta er mikil aukning. Á sama tíma í fyrra voru 6.001 íbúð í byggingu á landinu og í mars í ár voru þær 7.260. „Tölurnar segja okkur að við sjáum að þær væntingar sem við höfum haft til þess að við séum að snúa þessari þróun við, þær eru réttar. Þetta er að gerast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi hefur kynnt metnaðarfull áform í húsnæðismálum fyrir næsta áratug.vísir/vilhelm Hækkun alls staðar nema í Reykjavík Talningin var kynnt í dag og þar var henni meðal annars skipt upp milli svæða: Af þeim 8.113 íbúðum sem eru í byggingu er verið að reisa 2.433 þeirra í Reykjavík. Það er fækkun á íbúðum í byggingu um 1,2 prósent frá því að sama tíma í fyrra. Í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í kring um Reykjavík er verið að byggja 3.263 íbúðir, sem er 89,8 prósent aukning frá því í september í fyrra. Í sveitarfélögunum í kring um höfuðborgarsvæðið eru 1.516 íbúðir í byggingu, 25,9 prósent hækkun frá því í fyrra. Og á restinni af landinu eru 980 íbúðir í byggingu - 59,9 % fleiri en í fyrra. Gæti verið þéttingarstefnu borgarinnar að kenna Ráðherrann segist hafa áhyggjur af þróuninni í Reykjavík. Hér verði að byggja meira ef metnaðarfull markmið sem hann kynnti í síðasta mánuði eigi að nást. Þar er gert ráð fyrir 20 þúsund nýjum íbúðum á landinu á næstu fimm árum og 35 þúsund á næstu tíu árum. „Hvort sem er nú vegna þéttingarstefnunnar hérna í borginni eða einhverra annarra ástæðna þá er búið að vera byggt of lítið. Við sjáum íbúðahlutfallið þar af nýjum íbúðum miðað við íbúðamassann vera fulllágt,“ segir Sigurður Ingi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir tölurnar hins vegar gefa örlítið skakka mynd því þar eru ekki teknar með þær íbúðir sem búið er að byggja: „Það eru ríflega 500 íbúðir sem hafa klárast á þessu ári . Spáin er sú að það verði 750 sem klárast fyrir áramót. Þá erum við á pari, eða rétt yfir því sem var í fyrra en það er tvö prósent vöxtur sirka, sem er svona sambærilegt og það sem er talið eðlilegt í nágrannalöndunum hjá borgum af svipaðri stærðargráðu,“ segir Einar. Einar segir tölurnar gefa örlítið skakka mynd af stöðunni.vísir/egill Hann tekur þó undir að bæta verði í. „Það er margt í pípunum. Ég er nokkuð viss um að á næsta ári verði 3.000 íbúðir í byggingu.“ Ríkið er í samningaviðræðum við sveitarfélögin um hvernig hægt sé að tryggja lóðaframboð næstu árin svo hægt verði að ná fyrrnefndum markmiðum um 20 þúsund íbúðir á landinu næstu fimm árin. Stefnt er að því að samningur milli borgarinnar og ríkisins verði klár fyrir áramót og segist Einar jafnvel bjartsýnn á að það takist fyrir næstu mánaðamót. Húsnæðismál Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
8.113 íbúðir eru nú í byggingu á öllu landinu. Þessu komust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtök Iðnaðarins að eftir metnaðarfulla talningu í síðasta mánuði. Og þetta er mikil aukning. Á sama tíma í fyrra voru 6.001 íbúð í byggingu á landinu og í mars í ár voru þær 7.260. „Tölurnar segja okkur að við sjáum að þær væntingar sem við höfum haft til þess að við séum að snúa þessari þróun við, þær eru réttar. Þetta er að gerast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi hefur kynnt metnaðarfull áform í húsnæðismálum fyrir næsta áratug.vísir/vilhelm Hækkun alls staðar nema í Reykjavík Talningin var kynnt í dag og þar var henni meðal annars skipt upp milli svæða: Af þeim 8.113 íbúðum sem eru í byggingu er verið að reisa 2.433 þeirra í Reykjavík. Það er fækkun á íbúðum í byggingu um 1,2 prósent frá því að sama tíma í fyrra. Í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í kring um Reykjavík er verið að byggja 3.263 íbúðir, sem er 89,8 prósent aukning frá því í september í fyrra. Í sveitarfélögunum í kring um höfuðborgarsvæðið eru 1.516 íbúðir í byggingu, 25,9 prósent hækkun frá því í fyrra. Og á restinni af landinu eru 980 íbúðir í byggingu - 59,9 % fleiri en í fyrra. Gæti verið þéttingarstefnu borgarinnar að kenna Ráðherrann segist hafa áhyggjur af þróuninni í Reykjavík. Hér verði að byggja meira ef metnaðarfull markmið sem hann kynnti í síðasta mánuði eigi að nást. Þar er gert ráð fyrir 20 þúsund nýjum íbúðum á landinu á næstu fimm árum og 35 þúsund á næstu tíu árum. „Hvort sem er nú vegna þéttingarstefnunnar hérna í borginni eða einhverra annarra ástæðna þá er búið að vera byggt of lítið. Við sjáum íbúðahlutfallið þar af nýjum íbúðum miðað við íbúðamassann vera fulllágt,“ segir Sigurður Ingi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir tölurnar hins vegar gefa örlítið skakka mynd því þar eru ekki teknar með þær íbúðir sem búið er að byggja: „Það eru ríflega 500 íbúðir sem hafa klárast á þessu ári . Spáin er sú að það verði 750 sem klárast fyrir áramót. Þá erum við á pari, eða rétt yfir því sem var í fyrra en það er tvö prósent vöxtur sirka, sem er svona sambærilegt og það sem er talið eðlilegt í nágrannalöndunum hjá borgum af svipaðri stærðargráðu,“ segir Einar. Einar segir tölurnar gefa örlítið skakka mynd af stöðunni.vísir/egill Hann tekur þó undir að bæta verði í. „Það er margt í pípunum. Ég er nokkuð viss um að á næsta ári verði 3.000 íbúðir í byggingu.“ Ríkið er í samningaviðræðum við sveitarfélögin um hvernig hægt sé að tryggja lóðaframboð næstu árin svo hægt verði að ná fyrrnefndum markmiðum um 20 þúsund íbúðir á landinu næstu fimm árin. Stefnt er að því að samningur milli borgarinnar og ríkisins verði klár fyrir áramót og segist Einar jafnvel bjartsýnn á að það takist fyrir næstu mánaðamót.
Húsnæðismál Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira